Mikil hægrisveifla knýr fram þingkosningar á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. júní 2023 16:31 Lýðflokkurinn er með pálmann í höndunum eftir sveitarstjórnar- og héraðskosningar á Spáni í lok maí og heldur vígreifur út í kosningabaráttuna fyrir þingkosningarnar þ. 23. júlí. Frá vinstri: Marga Prohens, forseti Lýðflokksins á Balear-eyjum, þar sem flokkurinn batt enda á stjórnartíð sósíalista, Isabel Diaz Ayuso, forseti Madrid, þar sem flokkurinn hefur hreinan meirihluta og Alberto Núñez Feijóo, formaður Lýðflokksins. Carlos Lujan/Getty Images Allt stefnir í gríðarlega harða og snarpa kosningabaráttu fyrir þingkosningar á Spáni í næsta mánuði. Talsverðar líkur eru á að öfgahægriflokkurinn VOX komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Sósíalistar biðu afhroð í sveitarstjórnar- og héraðskosningum Sósíalistar biðu algert afhroð í sveitarstjórnar- og héraðskosningunum sem haldnar voru á Spáni um síðustu helgi. Að sama skapi unnu hægri flokkarnir tveir stórsigur. Svo stóran að þeir tala sjálfir um hægri flóðbylgju í landinu. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, beið ekki boðanna heldur boðaði strax til þingkosninga á mánudagsmorgni. Og þar með hófst kosningabarátta sem, miðað við fyrstu dagana, verður upp á líf og dauða. Talsverðar líkur á að öfgahægriflokkur komist í ríkisstjórn Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að vinstri stjórnin falli og að við taki ríkisstjórn hægri flokkanna. Annars vegar hins borgaralega Lýðflokks, Partido Popular og hins vegar VOX, sem er öfgahægriflokkur sem 30% Spánverja skilgreina sem fasistaflokk. Flokkurinn hefur boðað að komist hann til valda verði ýmis lög sem auka jafnrétti kynjanna, réttindi hinsegin fólk og heimili þungunarrof, afnumin. Lýðflokksmönnum þykir mörgum hverjum óþægileg tilhugsun að þurfa að leita eftir samstarfi þeirra við myndun meirihluta en það kann að verða nauðsynlegt fari kosningarnar eins og kannanir núna sýna. Þeir draga því lappirnar núna við myndun meirihluta í hinum ýmsu héruðum Spánar þar sem þessir flokkar þurfa að vinna saman, til að mynda hægri meirihluta og segja að ekkert liggi á. Hræðsluáróður á báða bóga Sánchez notfærir sér þessa grýlu í sínum málflutningi og varar þjóðina við því að kjósi hún yfir sig hægri flokkana sé hún um leið að kjósa yfir sig ríkisstjórn í anda Trump, Bolsonaro og annarra popúlista sem komist hafa til valda á síðustu árum. Hægri flokkarnir róa á önnur mið, segja að hér í landi sé efnahagurinn í rúst. Það sé Sánchez og sundruðum vinstri flokkum að kenna, sem ekki geti komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut. Fyrstu skoðanakannanir benda óneitanlega til þess að meirihluti Spánverja sé á sömu skoðun. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Sósíalistar biðu afhroð í sveitarstjórnar- og héraðskosningum Sósíalistar biðu algert afhroð í sveitarstjórnar- og héraðskosningunum sem haldnar voru á Spáni um síðustu helgi. Að sama skapi unnu hægri flokkarnir tveir stórsigur. Svo stóran að þeir tala sjálfir um hægri flóðbylgju í landinu. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, beið ekki boðanna heldur boðaði strax til þingkosninga á mánudagsmorgni. Og þar með hófst kosningabarátta sem, miðað við fyrstu dagana, verður upp á líf og dauða. Talsverðar líkur á að öfgahægriflokkur komist í ríkisstjórn Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að vinstri stjórnin falli og að við taki ríkisstjórn hægri flokkanna. Annars vegar hins borgaralega Lýðflokks, Partido Popular og hins vegar VOX, sem er öfgahægriflokkur sem 30% Spánverja skilgreina sem fasistaflokk. Flokkurinn hefur boðað að komist hann til valda verði ýmis lög sem auka jafnrétti kynjanna, réttindi hinsegin fólk og heimili þungunarrof, afnumin. Lýðflokksmönnum þykir mörgum hverjum óþægileg tilhugsun að þurfa að leita eftir samstarfi þeirra við myndun meirihluta en það kann að verða nauðsynlegt fari kosningarnar eins og kannanir núna sýna. Þeir draga því lappirnar núna við myndun meirihluta í hinum ýmsu héruðum Spánar þar sem þessir flokkar þurfa að vinna saman, til að mynda hægri meirihluta og segja að ekkert liggi á. Hræðsluáróður á báða bóga Sánchez notfærir sér þessa grýlu í sínum málflutningi og varar þjóðina við því að kjósi hún yfir sig hægri flokkana sé hún um leið að kjósa yfir sig ríkisstjórn í anda Trump, Bolsonaro og annarra popúlista sem komist hafa til valda á síðustu árum. Hægri flokkarnir róa á önnur mið, segja að hér í landi sé efnahagurinn í rúst. Það sé Sánchez og sundruðum vinstri flokkum að kenna, sem ekki geti komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut. Fyrstu skoðanakannanir benda óneitanlega til þess að meirihluti Spánverja sé á sömu skoðun.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira