Grænasta sveitarfélagið skammað af ráðherra Pawel Bartoszek skrifar 5. júní 2023 18:30 „Staðan er þó þröng fyrir íbúa sem vilja njóta grænna svæða í borginni“, sagði Guðlaugur Þór, umhverfisráðherra í umræðu í þinginu. Síðan bætti hann við aðgengi okkar Íslendinga að grænum svæðum væri ekki gott samanborið við önnur OECD ríki. Einungis 3,5% þéttbýlis hérlendis væri skilgreint sem grænt svæði! Í framhaldinu hefur ráðherrann málað nokkuð svarta mynd af stöðu grænna svæða í Reykjavík og tengt hana þéttingum byggðar meðal annars í Skerjafirði. Samflokksmenn Guðlaugs í Sjálfstæðisflokknum hafa svo endurtekið þennan málflutning í ræðum og riti. Grænu borgarsvæðin flest í Reykjavík En hvaðan kemur þessi tala: 3,5%? Gögnin koma úr kortagrunni evrópsku umhverfisstofnunarinnar (EEA). Það sem hér er rætt um eru svokölluð „Green Urban Areas“ sem eru almenningsgarðar, kirkjugarðar og önnur græn borgarsvæði. Þessi svæði sjást á eftirfarandi mynd: Græn borgarsvæði (e. Green Urban Areas) skv. skilgreiningu OECD. Það er fínasta mál að nota gögn frá alþjóðlegum gagnaveitum máli sínu til stuðnings. En þegar horft er á þessa mynd má spyrja ýmissa spurninga um málflutning umhverfisráðherra, sem hann byggir á þessum gögnum. Í fyrsta lagi má sjá að langflest grænu borgarsvæðin á höfuðborgarsvæðinu eru í Reykjavík. Umhverfisráðherra kýs hins vegar að gera samasem-merki milli tölunnar 3,5%, sem er tekin út frá höfuðborgarsvæðinu öllu, segir að hún sé lág, yfirfærir hana yfir á Reykjavík og notar til að gagnrýna borgina, eina sveitarfélaga. Það er engan veginn maklegt. Enda ætti ráðherrann þá að skjóta enn fastar á önnur sveitarfélög í nágrenninu sem virðast samkvæmt kortagrunninum vera með mun færri græn borgarsvæði innan sinna þéttbýlismarka. Þröng skilgreining grænna svæða Í öðru lagi, eins og myndin sýnir eru ýmis svæði ekki talin með sem allra jafna teljast vera græn svæði í almennri umræðu. Fossvogsdalurinn virðist til dæmis ekki teljast með, ekki heldur stór hluti Elliðaárdalsins, Grafarvogurinn og raunar strandlengjan öll. Skerjafjörðurinn sem umhverfisráðherra tekur sjálfur sem dæmi um grænt svæði er þannig ekki grænt borgarsvæði skv. skilgreiningunni. Sama gildir um fjölmörg svæði í nágrannasveitarfélögum. Þessi svæði öll eru ýmist flokkuð sem gróin svæði, tún eða skóglendi. Þau eru ekki talin með sem græn borgarsvæði en í almennri umræðu myndi almenningur án nokkurs vafa telja þau til grænna svæða. Sé þeim bætt við er myndin af höfuðborgarsvæðinu öllu grænni. Síðan má raunar líka velta því upp hvort flokkunin í suður-hluta höfuðborgarsvæðis sé alls staðar nógu nákvæm, en það er önnur saga. Öll græn svæði (garðar, skógar, tún og gróið land) skv. skilgreiningu OECD. Rétt er að taka fram að stór hluti svæðanna á neðri myndinni liggur ekki í þéttbýli og er ekki tekinn með í meðaltalið. Heiðmörk og Græni trefillinn, sem ráðherrann tók dæmi um græn svæði í þinginu, eru þannig flokkuð sem skógur (ekki græn borgarsvæði) og liggja þess utan utan þéttbýlis. Góð umræða - en ósanngjarn málflutningur Umræðan um græn borgarsvæði er engu að síður auðvitað góð og þörf. Það er sannarlega nauðsynlegt að gefa því gaum við skipulagningu nýrra hverfa, hvort sem það er í Ártúnshöfða, Vatnsmýri eða í Keldnalandi, að þar verði góðir almenningsgarðar og að íbúarnir hafi aðgang að samfelldum grænum svæðum nálægt heimilum sínum. Þessi brýning ráðherrans er því ágæt. Það er hins vegar ekki alveg sanngjarnt hjá umhverfisráðherra að draga fram tölur um hlutfall grænna svæða á Íslandi án þess að nefna að þær tölur nota mun þrengri skilgreiningu grænna svæða en almennt er notuð í umræðu hér á landi. Það er nefnilega dálítið óvenjulegt að ráðherra setji engin spurningarmerki við tölfræði sem sýnir botnsæti Íslands í málaflokki sem hann ber ábyrgð á heldur lyfti henni á stall með pompi og prakt. Ráðherrann lætur síðan sem Reykjavík fyrst og síðast beri ábyrgð á lágu hlutfalli grænna borgarsvæða innan þéttbýlis á Íslandi. En, án þess að fara í einhvern leiðindameting yfir sveitarfélagamörk, þá sýna gögnin sjálf að grænu borgarsvæðin eru langflest í Reykjavík! Allt þetta veldur vonbrigðum. Það er alger óþarfi að láta umræðu um græn svæði detta í einhverjar pólitískar skotgrafir. Málflutningur ráðherrans ber keim af því. Því sanngjarn er hann ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Sjá meira
