Hálf milljón mótmælti stjórnvöldum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júní 2023 23:03 Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins og fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk fór fyrir mótmælendum. EPA Um hálf milljón Pólverja mótmæltu stjórnvöldum á götum úti í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk segir um að ræða fjölmennustu mótmælin í landinu frá falli kommúnismans. Hægrisinnaði flokkurinn Lög og réttur komst til valda í landinu árið 2015. Síðan þá hafa stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir andlýðræðislega stjórnarhætti. Meðal aðgerða ríkisstjórnar er að minnka óhæði dómstóla og fara í herferðir gegn hinsegin samfélagi landsins. „Við erum hér hálf milljón saman komin,“ sagði Donald Tusk, sem fór fremstur í flokki mótmælenda. „Pólland, Evrópa og heimurinn allur sér hversu sterk við erum og hve reiðubúin við erum til að berjast fyrir lýðræði og frelsi aftur, líkt og við gerðum fyrir þrjátíu, fjörtíu árum síðan,“ sagði Tusk við mannfjöldann í upphafi ræðu sinnar. Tusk, sem sat tvö kjörtímabil sem forsætisráðherra Póllands frá 2007 til 2014, hefur snúið aftur í landspólitíkina eftir fimm ára setu sem forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Hann er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, PO. Mótmælendur kröfðust breytinga. „Fyrir þrjátíu og fjórum árum vorum við saman komin og kröfðumst réttinda. Við verðum að endurheimta fyrri styrk og breyta reiðinni í styrk,“ sagði Lech Wałęsa borgarstjóri Varsjár. „Ég vil búa í frjálsu og lýðræðislegu evrópulandi, þar sem réttindi kvenna og minnihlutahópa eru virt og kirkjan stjórnar ekki öllu,“ sagði Kinga Sawicka. Kosningar fara fram í landinu næsta haust og mjótt er á munum milli Laga og réttar og PO. Samkvæmt könnunum getur hvorugur flokkur myndað hreinan meirihluta á þingi. Frétt Guardian um málið. Pólland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Hægrisinnaði flokkurinn Lög og réttur komst til valda í landinu árið 2015. Síðan þá hafa stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir andlýðræðislega stjórnarhætti. Meðal aðgerða ríkisstjórnar er að minnka óhæði dómstóla og fara í herferðir gegn hinsegin samfélagi landsins. „Við erum hér hálf milljón saman komin,“ sagði Donald Tusk, sem fór fremstur í flokki mótmælenda. „Pólland, Evrópa og heimurinn allur sér hversu sterk við erum og hve reiðubúin við erum til að berjast fyrir lýðræði og frelsi aftur, líkt og við gerðum fyrir þrjátíu, fjörtíu árum síðan,“ sagði Tusk við mannfjöldann í upphafi ræðu sinnar. Tusk, sem sat tvö kjörtímabil sem forsætisráðherra Póllands frá 2007 til 2014, hefur snúið aftur í landspólitíkina eftir fimm ára setu sem forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Hann er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, PO. Mótmælendur kröfðust breytinga. „Fyrir þrjátíu og fjórum árum vorum við saman komin og kröfðumst réttinda. Við verðum að endurheimta fyrri styrk og breyta reiðinni í styrk,“ sagði Lech Wałęsa borgarstjóri Varsjár. „Ég vil búa í frjálsu og lýðræðislegu evrópulandi, þar sem réttindi kvenna og minnihlutahópa eru virt og kirkjan stjórnar ekki öllu,“ sagði Kinga Sawicka. Kosningar fara fram í landinu næsta haust og mjótt er á munum milli Laga og réttar og PO. Samkvæmt könnunum getur hvorugur flokkur myndað hreinan meirihluta á þingi. Frétt Guardian um málið.
Pólland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira