Hafa þau grænan grun? Hildur Björnsdóttir skrifar 3. júní 2023 07:32 Þéttbýlismyndun hefur vaxið á undanliðnum áratugum. Afgerandi meirihluti Evrópubúa er nú búsettur í borgum. Búsetu í þéttu borgarumhverfi fylgja fjölmargir kostir, en búsetan takmarkar gjarnan beinan aðgang að óspilltri náttúru. Hún veldur áreiti með aukinni hljóð- og loftmengun. Það er því hverjum þéttbýlingi nauðsynlegt að eiga greiðan aðgang að grænum svæðum. Þannig má stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu en ekki síður bættum loftgæðum. Þetta hefur alþjóðaheilbrigðisstofnun staðfest. OECD kynnti nýverið úttekt á húsnæðismarkaðnum hérlendis. Leiddi niðurstaðan í ljós að aðgangur að grænum svæðum í þéttbýli væri minnstur hérlendis í samanburði allra OECD ríkja. Einungis um 3,5% þéttbýlissvæða hérlendis væru skilgreind sem græn svæði, til samanburðar við 17% OECD meðaltal. Hér er ástæða til að staldra við. Með hliðsjón af framanritaðri úttekt, mannfjöldaspám og sífellt þéttari byggð verður hlutverk grænna svæða í borgarlandinu enn veigameira. Borgaryfirvöld hafa þó varla um það grænan grun. Réttmætar áhyggjur hafa vaknað á síðastliðnum árum þegar meirihluti borgarstjórnar hefur kynnt áform um atvinnuuppbyggingu í Elliðaárdal, húsnæðisuppbyggingu í Laugardal og landfyllingu í Skerjafirði, svo eitthvað sé nefnt. Sífellt er vegið að aðgengi fólks að ósnortinni náttúru og grænum útivistarsvæðum innan borgarmarkanna. Fjölmargar erlendar borgir hafa staðið frammi fyrir sama freistnivanda – að hefja húsnæðisuppbyggingu á opnum grænum svæðum. Um tíma voru uppi hugmyndir um uppbyggingu húsnæðis í Central Park, sem flestum þykja fásinna í dag. Til allrar hamingju hlutu þær ekki brautargengi. Það er nefnilega hættulegt að stíga fyrsta skrefið. Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja varðstöðu um græn svæði borgarinnar. Við höfum lagst alfarið gegn hvers kyns húsnæðisuppbyggingu á grænum svæðum og talið rétt að uppbygging svæðanna snúi eingöngu að bættri aðstöðu til útivistar og afþreyingar. Við verðum að gæta þess að skammsýni valdi ekki óafturkræfu tjóni á takmörkuðum grænum gæðum borgarinnar. Það er lífsgæðamál – fyrir okkur öll. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Þéttbýlismyndun hefur vaxið á undanliðnum áratugum. Afgerandi meirihluti Evrópubúa er nú búsettur í borgum. Búsetu í þéttu borgarumhverfi fylgja fjölmargir kostir, en búsetan takmarkar gjarnan beinan aðgang að óspilltri náttúru. Hún veldur áreiti með aukinni hljóð- og loftmengun. Það er því hverjum þéttbýlingi nauðsynlegt að eiga greiðan aðgang að grænum svæðum. Þannig má stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu en ekki síður bættum loftgæðum. Þetta hefur alþjóðaheilbrigðisstofnun staðfest. OECD kynnti nýverið úttekt á húsnæðismarkaðnum hérlendis. Leiddi niðurstaðan í ljós að aðgangur að grænum svæðum í þéttbýli væri minnstur hérlendis í samanburði allra OECD ríkja. Einungis um 3,5% þéttbýlissvæða hérlendis væru skilgreind sem græn svæði, til samanburðar við 17% OECD meðaltal. Hér er ástæða til að staldra við. Með hliðsjón af framanritaðri úttekt, mannfjöldaspám og sífellt þéttari byggð verður hlutverk grænna svæða í borgarlandinu enn veigameira. Borgaryfirvöld hafa þó varla um það grænan grun. Réttmætar áhyggjur hafa vaknað á síðastliðnum árum þegar meirihluti borgarstjórnar hefur kynnt áform um atvinnuuppbyggingu í Elliðaárdal, húsnæðisuppbyggingu í Laugardal og landfyllingu í Skerjafirði, svo eitthvað sé nefnt. Sífellt er vegið að aðgengi fólks að ósnortinni náttúru og grænum útivistarsvæðum innan borgarmarkanna. Fjölmargar erlendar borgir hafa staðið frammi fyrir sama freistnivanda – að hefja húsnæðisuppbyggingu á opnum grænum svæðum. Um tíma voru uppi hugmyndir um uppbyggingu húsnæðis í Central Park, sem flestum þykja fásinna í dag. Til allrar hamingju hlutu þær ekki brautargengi. Það er nefnilega hættulegt að stíga fyrsta skrefið. Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja varðstöðu um græn svæði borgarinnar. Við höfum lagst alfarið gegn hvers kyns húsnæðisuppbyggingu á grænum svæðum og talið rétt að uppbygging svæðanna snúi eingöngu að bættri aðstöðu til útivistar og afþreyingar. Við verðum að gæta þess að skammsýni valdi ekki óafturkræfu tjóni á takmörkuðum grænum gæðum borgarinnar. Það er lífsgæðamál – fyrir okkur öll. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun