Mikill munur á hækkun fasteignamats milli hverfa Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. maí 2023 17:01 Hækkunin í fjölbýli er minnst 6,6 prósent en mest 24,8 prósent. Vísir/Vilhelm Staðahverfi í Grafarvogi er það hverfi í Reykjavík sem fasteignamat fjölbýlisíbúða hækkar mest í samkvæmt nýju fasteignamati Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Sérbýlið hækkar mest í Vesturbænum, vestan Bræðraborgarstígs. Hækkun fasteignamats er mjög misjöfn eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hvort um sé að ræða fjölbýli eða sérbýli. Hægt er að sjá hækkunina og fermetraverðið í einstaka hverfum á kortasjá Fasteignaskrár. Í Staðahverfinu hækkar fasteignamat fjölbýliseigna um 22,7 prósent á milli ára. Aðeins tvö önnur hverfi Reykjavíkur eru með yfir 20 prósenta hækkun. Það eru Skerjafjörðurinn og Verkamannabústaðahverfið í Vesturbænum. Einnig eru nokkuð miklar hækkanir í norðurhluta Vesturbæjar, suðurhluta Þingholta, kringum Hagatorg, í Ártúnsholti og á Kjalarnesi. Allt nærri 20 prósentum. Lang minnsta hækkunin er á Valsreitnum, aðeins 6,6 prósent. Aðeins í þremur öðrum hverfum er hækkunin undir tíu prósentum. Það er Miðbænum frá Tjörn að Snorrabraut, Holtahverfi og Vogabyggð. Suður Hlíðarnar dýrastar Áberandi hæsta fermetraverð fjölbýlis er í Suður Hlíðunum, það er 912 þúsund krónur. Verðið á Valsreitnum er næst hæst, 876 þúsund, en þar á eftir kemur Miðbærinn frá Tjörn að Snorrabraut. Kjalarnesið er lang ódýrasta hverfið í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Kjalarnesið hefur lang lægsta fermetraverðið í Reykjavík, 410 þúsund. Tvö hverfi í þéttbýli eru undir 600 þúsundum, það eru Fella og Bakkahverfin í Breiðholti. Rándýrt einbýli í Vogabyggð Vogabyggð hefur hæsta fermetraverðið í sérbýli, 1.156 þúsund krónur. Ekkert annað hverfi kemst nálægt þessari tölu. En í öðru sæti eru Ægissíða og Hagahverfi í Vesturbænum með 784 þúsund króna fermetraverð. Mesta hækkun á Eiðistorgi Hækkanirnar í Kópavogi eru nokkuð jafnar eftir hverfum, á bilinu 8,6 til 12,2 prósent fyrir fjölbýliseignir. Hæsta fermetraverð Kópavogs er í Vesturbænum, 751 þúsund krónur, en það lægsta í Kórahverfinu, 665 þúsund. Fjölbýli á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi hefur hækkað mest á öllu höfuðborgarsvæðinu, um 24,8 prósent. Hæsta fermetraverðið er hins vegar í hverfinu Tjarnir og Grandi, 770 þúsund krónur. Sjáland og Vellir dýrir Í Garðabæ hefur fasteignamat fjölbýlisíbúða í Urriðaholti hækkað mest á milli ára, um 16,9 prósent. Fermetraverð er nokkuð jafnt eftir hverfum í Garðabæ en það hæsta er í Sjálandshverfinu, 768 þúsund krónur. Fermetraverðið á Álftanesi er 665 þúsund. Sérbýli er áberandi dýrast í Vogabyggð. Þar er fermetraverðið meira en hundrað þúsund krónur.Egill Aðalsteinsson 23,8 prósent hækkun er á fjölbýliseignum í sunnan byggðar í Hafnarfirði. Flest húsnæði þar er þó atvinnuhúsnæði og meðalfermetraverð fjölbýlis aðeins 50 þúsund krónur samkvæmt HMS. Dýrasta fermetraverðið í Hafnarfirði, 691 þúsund krónur, er á Völlunum. Í Mosfellsbæ er hæsta fermetraverð fjölbýlis í Miðbænum, 717 þúsund krónur. Hækkunin er nokkuð jöfn eftir hverfum, á bilinu 10 til 15,5 prósent. Efnahagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Mun minni hækkun fasteignamats en í fyrra Fasteignamat á Íslandi hækkar að jafnaði um 11,7 prósent milli ára, þar af hækkar mat íbúðarhúsnæðis um 13,7 prósent. Í Vesturbyggð hækkar fasteignamatið um meira en fjórðung. 31. maí 2023 11:34 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Hækkun fasteignamats er mjög misjöfn eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hvort um sé að ræða fjölbýli eða sérbýli. Hægt er að sjá hækkunina og fermetraverðið í einstaka hverfum á kortasjá Fasteignaskrár. Í Staðahverfinu hækkar fasteignamat fjölbýliseigna um 22,7 prósent á milli ára. Aðeins tvö önnur hverfi Reykjavíkur eru með yfir 20 prósenta hækkun. Það eru Skerjafjörðurinn og Verkamannabústaðahverfið í Vesturbænum. Einnig eru nokkuð miklar hækkanir í norðurhluta Vesturbæjar, suðurhluta Þingholta, kringum Hagatorg, í Ártúnsholti og á Kjalarnesi. Allt nærri 20 prósentum. Lang minnsta hækkunin er á Valsreitnum, aðeins 6,6 prósent. Aðeins í þremur öðrum hverfum er hækkunin undir tíu prósentum. Það er Miðbænum frá Tjörn að Snorrabraut, Holtahverfi og Vogabyggð. Suður Hlíðarnar dýrastar Áberandi hæsta fermetraverð fjölbýlis er í Suður Hlíðunum, það er 912 þúsund krónur. Verðið á Valsreitnum er næst hæst, 876 þúsund, en þar á eftir kemur Miðbærinn frá Tjörn að Snorrabraut. Kjalarnesið er lang ódýrasta hverfið í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Kjalarnesið hefur lang lægsta fermetraverðið í Reykjavík, 410 þúsund. Tvö hverfi í þéttbýli eru undir 600 þúsundum, það eru Fella og Bakkahverfin í Breiðholti. Rándýrt einbýli í Vogabyggð Vogabyggð hefur hæsta fermetraverðið í sérbýli, 1.156 þúsund krónur. Ekkert annað hverfi kemst nálægt þessari tölu. En í öðru sæti eru Ægissíða og Hagahverfi í Vesturbænum með 784 þúsund króna fermetraverð. Mesta hækkun á Eiðistorgi Hækkanirnar í Kópavogi eru nokkuð jafnar eftir hverfum, á bilinu 8,6 til 12,2 prósent fyrir fjölbýliseignir. Hæsta fermetraverð Kópavogs er í Vesturbænum, 751 þúsund krónur, en það lægsta í Kórahverfinu, 665 þúsund. Fjölbýli á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi hefur hækkað mest á öllu höfuðborgarsvæðinu, um 24,8 prósent. Hæsta fermetraverðið er hins vegar í hverfinu Tjarnir og Grandi, 770 þúsund krónur. Sjáland og Vellir dýrir Í Garðabæ hefur fasteignamat fjölbýlisíbúða í Urriðaholti hækkað mest á milli ára, um 16,9 prósent. Fermetraverð er nokkuð jafnt eftir hverfum í Garðabæ en það hæsta er í Sjálandshverfinu, 768 þúsund krónur. Fermetraverðið á Álftanesi er 665 þúsund. Sérbýli er áberandi dýrast í Vogabyggð. Þar er fermetraverðið meira en hundrað þúsund krónur.Egill Aðalsteinsson 23,8 prósent hækkun er á fjölbýliseignum í sunnan byggðar í Hafnarfirði. Flest húsnæði þar er þó atvinnuhúsnæði og meðalfermetraverð fjölbýlis aðeins 50 þúsund krónur samkvæmt HMS. Dýrasta fermetraverðið í Hafnarfirði, 691 þúsund krónur, er á Völlunum. Í Mosfellsbæ er hæsta fermetraverð fjölbýlis í Miðbænum, 717 þúsund krónur. Hækkunin er nokkuð jöfn eftir hverfum, á bilinu 10 til 15,5 prósent.
Efnahagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Mun minni hækkun fasteignamats en í fyrra Fasteignamat á Íslandi hækkar að jafnaði um 11,7 prósent milli ára, þar af hækkar mat íbúðarhúsnæðis um 13,7 prósent. Í Vesturbyggð hækkar fasteignamatið um meira en fjórðung. 31. maí 2023 11:34 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Mun minni hækkun fasteignamats en í fyrra Fasteignamat á Íslandi hækkar að jafnaði um 11,7 prósent milli ára, þar af hækkar mat íbúðarhúsnæðis um 13,7 prósent. Í Vesturbyggð hækkar fasteignamatið um meira en fjórðung. 31. maí 2023 11:34