„Staðan er þó þröng fyrir íbúa sem vilja njóta grænna svæða í borginni“, sagði Guðlaugur Þór, umhverfisráðherra í umræðu í þinginu. Síðan bætti hann við aðgengi okkar Íslendinga að grænum svæðum væri ekki gott samanborið við önnur OECD ríki. Einungis 3,5% þéttbýlis hérlendis væri skilgreint sem grænt svæði! Í framhaldinu hefur ráðherrann málað nokkuð svarta mynd af stöðu grænna svæða í Reykjavík og tengt hana þéttingum byggðar meðal annars í Skerjafirði. Samflokksmenn Guðlaugs í Sjálfstæðisflokknum hafa svo endurtekið þennan málflutning í ræðum og riti. Grænu borgarsvæðin flest í Reykjavík En hvaðan kemur þessi tala: 3,5%? Gögnin koma úr kortagrunni evrópsku umhverfisstofnunarinnar (EEA). Það sem hér er rætt um eru svokölluð „Green Urban Areas“ sem eru almenningsgarðar, kirkjugarðar og önnur græn borgarsvæði. Þessi svæði sjást á eftirfarandi mynd: Græn borgarsvæði (e. Green Urban Areas) skv. skilgreiningu OECD. Það er fínasta mál að nota gögn frá alþjóðlegum gagnaveitum máli sínu til stuðnings. En þegar horft er á þessa mynd má spyrja ýmissa spurninga um málflutning umhverfisráðherra, sem hann byggir á þessum gögnum. Í fyrsta lagi má sjá að langflest grænu borgarsvæðin á höfuðborgarsvæðinu eru í Reykjavík. Umhverfisráðherra kýs hins vegar að gera samasem-merki milli tölunnar 3,5%, sem er tekin út frá höfuðborgarsvæðinu öllu, segir að hún sé lág, yfirfærir hana yfir á Reykjavík og notar til að gagnrýna borgina, eina sveitarfélaga. Það er engan veginn maklegt. Enda ætti ráðherrann þá að skjóta enn fastar á önnur sveitarfélög í nágrenninu sem virðast samkvæmt kortagrunninum vera með mun færri græn borgarsvæði innan sinna þéttbýlismarka. Þröng skilgreining grænna svæða Í öðru lagi, eins og myndin sýnir eru ýmis svæði ekki talin með sem allra jafna teljast vera græn svæði í almennri umræðu. Fossvogsdalurinn virðist til dæmis ekki teljast með, ekki heldur stór hluti Elliðaárdalsins, Grafarvogurinn og raunar strandlengjan öll. Skerjafjörðurinn sem umhverfisráðherra tekur sjálfur sem dæmi um grænt svæði er þannig ekki grænt borgarsvæði skv. skilgreiningunni. Sama gildir um fjölmörg svæði í nágrannasveitarfélögum. Þessi svæði öll eru ýmist flokkuð sem gróin svæði, tún eða skóglendi. Þau eru ekki talin með sem græn borgarsvæði en í almennri umræðu myndi almenningur án nokkurs vafa telja þau til grænna svæða. Sé þeim bætt við er myndin af höfuðborgarsvæðinu öllu grænni. Síðan má raunar líka velta því upp hvort flokkunin í suður-hluta höfuðborgarsvæðis sé alls staðar nógu nákvæm, en það er önnur saga. Öll græn svæði (garðar, skógar, tún og gróið land) skv. skilgreiningu OECD. Rétt er að taka fram að stór hluti svæðanna á neðri myndinni liggur ekki í þéttbýli og er ekki tekinn með í meðaltalið. Heiðmörk og Græni trefillinn, sem ráðherrann tók dæmi um græn svæði í þinginu, eru þannig flokkuð sem skógur (ekki græn borgarsvæði) og liggja þess utan utan þéttbýlis. Góð umræða - en ósanngjarn málflutningur Umræðan um græn borgarsvæði er engu að síður auðvitað góð og þörf. Það er sannarlega nauðsynlegt að gefa því gaum við skipulagningu nýrra hverfa, hvort sem það er í Ártúnshöfða, Vatnsmýri eða í Keldnalandi, að þar verði góðir almenningsgarðar og að íbúarnir hafi aðgang að samfelldum grænum svæðum nálægt heimilum sínum. Þessi brýning ráðherrans er því ágæt. Það er hins vegar ekki alveg sanngjarnt hjá umhverfisráðherra að draga fram tölur um hlutfall grænna svæða á Íslandi án þess að nefna að þær tölur nota mun þrengri skilgreiningu grænna svæða en almennt er notuð í umræðu hér á landi. Það er nefnilega dálítið óvenjulegt að ráðherra setji engin spurningarmerki við tölfræði sem sýnir botnsæti Íslands í málaflokki sem hann ber ábyrgð á heldur lyfti henni á stall með pompi og prakt. Ráðherrann lætur síðan sem Reykjavík fyrst og síðast beri ábyrgð á lágu hlutfalli grænna borgarsvæða innan þéttbýlis á Íslandi. En, án þess að fara í einhvern leiðindameting yfir sveitarfélagamörk, þá sýna gögnin sjálf að grænu borgarsvæðin eru langflest í Reykjavík! Allt þetta veldur vonbrigðum. Það er alger óþarfi að láta umræðu um græn svæði detta í einhverjar pólitískar skotgrafir. Málflutningur ráðherrans ber keim af því. Því sanngjarn er hann ekki.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun