- Krabbinn er frá 22. júní til 22. júlí.
Þú ert búinn að afreka mjög margt á síðustu mánuðum, gefðu þér tíma til að gleðjast yfir því. Þú hefur líka eflt og byggt upp aðra sem nálægt þér standa og ert sífellt að gefa eins mikið og þú getur og jafnvel meira.
Það er að myndast ofurkraftur í þolinmæðinni þinni. Þó að óþolinmæði sé kostur því þá drífur maður sig yfirleitt meira áfram því maður hefur enga biðlund og nennir ekki eftir að bíða eftir neinu. Þú verður líka sáttur hvort sem þú ert í sambandi eður ei, því þú finnur að það er allt í lagi með þinn status í lífinu. Í nákvæmlega þessari orkutíðni, þá streymir til þín betri vegferð og blessun. Í hvert skipti sem þú færð þessar gjafir til þín, mundu þá eftir því að gefa öðrum dálítinn bita af af því eins og þú mögulega getur, þá heldur þessi hringrás áfram í langan tíma.
Þú átt það til að láta aðra espa þig upp og vaða þar af leiðandi einhvern annan veg en þér er ætlað. Það eru til eitraðar orkur sem tengjast öðrum persónum sem hafa það bókstaflega fyrir atvinnu að skemma fyrir öðrum. Þér birtist bókstaflega skýr tilmæli til þín að þú þarft að stroka út og loka á þá sem hafa svona áhrif á þig. Það er nefnilega sterkara í þér en þú heldur hvað þú getur verið áhrifagjarn og ef þú skoðar aftur í tímann, þá er það það sem hefur fellt þig. En hugrekki þitt býður upp á það að þú stendur alltaf upp jafnóðum og það er hæfileiki sem alls ekki öllum er gefinn.
Þegar það er sagt við þig að þú eigir að gera þetta eða hitt og þú snögglega finnur herpingu á magastöðinni þinni, þá þýðir það nei. Þú ert andlega vel tengdur og færð skilaboð í massavís, beint í hugann frá Almættinu þínu. Farðu eftir þessum skilaboðum og þá er heimurinn þinn.

- Meryl Streep, leikkona, 22. júní
- Stefán Hilmarsson, söngvari, 26. júní
- Ariana Grande, söngkona, 26. júní
- Elon Musk, frumkvöðull, 28. júní
- Mike Tyson, hnefaleikamaður, 30. júní
- Díana prinsessa, 1. júlí
- Tom Cruise, leikari, 3. júlí
- Post Malone, söngvari, 4. júlí
- Frida Kahlo, listakona, 6. júlí
- Kevin Hart, grínisti, 6. júlí
- Tom Hanks, leikari, 9. júlí
- Selena Gomez, leikkona, 22. júlí