Sonur minn er þörungasérfræðingur Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. maí 2023 15:00 „Alright,” sagði strákurinn minn um daginn. Hann er tveggja ára og er að læra að tala. Ég sem hef alltaf lagt mig fram um að kenna honum íslenskt mál, les fyrir hann íslenskar bækur og hvet hann til þess að umgangast afa sinn sem er magister í bókmenntafræði. En hann er lítill svampur, sjálfstæður þátttakandi í samfélaginu og hann lærir frá fleirum en mér. Sem betur fer. Á meðan sonur minn er á leikskólanum vinn ég sem viðskiptastjóri hjá Samtökum iðnaðarins þar sem ég starfa fyrst og fremst með fyrirtækjum í hugverkaiðnaði. Þetta er iðnaður sem byggir vörur sínar og þjónustu á tækni og nýsköpun sem grundvallast á rannsóknum og þróun. Þetta er því sá iðnaður sem er í fararbroddi tækniþróunar og samfélagslegra umbreytinga. Það er stórkostlegt að fylgjast með fyrirtækjum verða til og vaxa sem óhugsandi var að gera sér í hugarlund að yrðu til fyrir nokkrum árum eða áratugum. En þetta þýðir jafnframt að nú er þörf fyrir öðruvísi sérfræðinga en áður. Samtök iðnaðarins gerðu könnun á meðal félagsmanna sinna á síðasta ári sem leiddi í ljós að mörg þúsund manns þarf til starfa í hugverkaiðnaði á næstu fimm árum ef vaxtaáætlanir fyrirtækjanna eiga að ná fram að ganga. En það sem meira er, könnunin leiddi í ljós að við þurfum vel menntaða sérfræðinga með þverfaglega og djúpa tækniþekkingu í hinum ýmsu greinum. Svör fyrirtækjanna við spurningunni hvers konar sérfræðiþekkingu vantar voru svo fjölbreytt að engin leið var að taka þau saman í einfalda flokkun, forritari sem er fær um að vinna í tæknilistapípu, þörungasérfræðingur, viðmótshönnuður, verkfræðingar með reynslu af gæðastjórnun í lyfjaiðnaði, kvikarar og svo mætti áfram telja. Þetta eru spennandi, skapandi og vel launuð störf sem bjóða upp á fjölbreytt tækifæri í mörgum af mest spennandi fyrirtækjum á Íslandi. Nú stendur yfir innritun í háskóla landsins og er ýmislegt spennandi háskólanám í boði. Ég hélt áður fyrr að nám og starfsframi væri línulaga, ég færi í ákveðið nám sem skilaði mér inn í ákveðið starf, en svo er ekki. Í heimi hugverkaiðnaðar er þekking gulls ígildi og það sem skiptir mestu er að geta unnið þverfaglega, að skilja tæknina, geta viðhaft gagnrýna hugsun og kunna að læra og vera forvitin. Sérhæfð þekking er grundvallaratriði og hana er að fá í háskólanámi. Samfélagið heldur áfram að þróast og ég sem foreldri get ekki vitað hvaða starfi strákurinn minn mun sinna í framtíðinni. Ég get ekki einu sinni stýrt því hvort að hann starfi á ensku eða á okkar ylhýra. En ég ætla að hvetja hann til þess að vera forvitinn, beita gagnrýninni hugsun, sækja sér þekkingu og fróðleik, skrá sig í nám. Ég ætla að gera mitt besta til að óttast ekki tæknina og harma ekki enskuslettur. Ég geri ráð fyrir því að leiðin hans verði ekki línuleg – en hin öra tækniframþróun samfélagsins er það ekki heldur. Það eina sem við getum gert er að halda áfram að læra og skapa þannig tækifæri sem hefðu annars ekki orðið til. Höfundur er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Stafræn þróun Skóla - og menntamál Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
„Alright,” sagði strákurinn minn um daginn. Hann er tveggja ára og er að læra að tala. Ég sem hef alltaf lagt mig fram um að kenna honum íslenskt mál, les fyrir hann íslenskar bækur og hvet hann til þess að umgangast afa sinn sem er magister í bókmenntafræði. En hann er lítill svampur, sjálfstæður þátttakandi í samfélaginu og hann lærir frá fleirum en mér. Sem betur fer. Á meðan sonur minn er á leikskólanum vinn ég sem viðskiptastjóri hjá Samtökum iðnaðarins þar sem ég starfa fyrst og fremst með fyrirtækjum í hugverkaiðnaði. Þetta er iðnaður sem byggir vörur sínar og þjónustu á tækni og nýsköpun sem grundvallast á rannsóknum og þróun. Þetta er því sá iðnaður sem er í fararbroddi tækniþróunar og samfélagslegra umbreytinga. Það er stórkostlegt að fylgjast með fyrirtækjum verða til og vaxa sem óhugsandi var að gera sér í hugarlund að yrðu til fyrir nokkrum árum eða áratugum. En þetta þýðir jafnframt að nú er þörf fyrir öðruvísi sérfræðinga en áður. Samtök iðnaðarins gerðu könnun á meðal félagsmanna sinna á síðasta ári sem leiddi í ljós að mörg þúsund manns þarf til starfa í hugverkaiðnaði á næstu fimm árum ef vaxtaáætlanir fyrirtækjanna eiga að ná fram að ganga. En það sem meira er, könnunin leiddi í ljós að við þurfum vel menntaða sérfræðinga með þverfaglega og djúpa tækniþekkingu í hinum ýmsu greinum. Svör fyrirtækjanna við spurningunni hvers konar sérfræðiþekkingu vantar voru svo fjölbreytt að engin leið var að taka þau saman í einfalda flokkun, forritari sem er fær um að vinna í tæknilistapípu, þörungasérfræðingur, viðmótshönnuður, verkfræðingar með reynslu af gæðastjórnun í lyfjaiðnaði, kvikarar og svo mætti áfram telja. Þetta eru spennandi, skapandi og vel launuð störf sem bjóða upp á fjölbreytt tækifæri í mörgum af mest spennandi fyrirtækjum á Íslandi. Nú stendur yfir innritun í háskóla landsins og er ýmislegt spennandi háskólanám í boði. Ég hélt áður fyrr að nám og starfsframi væri línulaga, ég færi í ákveðið nám sem skilaði mér inn í ákveðið starf, en svo er ekki. Í heimi hugverkaiðnaðar er þekking gulls ígildi og það sem skiptir mestu er að geta unnið þverfaglega, að skilja tæknina, geta viðhaft gagnrýna hugsun og kunna að læra og vera forvitin. Sérhæfð þekking er grundvallaratriði og hana er að fá í háskólanámi. Samfélagið heldur áfram að þróast og ég sem foreldri get ekki vitað hvaða starfi strákurinn minn mun sinna í framtíðinni. Ég get ekki einu sinni stýrt því hvort að hann starfi á ensku eða á okkar ylhýra. En ég ætla að hvetja hann til þess að vera forvitinn, beita gagnrýninni hugsun, sækja sér þekkingu og fróðleik, skrá sig í nám. Ég ætla að gera mitt besta til að óttast ekki tæknina og harma ekki enskuslettur. Ég geri ráð fyrir því að leiðin hans verði ekki línuleg – en hin öra tækniframþróun samfélagsins er það ekki heldur. Það eina sem við getum gert er að halda áfram að læra og skapa þannig tækifæri sem hefðu annars ekki orðið til. Höfundur er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun