Um er að ræða hefð til að vígja inn Nýfundlendinga.skjáskot
Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, luku fjögurra daga ríkisheimsókn til Kanada í gær. Meðal verkefna ferðarinnar var að kyssa dauðan fisk sem er hefð til að vígja inn Nýfundnalendinga.
Í ferðinni komu þau víða við, samkvæmt því sem segir á vefsíðu forsetaembættisins. Meðal áfangastaða voru St. Johns höfuðborg Nýfundnalands, Labrador, Ottawa og Halifax.
Með í för var sendinefnd skipuð Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Pétri Þ. Óskarssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu, Jóni Sigfússyni, stjórnarformanni Planet Youth, og Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, auk Hlyns Guðjónssonar sendiherra í Kanada.
Að kvöldi fyrsta dags buðu landstjórahjón Kanada til hátíðarkvöldverðar í Rideau Hall til heiðurs forsetahjónum. Kvöldverðinn sótti einnig Justin Trudeau forsætisráðherra og eiginkona hans Sophie Trudeau, auk fjölda gesta sem vinna að tengslum Íslands og Kanada bæði í atvinnu- og menningarlífi.forseti.isFrá fundi forseta með Arthur J. LeBlanc fylkisstjóra og konu hans, Patsy LeBlanc. forseti.isForsetahjónin. Eliza er fædd í Ottawa í Kanada.forseti.isFallegt í Nýfundnalandi.forseti.is