Sonur minn er þörungasérfræðingur Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. maí 2023 15:00 „Alright,” sagði strákurinn minn um daginn. Hann er tveggja ára og er að læra að tala. Ég sem hef alltaf lagt mig fram um að kenna honum íslenskt mál, les fyrir hann íslenskar bækur og hvet hann til þess að umgangast afa sinn sem er magister í bókmenntafræði. En hann er lítill svampur, sjálfstæður þátttakandi í samfélaginu og hann lærir frá fleirum en mér. Sem betur fer. Á meðan sonur minn er á leikskólanum vinn ég sem viðskiptastjóri hjá Samtökum iðnaðarins þar sem ég starfa fyrst og fremst með fyrirtækjum í hugverkaiðnaði. Þetta er iðnaður sem byggir vörur sínar og þjónustu á tækni og nýsköpun sem grundvallast á rannsóknum og þróun. Þetta er því sá iðnaður sem er í fararbroddi tækniþróunar og samfélagslegra umbreytinga. Það er stórkostlegt að fylgjast með fyrirtækjum verða til og vaxa sem óhugsandi var að gera sér í hugarlund að yrðu til fyrir nokkrum árum eða áratugum. En þetta þýðir jafnframt að nú er þörf fyrir öðruvísi sérfræðinga en áður. Samtök iðnaðarins gerðu könnun á meðal félagsmanna sinna á síðasta ári sem leiddi í ljós að mörg þúsund manns þarf til starfa í hugverkaiðnaði á næstu fimm árum ef vaxtaáætlanir fyrirtækjanna eiga að ná fram að ganga. En það sem meira er, könnunin leiddi í ljós að við þurfum vel menntaða sérfræðinga með þverfaglega og djúpa tækniþekkingu í hinum ýmsu greinum. Svör fyrirtækjanna við spurningunni hvers konar sérfræðiþekkingu vantar voru svo fjölbreytt að engin leið var að taka þau saman í einfalda flokkun, forritari sem er fær um að vinna í tæknilistapípu, þörungasérfræðingur, viðmótshönnuður, verkfræðingar með reynslu af gæðastjórnun í lyfjaiðnaði, kvikarar og svo mætti áfram telja. Þetta eru spennandi, skapandi og vel launuð störf sem bjóða upp á fjölbreytt tækifæri í mörgum af mest spennandi fyrirtækjum á Íslandi. Nú stendur yfir innritun í háskóla landsins og er ýmislegt spennandi háskólanám í boði. Ég hélt áður fyrr að nám og starfsframi væri línulaga, ég færi í ákveðið nám sem skilaði mér inn í ákveðið starf, en svo er ekki. Í heimi hugverkaiðnaðar er þekking gulls ígildi og það sem skiptir mestu er að geta unnið þverfaglega, að skilja tæknina, geta viðhaft gagnrýna hugsun og kunna að læra og vera forvitin. Sérhæfð þekking er grundvallaratriði og hana er að fá í háskólanámi. Samfélagið heldur áfram að þróast og ég sem foreldri get ekki vitað hvaða starfi strákurinn minn mun sinna í framtíðinni. Ég get ekki einu sinni stýrt því hvort að hann starfi á ensku eða á okkar ylhýra. En ég ætla að hvetja hann til þess að vera forvitinn, beita gagnrýninni hugsun, sækja sér þekkingu og fróðleik, skrá sig í nám. Ég ætla að gera mitt besta til að óttast ekki tæknina og harma ekki enskuslettur. Ég geri ráð fyrir því að leiðin hans verði ekki línuleg – en hin öra tækniframþróun samfélagsins er það ekki heldur. Það eina sem við getum gert er að halda áfram að læra og skapa þannig tækifæri sem hefðu annars ekki orðið til. Höfundur er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Stafræn þróun Skóla - og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
„Alright,” sagði strákurinn minn um daginn. Hann er tveggja ára og er að læra að tala. Ég sem hef alltaf lagt mig fram um að kenna honum íslenskt mál, les fyrir hann íslenskar bækur og hvet hann til þess að umgangast afa sinn sem er magister í bókmenntafræði. En hann er lítill svampur, sjálfstæður þátttakandi í samfélaginu og hann lærir frá fleirum en mér. Sem betur fer. Á meðan sonur minn er á leikskólanum vinn ég sem viðskiptastjóri hjá Samtökum iðnaðarins þar sem ég starfa fyrst og fremst með fyrirtækjum í hugverkaiðnaði. Þetta er iðnaður sem byggir vörur sínar og þjónustu á tækni og nýsköpun sem grundvallast á rannsóknum og þróun. Þetta er því sá iðnaður sem er í fararbroddi tækniþróunar og samfélagslegra umbreytinga. Það er stórkostlegt að fylgjast með fyrirtækjum verða til og vaxa sem óhugsandi var að gera sér í hugarlund að yrðu til fyrir nokkrum árum eða áratugum. En þetta þýðir jafnframt að nú er þörf fyrir öðruvísi sérfræðinga en áður. Samtök iðnaðarins gerðu könnun á meðal félagsmanna sinna á síðasta ári sem leiddi í ljós að mörg þúsund manns þarf til starfa í hugverkaiðnaði á næstu fimm árum ef vaxtaáætlanir fyrirtækjanna eiga að ná fram að ganga. En það sem meira er, könnunin leiddi í ljós að við þurfum vel menntaða sérfræðinga með þverfaglega og djúpa tækniþekkingu í hinum ýmsu greinum. Svör fyrirtækjanna við spurningunni hvers konar sérfræðiþekkingu vantar voru svo fjölbreytt að engin leið var að taka þau saman í einfalda flokkun, forritari sem er fær um að vinna í tæknilistapípu, þörungasérfræðingur, viðmótshönnuður, verkfræðingar með reynslu af gæðastjórnun í lyfjaiðnaði, kvikarar og svo mætti áfram telja. Þetta eru spennandi, skapandi og vel launuð störf sem bjóða upp á fjölbreytt tækifæri í mörgum af mest spennandi fyrirtækjum á Íslandi. Nú stendur yfir innritun í háskóla landsins og er ýmislegt spennandi háskólanám í boði. Ég hélt áður fyrr að nám og starfsframi væri línulaga, ég færi í ákveðið nám sem skilaði mér inn í ákveðið starf, en svo er ekki. Í heimi hugverkaiðnaðar er þekking gulls ígildi og það sem skiptir mestu er að geta unnið þverfaglega, að skilja tæknina, geta viðhaft gagnrýna hugsun og kunna að læra og vera forvitin. Sérhæfð þekking er grundvallaratriði og hana er að fá í háskólanámi. Samfélagið heldur áfram að þróast og ég sem foreldri get ekki vitað hvaða starfi strákurinn minn mun sinna í framtíðinni. Ég get ekki einu sinni stýrt því hvort að hann starfi á ensku eða á okkar ylhýra. En ég ætla að hvetja hann til þess að vera forvitinn, beita gagnrýninni hugsun, sækja sér þekkingu og fróðleik, skrá sig í nám. Ég ætla að gera mitt besta til að óttast ekki tæknina og harma ekki enskuslettur. Ég geri ráð fyrir því að leiðin hans verði ekki línuleg – en hin öra tækniframþróun samfélagsins er það ekki heldur. Það eina sem við getum gert er að halda áfram að læra og skapa þannig tækifæri sem hefðu annars ekki orðið til. Höfundur er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun