Suhanshu Sarangi, forstjóri slökkviliðs Odisha sagði, samkvæmt BBC, að um 290 manns hafi þegar látist vegna slyssins.
Slysið varð um sjöleytið á staðartíma þegar farþegalest fór út af sporinu og önnur lest ók á brak hennar. Yfir tvöhundruð sjúkrabílar og hundruð lækna komu á slysstað.
Nandera Modi, forsætisráðherra Indlands, heimsótti í dag slysstaðinn. Hann hyggst heimsækja þá sem slösuðust í slysinu á spítalann.
Prime Minister Narendra Modi arrives at the site of #BalasoreTrainAccident to take stock of the situation. pic.twitter.com/r0SnZzUPHb
— TOI Bhubaneswar (@TOIBhubaneswar) June 3, 2023
Myndskeið hefur náðst á dróna þar sem sést yfir slysstaðinn.
Drone shot video of the Balasore Bahanaga Accident Site #TrainMishap #Train #BalasoreTrainAccident #Odisha pic.twitter.com/nwmoPEQKcX
— Jammu Updates (@JammuUpdates) June 3, 2023
Slysið er sagt það þriðja mannskæðasta í sögu indverskra lestarslysa. Í júní 1981 létu nær 800 manns lífið þegar of fjölmenn lest féll í á. Í ágúst 1995 létust að minnsta kosti 350 manns þegar tvær lestar rákust saman tvöhundruð kílómetrum utan Delhi.