Þingmenn eigi ekki sjálfir að vasast í eigin kjörum Ólafur Björn Sverrisson og Heimir Már Pétursson skrifa 30. maí 2023 21:22 Þorbjörg Sigríður segir ekki meirihluta fyrir því á þingi að endurskoða kjaramál þingmanna. vísir/vilhelm Tekist var á um fyrirhugaðar launahækkanir æðstu embættismanna á Alþingi í dag. Áformin hafa fallið í grýttan jarðveg hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar sem vinna nú að gerð nýrra kjarasamninga til langs tíma. Þingmaður VG segist skilja gremjuna og þingmaður Viðreisnar segir sjálfsagt að endurskoða áformin en ekki sé meirihluti fyrir því á þingi. Launin hækka þann fyrsta júlí um 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á 2019 í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður. Sem dæmi hækka laun forsætisráðherra um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherrar fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd, þá sér í lagi vegna þess að ekkert þak er á henni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Heimir Már Pétursson ræddi við þær Bjarkey Olsen, þingmann VG og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar í kvöldfréttum um málið: Bjarkey sagðist skilja óánægjuna. Hún var spurð hvort ekki sé eðlilegt að þingmenn fylgi því þaki sem sett var á launahækkanir til skamms tíma. „Það er í raun og veru ekkert þak, eins og kom hér fram í óundirbúnum fyrirspurnum í dag. Samningarnir eru með mjög mismunandi hætti, sumir með þak og aðrir ekki. En sannarlega eigum við að vera með opin augu fyrir því, það getur vel verið að við þurfum að taka betur utan um þetta heldur en að halda þessu til streitu.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Þorbjörg sagðist skilja að gæti valdið óróa að embættismannastétt sé leiðandi um launakjör. Það virðist hins vegar ekki vera meirihluti fyrir því á þingi að ráðast í breytingar á kjörum. „Ég er hins vegar alveg sammála því að það sé almennt ekki æskilegt að stjórnmálamenn séu sjálfir að vasast í kaupum og kjörum og það er ástæðan fyrir því að þetta fyrirkomulag var sett upp á sínum tíma. Það var auðvitað aldrei ætlunin að þingmenn yrðu leiðandi á erfiðum tímum, því finnst mér sjálfsagt að setjast niður og skoða það,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Allir biðji um meira aðhald Fram hefur komið gagnrýni á ríkisstjórn fyrir að koma ekki að lækkun verðbólgu með nægilega miklum hætti. Bjarkey segir fjárlaganefnd kanna nú hvort auka megi aðhald. Bæði Seðlabankastjóri og Alþjóðagjaldeyrissjóður hafi þó blessað vinnubrögð ríkisstjórnar. „Vinnan er nú í gangi og við sjáum hvað setur,“ sagði Bjarkey. Þorbjörg er ósammála Bjarkeyju um blessun umsagnaraðila fjárlaga. „Þeir biðja allir um meira aðhald til þess að hægt sé að kæla verðbólgu og þar með reikninga heimilanna í landinu. Mér finnst sorglegt að það sé ekki verið að gera þetta og skilja heimilin eftir í þeirri súpu sem þau eru,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Alþingi Kjaramál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Viðreisn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir launahækkun æðstu embættismanna vera raunlaunalækkun Ráðherrar skilja gremju almennings vegna launahækkana æðstu embættismanna ríkisins en segja þær í samræmi við lög. Forseti Alþýðusambands Íslands segir engin lög yfir það hafin að ekki megi endurskoða þau. Nauðsynlegt sé að skoða ástandið í samfélaginu að hverju sinni. 30. maí 2023 19:48 Launahækkunin sé blaut tuska í andlit þjóðarinnar Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað. 30. maí 2023 15:47 Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Launin hækka þann fyrsta júlí um 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á 2019 í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður. Sem dæmi hækka laun forsætisráðherra um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherrar fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd, þá sér í lagi vegna þess að ekkert þak er á henni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Heimir Már Pétursson ræddi við þær Bjarkey Olsen, þingmann VG og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar í kvöldfréttum um málið: Bjarkey sagðist skilja óánægjuna. Hún var spurð hvort ekki sé eðlilegt að þingmenn fylgi því þaki sem sett var á launahækkanir til skamms tíma. „Það er í raun og veru ekkert þak, eins og kom hér fram í óundirbúnum fyrirspurnum í dag. Samningarnir eru með mjög mismunandi hætti, sumir með þak og aðrir ekki. En sannarlega eigum við að vera með opin augu fyrir því, það getur vel verið að við þurfum að taka betur utan um þetta heldur en að halda þessu til streitu.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Þorbjörg sagðist skilja að gæti valdið óróa að embættismannastétt sé leiðandi um launakjör. Það virðist hins vegar ekki vera meirihluti fyrir því á þingi að ráðast í breytingar á kjörum. „Ég er hins vegar alveg sammála því að það sé almennt ekki æskilegt að stjórnmálamenn séu sjálfir að vasast í kaupum og kjörum og það er ástæðan fyrir því að þetta fyrirkomulag var sett upp á sínum tíma. Það var auðvitað aldrei ætlunin að þingmenn yrðu leiðandi á erfiðum tímum, því finnst mér sjálfsagt að setjast niður og skoða það,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Allir biðji um meira aðhald Fram hefur komið gagnrýni á ríkisstjórn fyrir að koma ekki að lækkun verðbólgu með nægilega miklum hætti. Bjarkey segir fjárlaganefnd kanna nú hvort auka megi aðhald. Bæði Seðlabankastjóri og Alþjóðagjaldeyrissjóður hafi þó blessað vinnubrögð ríkisstjórnar. „Vinnan er nú í gangi og við sjáum hvað setur,“ sagði Bjarkey. Þorbjörg er ósammála Bjarkeyju um blessun umsagnaraðila fjárlaga. „Þeir biðja allir um meira aðhald til þess að hægt sé að kæla verðbólgu og þar með reikninga heimilanna í landinu. Mér finnst sorglegt að það sé ekki verið að gera þetta og skilja heimilin eftir í þeirri súpu sem þau eru,“ sagði Þorbjörg Sigríður.
Alþingi Kjaramál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Viðreisn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir launahækkun æðstu embættismanna vera raunlaunalækkun Ráðherrar skilja gremju almennings vegna launahækkana æðstu embættismanna ríkisins en segja þær í samræmi við lög. Forseti Alþýðusambands Íslands segir engin lög yfir það hafin að ekki megi endurskoða þau. Nauðsynlegt sé að skoða ástandið í samfélaginu að hverju sinni. 30. maí 2023 19:48 Launahækkunin sé blaut tuska í andlit þjóðarinnar Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað. 30. maí 2023 15:47 Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Segir launahækkun æðstu embættismanna vera raunlaunalækkun Ráðherrar skilja gremju almennings vegna launahækkana æðstu embættismanna ríkisins en segja þær í samræmi við lög. Forseti Alþýðusambands Íslands segir engin lög yfir það hafin að ekki megi endurskoða þau. Nauðsynlegt sé að skoða ástandið í samfélaginu að hverju sinni. 30. maí 2023 19:48
Launahækkunin sé blaut tuska í andlit þjóðarinnar Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað. 30. maí 2023 15:47
Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33