„Stefna hátt og spila skemmtilegan körfubolta“ Atli Arason skrifar 3. júní 2023 00:32 Pétur Ingvarsson. vísir/skjáskot/s2 Pétur Ingvarsson, nýráðin þjálfari Keflavíkur, segir að markmið liðsins í vetur verður að spila skemmtilegan körfubolta ásamt því að berjast um alla þá titla sem í boði eru. „Ég væri ekki að ráða mig í þetta nema ég hefði trú á sjálfum mér og liðinu. Ég bý í Hafnarfirði og ég væri ekkert að keyra til Keflavíkur til að þjálfa lið sem hefur ekki áhuga á því að stefna hátt og spila skemmtilegan körfubolta. Þá gæti ég alveg eins gert það annars staðar,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við Vísi. „Flestir sem fylgjast með körfubolta vita hver markmið Keflavík eru þannig séð. Ég þarf svo sem ekkert að segja neinum það. Það vita allir að Keflavík setur markið hátt. Mitt markmið er að búa til lið sem getur barist um alla titla, það er það sem ég er að stefna að.“ Pétur var ráðinn til starfa hjá Keflavík í gærkvöldi en er strax kominn á yfirsnúning. „Það eru varla komnir 24 tímar síðan ég skrifaði undir og það er strax nóg að gera. Við erum nánast með enga samningsbundna leikmenn svo það er í nógu að snúast,“ sagði Pétur, sem á verk fyrir höndum í leikmannamálum á næstu dögum en aðeins Halldór Garðar Hermannsson og Arnór Sveinsson eru samningsbundnir Keflavík eins og er. „Liðið er frekar autt eins og er, það gefur mér möguleika til að búa til mitt lið,“ sagði Pétur og bætti við. „Að sjálfsögðu erum við að reyna að fá einhverja leikmenn í hópinn en ef menn ætla að spila hraðan sóknarleik og góðan varnarleik þá getum við ekki bara sett hvern sem er á samning.“ Stuttur aðdragandi Pétur var ekki fyrsta val Keflavíkur en var ekki lengi að svara þegar kallið kom. Pétur Ingvarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, handsala samninginn.Keflavík „Aðdragandinn af þessu starfi var eitthvað í kringum 48 tíma áður en ég ritaði undir. Þeir voru búnir að reyna að fá Finn [Frey Stefánsson, þjálfara Vals] lengi en svo þegar það gekk ekki upp þá leitaði Keflavík eitthvað annað og heyrðu í mér,“ svaraði Pétur aðspurður út í aðdragandann. Tenging leikstíls Péturs við Keflavíkurliðið er augljós að hans mati. „Það er þessi tenging, hraðinn hjá mér og hraðlestinn og eitthvað svona. Keflavík spilaði hraðan körfubolta í gamla daga og Breiðablik hefur spilað hraðan körfubolta síðustu ár, þannig þetta lág beinast við,“ sagði Pétur. Í fréttatilkynningu Keflvíkinga við ráðningu Péturs var einmitt ritað að verkefnið við að endurvekja Keflavíkurhraðlestina væri formlega hafið. Keflavíkurhraðlestin Aðspurður út í það hvað Pétur ætlaði að gera til að virkja Keflavíkurhraðlestina þá lág hann ekki á svörum. „Leikmenn þurfa að hlusta á mig og spila af krafti í 40 mínútur. Miðað við hvað ég hef verið að láta Breiðablik gera síðustu ár, þá var það lið kannski miklu líkara Keflavíkur hraðlestinni eins og hún var á árum frekar en Keflavík síðustu ár. Það þarf bara að breyta ákveðnum áherslum í æfingum og í leikjum,“ svaraði Pétur, sem ætlar að koma með ýmsar nýjar og ferskar áherslur í leik liðsins. „Við þurfum að vera fljótari í aðgerðir og fljótari í kerfi og inn í eitthvað sem getur gefið þér eitthvað, ásamt árásaragjarni vörn. Ýmsar aðgerðir sem tryggir manni hraðari leik,“ sagði hann. Pingvars boltinn Leikstíll Péturs, stundum kenndur við Pingvars bolta, hraður sóknarleikur og lítill varnarleikur mun taka einhverjum breytingum frá því sem sást hjá Breiðablik. „Vonandi náum við að gera sóknarleikinn eins vel ásamt því að bæta varnarleikinn töluvert frá því sem var þá.“ „Ég er búinn að þjálfa körfubolta í 27 ár og það er ekki eins og ég sé að reyna að láta menn spila enga vörn, ekkert frekar en að lið sem skorar fá stig sé að reyna að spila enga sókn. Menn þurfa bara að reyna sitt besta miðað við þann efnivið sem menn hafa á hverjum tíma. Þetta lág vel við hjá Breiðablik á sínum tíma, ef við ætluðum að ná einhverjum árangri þar, þá urðum við að gera eitthvað öðruvísi en allir aðrir,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur að lokum. Í fyrramálið mun seinni hluti viðtalsins birtast þar sem Pétur fer meðal annars ítarlega yfir leikmannamál hjá Keflavík . Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Pétur kveður Blika og tekur við Keflavík Pétur Ingvarsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari Keflavíkur og mun því stýra liðinu í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. 1. júní 2023 19:10 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Sjá meira
„Ég væri ekki að ráða mig í þetta nema ég hefði trú á sjálfum mér og liðinu. Ég bý í Hafnarfirði og ég væri ekkert að keyra til Keflavíkur til að þjálfa lið sem hefur ekki áhuga á því að stefna hátt og spila skemmtilegan körfubolta. Þá gæti ég alveg eins gert það annars staðar,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við Vísi. „Flestir sem fylgjast með körfubolta vita hver markmið Keflavík eru þannig séð. Ég þarf svo sem ekkert að segja neinum það. Það vita allir að Keflavík setur markið hátt. Mitt markmið er að búa til lið sem getur barist um alla titla, það er það sem ég er að stefna að.“ Pétur var ráðinn til starfa hjá Keflavík í gærkvöldi en er strax kominn á yfirsnúning. „Það eru varla komnir 24 tímar síðan ég skrifaði undir og það er strax nóg að gera. Við erum nánast með enga samningsbundna leikmenn svo það er í nógu að snúast,“ sagði Pétur, sem á verk fyrir höndum í leikmannamálum á næstu dögum en aðeins Halldór Garðar Hermannsson og Arnór Sveinsson eru samningsbundnir Keflavík eins og er. „Liðið er frekar autt eins og er, það gefur mér möguleika til að búa til mitt lið,“ sagði Pétur og bætti við. „Að sjálfsögðu erum við að reyna að fá einhverja leikmenn í hópinn en ef menn ætla að spila hraðan sóknarleik og góðan varnarleik þá getum við ekki bara sett hvern sem er á samning.“ Stuttur aðdragandi Pétur var ekki fyrsta val Keflavíkur en var ekki lengi að svara þegar kallið kom. Pétur Ingvarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, handsala samninginn.Keflavík „Aðdragandinn af þessu starfi var eitthvað í kringum 48 tíma áður en ég ritaði undir. Þeir voru búnir að reyna að fá Finn [Frey Stefánsson, þjálfara Vals] lengi en svo þegar það gekk ekki upp þá leitaði Keflavík eitthvað annað og heyrðu í mér,“ svaraði Pétur aðspurður út í aðdragandann. Tenging leikstíls Péturs við Keflavíkurliðið er augljós að hans mati. „Það er þessi tenging, hraðinn hjá mér og hraðlestinn og eitthvað svona. Keflavík spilaði hraðan körfubolta í gamla daga og Breiðablik hefur spilað hraðan körfubolta síðustu ár, þannig þetta lág beinast við,“ sagði Pétur. Í fréttatilkynningu Keflvíkinga við ráðningu Péturs var einmitt ritað að verkefnið við að endurvekja Keflavíkurhraðlestina væri formlega hafið. Keflavíkurhraðlestin Aðspurður út í það hvað Pétur ætlaði að gera til að virkja Keflavíkurhraðlestina þá lág hann ekki á svörum. „Leikmenn þurfa að hlusta á mig og spila af krafti í 40 mínútur. Miðað við hvað ég hef verið að láta Breiðablik gera síðustu ár, þá var það lið kannski miklu líkara Keflavíkur hraðlestinni eins og hún var á árum frekar en Keflavík síðustu ár. Það þarf bara að breyta ákveðnum áherslum í æfingum og í leikjum,“ svaraði Pétur, sem ætlar að koma með ýmsar nýjar og ferskar áherslur í leik liðsins. „Við þurfum að vera fljótari í aðgerðir og fljótari í kerfi og inn í eitthvað sem getur gefið þér eitthvað, ásamt árásaragjarni vörn. Ýmsar aðgerðir sem tryggir manni hraðari leik,“ sagði hann. Pingvars boltinn Leikstíll Péturs, stundum kenndur við Pingvars bolta, hraður sóknarleikur og lítill varnarleikur mun taka einhverjum breytingum frá því sem sást hjá Breiðablik. „Vonandi náum við að gera sóknarleikinn eins vel ásamt því að bæta varnarleikinn töluvert frá því sem var þá.“ „Ég er búinn að þjálfa körfubolta í 27 ár og það er ekki eins og ég sé að reyna að láta menn spila enga vörn, ekkert frekar en að lið sem skorar fá stig sé að reyna að spila enga sókn. Menn þurfa bara að reyna sitt besta miðað við þann efnivið sem menn hafa á hverjum tíma. Þetta lág vel við hjá Breiðablik á sínum tíma, ef við ætluðum að ná einhverjum árangri þar, þá urðum við að gera eitthvað öðruvísi en allir aðrir,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur að lokum. Í fyrramálið mun seinni hluti viðtalsins birtast þar sem Pétur fer meðal annars ítarlega yfir leikmannamál hjá Keflavík .
Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Pétur kveður Blika og tekur við Keflavík Pétur Ingvarsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari Keflavíkur og mun því stýra liðinu í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. 1. júní 2023 19:10 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Sjá meira
Pétur kveður Blika og tekur við Keflavík Pétur Ingvarsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari Keflavíkur og mun því stýra liðinu í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. 1. júní 2023 19:10