Bandarískur frumkvöðull fjárfestir í íslenskri tónlist Máni Snær Þorláksson skrifar 30. maí 2023 15:06 Bandaríski frumkvöðullinn Scott Blum hefur stofnað útgáfufyrirtæki sem er tileinkað íslenskri tónlist. Anna Maggý Scott Blum, bandarískur frumkvöðull, hefur stofnað FOUND, útgáfufyrirtæki tileinkað íslenskri tónlist. Íslenskt tónlistarfólk er nú þegar komið á mála hjá útgáfufyrirtækinu. Frumkvöðullinn fékk hugmyndina þegar hann var í fríi hér á landi um sumarið í fyrra. Það íslenska tónlistarfólk sem þegar hefur skrifað undir hjá fyrirtækinu eru jazz tvíeykið Silva & Steini, tónskáldið Magnús Jóhann og pönk bandið GRÓA. Haft er eftir Blum í tilkynningu að þó þetta tónlistarfólk sé ólíkt innbyrðis búi það allt yfir fágætum eiginleika sem hann kallar „hið íslenska Wabi-sabi“ en það er vísun í japanskt hugtak um að finna fegurðina í ófullkomleikanum. Jazz tvíeykið Silva og Steini eru á meðal fyrsta íslenska tónlistarfólksins sem er á mála hjá útgáfufyrirtækinu.Anna Maggý Á vefsíðu útgáfufyrirtækisins útskýrir Blum hvers vegna hann ákvað að stofna FOUND. Hann segist hafa komið hingað til lands í mánuð til að hugleiða næstu skref sín. Á þessum tíma voru nokkrir mánuðir síðan hann seldi fyrirtækið DailyOM, sem hann stofnaði ásamt Madisyn Taylor árið 2004. Þegar hingað til lands var komið ákvað Blum að gera sér ferð í plötubúðina Smekkleysu til að kynna sér sjálfstæðu tónlistarsenuna hér á landi. Eftir að hafa heillast af senunni, og þá sérstaklega hversu landamæralaus hún er, fór Blum að hugsa hvernig hann gæti kynnt fólk um allan heim fyrir þessari senu. „Ég hafði ekki val um annað en að deila þessari mögnuðu tónlist með öllum heiminum. Þetta er tónlistarfólk sem dró mig inn og fyllti mig af orku,“ segir Blum. Tónskáldið Magnús Jóhann hefur á undanförnum árum orðið áberandi í íslensku tónlistarsenunni.Anna Maggý Fljótlega eftir að hann kom aftur heim til sín í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum ákvað hann að stofna útgáfufyrirtækið sem um ræðir. Blum segir að sér hafi fundist merkilegt hversu mikla sköpunargáfu hafi verið að finna hér á landi. „Það verður stundum til einskonar suðupottur af tónlist og listsköpun á ákveðnum tíma á ákveðnu svæði þar sem allt kraumar upp á yfirborðið og blandast saman. Til dæmis fann ég mjög sterkt fyrir því í Seattle á tíunda áratugnum en ég finn enn sterkar fyrir því á Íslandi núna,“ er haft eftir Blum í tilkynningunni. Pönkhljómsveitin GRÓA er einnig á mála hjá fyrirtækinu.Gabriel Backman Waltersson Blum byrjaði sjálfur í tónlistarbransanum snemma á tíunda áratugi síðustu aldar. Þá gekk hann til liðs við hugbúnaðarfyrirtæki undir stjórn Paul Allen, meðstofnanda Microsoft, til að framleiða geisladisk fyrir tónlistarmanninn Peter Gabriel. Eftir það stofnaði Blum eina af fyrstu tónlistarsíðum internetsins, iMusic, sem hann seldi svo til ARTISTdirect árið 1999. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra rannsókna og þróunar í fimm ár hjá fyrirtækinu eftir það og hjálpaði til að mynda við að leggja grunninn að streymisþjónustu. Að lokum ákvað Blum að hætta að vinna fyrir ARTISTdirect til að stofna DailyOM sem hann seldi svo árið 2021. Tónlist Bandaríkin Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Það íslenska tónlistarfólk sem þegar hefur skrifað undir hjá fyrirtækinu eru jazz tvíeykið Silva & Steini, tónskáldið Magnús Jóhann og pönk bandið GRÓA. Haft er eftir Blum í tilkynningu að þó þetta tónlistarfólk sé ólíkt innbyrðis búi það allt yfir fágætum eiginleika sem hann kallar „hið íslenska Wabi-sabi“ en það er vísun í japanskt hugtak um að finna fegurðina í ófullkomleikanum. Jazz tvíeykið Silva og Steini eru á meðal fyrsta íslenska tónlistarfólksins sem er á mála hjá útgáfufyrirtækinu.Anna Maggý Á vefsíðu útgáfufyrirtækisins útskýrir Blum hvers vegna hann ákvað að stofna FOUND. Hann segist hafa komið hingað til lands í mánuð til að hugleiða næstu skref sín. Á þessum tíma voru nokkrir mánuðir síðan hann seldi fyrirtækið DailyOM, sem hann stofnaði ásamt Madisyn Taylor árið 2004. Þegar hingað til lands var komið ákvað Blum að gera sér ferð í plötubúðina Smekkleysu til að kynna sér sjálfstæðu tónlistarsenuna hér á landi. Eftir að hafa heillast af senunni, og þá sérstaklega hversu landamæralaus hún er, fór Blum að hugsa hvernig hann gæti kynnt fólk um allan heim fyrir þessari senu. „Ég hafði ekki val um annað en að deila þessari mögnuðu tónlist með öllum heiminum. Þetta er tónlistarfólk sem dró mig inn og fyllti mig af orku,“ segir Blum. Tónskáldið Magnús Jóhann hefur á undanförnum árum orðið áberandi í íslensku tónlistarsenunni.Anna Maggý Fljótlega eftir að hann kom aftur heim til sín í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum ákvað hann að stofna útgáfufyrirtækið sem um ræðir. Blum segir að sér hafi fundist merkilegt hversu mikla sköpunargáfu hafi verið að finna hér á landi. „Það verður stundum til einskonar suðupottur af tónlist og listsköpun á ákveðnum tíma á ákveðnu svæði þar sem allt kraumar upp á yfirborðið og blandast saman. Til dæmis fann ég mjög sterkt fyrir því í Seattle á tíunda áratugnum en ég finn enn sterkar fyrir því á Íslandi núna,“ er haft eftir Blum í tilkynningunni. Pönkhljómsveitin GRÓA er einnig á mála hjá fyrirtækinu.Gabriel Backman Waltersson Blum byrjaði sjálfur í tónlistarbransanum snemma á tíunda áratugi síðustu aldar. Þá gekk hann til liðs við hugbúnaðarfyrirtæki undir stjórn Paul Allen, meðstofnanda Microsoft, til að framleiða geisladisk fyrir tónlistarmanninn Peter Gabriel. Eftir það stofnaði Blum eina af fyrstu tónlistarsíðum internetsins, iMusic, sem hann seldi svo til ARTISTdirect árið 1999. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra rannsókna og þróunar í fimm ár hjá fyrirtækinu eftir það og hjálpaði til að mynda við að leggja grunninn að streymisþjónustu. Að lokum ákvað Blum að hætta að vinna fyrir ARTISTdirect til að stofna DailyOM sem hann seldi svo árið 2021.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira