Í kvissi vikunnar beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima en sömuleiðis erlendis. Íslensk sjónvarpskona leikur í bandarískri stórmynd, hulunni var svipt af söngvara Þjóðhátíðarlagsins og hvað er það sem stuðlar ekki síður að sambandsslitum en framhjáhald að sögn parasérfræðings?
Spreyttu þig á kvissinu. Sem fyrr er montrétturinn í verðlaun en hann getur verið dýrmætur í vinahópum þar sem samkeppni ríkir.