Forstjóri Viaplay rekinn og hlutabréf í frjálsu falli Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júní 2023 19:22 Anders Jensen forstjóri hefur verið látinn taka pokann sinn. NENT Forstjóri norrænu streymisveitunnar Viaplay hefur verið rekinn og hlutabréf í fyrirtækinu féllu um nærri 60 prósent í dag. Fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun og býst við tapi næstu árin. Í afkomuviðvörun Viaplay segir að veitan búist við tapi upp á 250 til 300 milljón sænskra króna á öðrum ársfjórðungi. Það er allt að tapið nemi 3,9 milljörðum króna. Þá er gert ráð fyrir að söluaukning nemi 16 til 17,5 prósentum í stað 24 til 26 prósenta aukningar eins og í fyrri spá. Féllu hlutabréf í veitunni um 58,6 prósent, niður í 93,4 sænska krónu á hlut. Þá var forstjórinn Anders Jensen rekinn og Jörgen Madsen Lindemann, fyrrverandi forstjóri rafíþróttadeildar MTG, tekur við. En Viaplay er dótturfyrirtæki MTG. Samkvæmt Viaplay er ástæða þrenginganna yfirstandandi lífskjarakreppa og harðnandi viðskiptaumhverfi. Hafi eftirspurn eftir bæði norrænu og alþjóðlegu afþreyingarefni minnkað sem og áskriftasala. Þá hafi norrænir auglýsingamarkaðir fyrir ljósvakamiðla dalað hratt. Kom á óvart Viðvörun Viaplay kom mörgum á óvart enda í ósamræmi við tilkynningu félagsins frá 25. apríl síðastliðnum. Þar sagði að árið hefði byrjað eins og spár hefðu gert ráð fyrir. Mikill meðbyr væri með veitunni þrátt fyrir óvissu í efnahagsmálunum heimsins. Fjölmargir Íslendingar eru áskrifendur að Viaplay þar sem þýski boltinn er meðal annars á skjánum.Getty Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Viaplay gefur út afkomuviðvörun, síðast var það gert í fyrra. Samkvæmt fréttastofunni Reuters komu þær tölur sem kynntar voru í dag fólki þó á óvart. Sænsk veita í 33 löndum Viaplay var stofnuð í Svíþjóð árið 2007. Veitan er nú með dreifingu á Norðurlöndum, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Eystrasalti, Póllandi og víðar, alls 33 löndum. Fjölmargir Íslendingar eru áskrifendur að þjónustu Viaplay. Þar er hægt að streyma kvikmyndum og þáttaröðum, bæði norrænum og öðrum. Einnig er mikið af íþróttaefni á veitunni, svo sem þýski fótboltinn, Formúla 1 kappakstur og NHL íshokkídeildin. Fjölmiðlar Svíþjóð Bíó og sjónvarp Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Í afkomuviðvörun Viaplay segir að veitan búist við tapi upp á 250 til 300 milljón sænskra króna á öðrum ársfjórðungi. Það er allt að tapið nemi 3,9 milljörðum króna. Þá er gert ráð fyrir að söluaukning nemi 16 til 17,5 prósentum í stað 24 til 26 prósenta aukningar eins og í fyrri spá. Féllu hlutabréf í veitunni um 58,6 prósent, niður í 93,4 sænska krónu á hlut. Þá var forstjórinn Anders Jensen rekinn og Jörgen Madsen Lindemann, fyrrverandi forstjóri rafíþróttadeildar MTG, tekur við. En Viaplay er dótturfyrirtæki MTG. Samkvæmt Viaplay er ástæða þrenginganna yfirstandandi lífskjarakreppa og harðnandi viðskiptaumhverfi. Hafi eftirspurn eftir bæði norrænu og alþjóðlegu afþreyingarefni minnkað sem og áskriftasala. Þá hafi norrænir auglýsingamarkaðir fyrir ljósvakamiðla dalað hratt. Kom á óvart Viðvörun Viaplay kom mörgum á óvart enda í ósamræmi við tilkynningu félagsins frá 25. apríl síðastliðnum. Þar sagði að árið hefði byrjað eins og spár hefðu gert ráð fyrir. Mikill meðbyr væri með veitunni þrátt fyrir óvissu í efnahagsmálunum heimsins. Fjölmargir Íslendingar eru áskrifendur að Viaplay þar sem þýski boltinn er meðal annars á skjánum.Getty Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Viaplay gefur út afkomuviðvörun, síðast var það gert í fyrra. Samkvæmt fréttastofunni Reuters komu þær tölur sem kynntar voru í dag fólki þó á óvart. Sænsk veita í 33 löndum Viaplay var stofnuð í Svíþjóð árið 2007. Veitan er nú með dreifingu á Norðurlöndum, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Eystrasalti, Póllandi og víðar, alls 33 löndum. Fjölmargir Íslendingar eru áskrifendur að þjónustu Viaplay. Þar er hægt að streyma kvikmyndum og þáttaröðum, bæði norrænum og öðrum. Einnig er mikið af íþróttaefni á veitunni, svo sem þýski fótboltinn, Formúla 1 kappakstur og NHL íshokkídeildin.
Fjölmiðlar Svíþjóð Bíó og sjónvarp Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira