Er gjaldmiðill sem sveiflast eins og íslenska veðrið endilega málið? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 5. júní 2023 12:00 Öll heimili sem skulda finna fyrir vaxtahækkunum ekki síður en sjálfri verðbólgunni. Það glittir þess vegna í forréttindablindu þegar því er sleppt að tala um þá háu vexti sem heimilin og hluti fyrirtækja í landinu borga. Það speglar veruleika þeirra sem ekki skulda neitt. Frá ríkisstjórninni og álitsgjöfum hennar er sú mantra hins vegna endurtekin aftur og aftur að verðbólga sé ekki aðeins vandamál á Íslandi. Verðbólga er vissulega alþjóðlegt vandamál en hinir ævintýralega háir vextir hérlendis eru aftur á móti innlent vandamál. Stóra lífskjara spurningin er því þessi: hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi til að kæla svipaða verðbólgu og annars staðar? Áhættufjárfesting að kaupa íbúð Íslenskt lánaumhverfi er eins og happdrætti þar sem heppni og tímasetningar hafa allt að segja um útkomuna. Fasteignakaup á Íslandi eru þar af leiðandi nánast áhættufjárfesting. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr við fáránlega erfiðar aðstæður, enda sýna allar kannanir að fólk á leigumarkaði vill ekki vera þar. Sú staða er séríslensk því í nágrannaríkjum okkar velja sér margir að leigja frekar en að kaupa. Á Íslandi borgar fólk hærra hlutfall af tekjum í leigu en af lánum en býr að auki við mun minna öryggi. Staða fólks og fyrirtækja ekki jöfn Í mörgum Evrópulöndum hafa ríkisstjórnir sýnt í verki að þau skilja aðstæður fólks vegna verðbólgunnar. Þau hafa sett fram tillögur til að styðja við almenning sem þarf að glíma við þrefalt lægri vexti en á Íslandi. Í umræðu um þyngri afborganir af lánum þarf sömuleiðis að hafa í huga að þar er staða fólks hvorki jöfn hvað varðar tekjur né um það á hvaða æviskeiði það er statt. Það blasir við að háir vextir eru sérstaklega þungir fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur, það fólk sem er í þeim kafla lífsins að lán eru frekar ný á sama tíma og nauðsynleg útgjöld eru hlutfallslega mikil. Það er líka mun erfiðara nú en áður fyrir ungt fólk að kaupa fyrstu íbúð. Ungt fólk í foreldrahúsum á núna lítil tækifæri á að kaupa íbúð ef mamma eða pabbi geta ekki hjálpað til. Baklandið hefur allt um það að segja hver tækifærin eru varðandi það að geta keypt íbúð. Tækifærin í landi tækifæranna eru, þegar betur er að gáð, fyrir þau sem eiga bakland. Val á gjaldmiðli speglar hagsmunamat Val á gjaldmiðli speglar hagsmunamat. Þeir flokkar sem verja óbreytt ástand þurfa að svara því hvers vegna það þykir réttlætanlegt að láta bara hluta samfélagsins taka á sig kostnaðinn af margfalt hærri vaxtahækkunum sem fylgja íslensku krónunni. Þeir flokkar þurfa líka að svara því hvernig íslensk stjórnvöld geta hugsað sér að bjóða fólki og fyrirtækjum upp á gjaldmiðil sem sveiflast eins og íslenska veðrið með tilheyrandi óvissu, áhættu og kostnaði. Stór hluti fyrirtækja starfar ekki í krónuhagkerfinu heldur getur valið að gera upp í öðrum gjaldmiðli. Það er fullkomlega skiljanlegt að fyrirtækin vilji starfa í öruggara umhverfi, þar sem þau finna t.d. ekki fyrir innlendum vaxtahækkunum núna. Stóra réttlætis spurningin er hins vegar hvers vegna öðrum fyrirtækjum og almenningi bjóðast ekki sömu tækifæri. Þessi innbyggða samkeppnisskekkja veldur því að hluti atvinnulífsins starfar í hagstæðara lánaumhverfi en annar hluti er í hinu íslenska lánaumhverfi. Sársaukafullar vaxtahækkanir núna bitna þess vegna mjög misjafnlega á fólki og fyrirtækjum. Og það er á engan hátt birtingarmynd þess að samfélagið allt sé að taka á sig afleiðingar verðbólgunnar. Óbreytt staða hvað varðar gjaldmiðil þýðir áfram að tækifærin verða ekki jöfn. Að það er ekki jafnt gefið. Umræða um húsnæðislán, verðbólgu og vexti í leikkerfi íslensku krónunnar snýst um jöfn tækifæri og um réttlæti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Íslenska krónan Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Öll heimili sem skulda finna fyrir vaxtahækkunum ekki síður en sjálfri verðbólgunni. Það glittir þess vegna í forréttindablindu þegar því er sleppt að tala um þá háu vexti sem heimilin og hluti fyrirtækja í landinu borga. Það speglar veruleika þeirra sem ekki skulda neitt. Frá ríkisstjórninni og álitsgjöfum hennar er sú mantra hins vegna endurtekin aftur og aftur að verðbólga sé ekki aðeins vandamál á Íslandi. Verðbólga er vissulega alþjóðlegt vandamál en hinir ævintýralega háir vextir hérlendis eru aftur á móti innlent vandamál. Stóra lífskjara spurningin er því þessi: hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi til að kæla svipaða verðbólgu og annars staðar? Áhættufjárfesting að kaupa íbúð Íslenskt lánaumhverfi er eins og happdrætti þar sem heppni og tímasetningar hafa allt að segja um útkomuna. Fasteignakaup á Íslandi eru þar af leiðandi nánast áhættufjárfesting. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr við fáránlega erfiðar aðstæður, enda sýna allar kannanir að fólk á leigumarkaði vill ekki vera þar. Sú staða er séríslensk því í nágrannaríkjum okkar velja sér margir að leigja frekar en að kaupa. Á Íslandi borgar fólk hærra hlutfall af tekjum í leigu en af lánum en býr að auki við mun minna öryggi. Staða fólks og fyrirtækja ekki jöfn Í mörgum Evrópulöndum hafa ríkisstjórnir sýnt í verki að þau skilja aðstæður fólks vegna verðbólgunnar. Þau hafa sett fram tillögur til að styðja við almenning sem þarf að glíma við þrefalt lægri vexti en á Íslandi. Í umræðu um þyngri afborganir af lánum þarf sömuleiðis að hafa í huga að þar er staða fólks hvorki jöfn hvað varðar tekjur né um það á hvaða æviskeiði það er statt. Það blasir við að háir vextir eru sérstaklega þungir fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur, það fólk sem er í þeim kafla lífsins að lán eru frekar ný á sama tíma og nauðsynleg útgjöld eru hlutfallslega mikil. Það er líka mun erfiðara nú en áður fyrir ungt fólk að kaupa fyrstu íbúð. Ungt fólk í foreldrahúsum á núna lítil tækifæri á að kaupa íbúð ef mamma eða pabbi geta ekki hjálpað til. Baklandið hefur allt um það að segja hver tækifærin eru varðandi það að geta keypt íbúð. Tækifærin í landi tækifæranna eru, þegar betur er að gáð, fyrir þau sem eiga bakland. Val á gjaldmiðli speglar hagsmunamat Val á gjaldmiðli speglar hagsmunamat. Þeir flokkar sem verja óbreytt ástand þurfa að svara því hvers vegna það þykir réttlætanlegt að láta bara hluta samfélagsins taka á sig kostnaðinn af margfalt hærri vaxtahækkunum sem fylgja íslensku krónunni. Þeir flokkar þurfa líka að svara því hvernig íslensk stjórnvöld geta hugsað sér að bjóða fólki og fyrirtækjum upp á gjaldmiðil sem sveiflast eins og íslenska veðrið með tilheyrandi óvissu, áhættu og kostnaði. Stór hluti fyrirtækja starfar ekki í krónuhagkerfinu heldur getur valið að gera upp í öðrum gjaldmiðli. Það er fullkomlega skiljanlegt að fyrirtækin vilji starfa í öruggara umhverfi, þar sem þau finna t.d. ekki fyrir innlendum vaxtahækkunum núna. Stóra réttlætis spurningin er hins vegar hvers vegna öðrum fyrirtækjum og almenningi bjóðast ekki sömu tækifæri. Þessi innbyggða samkeppnisskekkja veldur því að hluti atvinnulífsins starfar í hagstæðara lánaumhverfi en annar hluti er í hinu íslenska lánaumhverfi. Sársaukafullar vaxtahækkanir núna bitna þess vegna mjög misjafnlega á fólki og fyrirtækjum. Og það er á engan hátt birtingarmynd þess að samfélagið allt sé að taka á sig afleiðingar verðbólgunnar. Óbreytt staða hvað varðar gjaldmiðil þýðir áfram að tækifærin verða ekki jöfn. Að það er ekki jafnt gefið. Umræða um húsnæðislán, verðbólgu og vexti í leikkerfi íslensku krónunnar snýst um jöfn tækifæri og um réttlæti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun