Bandarískur frumkvöðull fjárfestir í íslenskri tónlist Máni Snær Þorláksson skrifar 30. maí 2023 15:06 Bandaríski frumkvöðullinn Scott Blum hefur stofnað útgáfufyrirtæki sem er tileinkað íslenskri tónlist. Anna Maggý Scott Blum, bandarískur frumkvöðull, hefur stofnað FOUND, útgáfufyrirtæki tileinkað íslenskri tónlist. Íslenskt tónlistarfólk er nú þegar komið á mála hjá útgáfufyrirtækinu. Frumkvöðullinn fékk hugmyndina þegar hann var í fríi hér á landi um sumarið í fyrra. Það íslenska tónlistarfólk sem þegar hefur skrifað undir hjá fyrirtækinu eru jazz tvíeykið Silva & Steini, tónskáldið Magnús Jóhann og pönk bandið GRÓA. Haft er eftir Blum í tilkynningu að þó þetta tónlistarfólk sé ólíkt innbyrðis búi það allt yfir fágætum eiginleika sem hann kallar „hið íslenska Wabi-sabi“ en það er vísun í japanskt hugtak um að finna fegurðina í ófullkomleikanum. Jazz tvíeykið Silva og Steini eru á meðal fyrsta íslenska tónlistarfólksins sem er á mála hjá útgáfufyrirtækinu.Anna Maggý Á vefsíðu útgáfufyrirtækisins útskýrir Blum hvers vegna hann ákvað að stofna FOUND. Hann segist hafa komið hingað til lands í mánuð til að hugleiða næstu skref sín. Á þessum tíma voru nokkrir mánuðir síðan hann seldi fyrirtækið DailyOM, sem hann stofnaði ásamt Madisyn Taylor árið 2004. Þegar hingað til lands var komið ákvað Blum að gera sér ferð í plötubúðina Smekkleysu til að kynna sér sjálfstæðu tónlistarsenuna hér á landi. Eftir að hafa heillast af senunni, og þá sérstaklega hversu landamæralaus hún er, fór Blum að hugsa hvernig hann gæti kynnt fólk um allan heim fyrir þessari senu. „Ég hafði ekki val um annað en að deila þessari mögnuðu tónlist með öllum heiminum. Þetta er tónlistarfólk sem dró mig inn og fyllti mig af orku,“ segir Blum. Tónskáldið Magnús Jóhann hefur á undanförnum árum orðið áberandi í íslensku tónlistarsenunni.Anna Maggý Fljótlega eftir að hann kom aftur heim til sín í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum ákvað hann að stofna útgáfufyrirtækið sem um ræðir. Blum segir að sér hafi fundist merkilegt hversu mikla sköpunargáfu hafi verið að finna hér á landi. „Það verður stundum til einskonar suðupottur af tónlist og listsköpun á ákveðnum tíma á ákveðnu svæði þar sem allt kraumar upp á yfirborðið og blandast saman. Til dæmis fann ég mjög sterkt fyrir því í Seattle á tíunda áratugnum en ég finn enn sterkar fyrir því á Íslandi núna,“ er haft eftir Blum í tilkynningunni. Pönkhljómsveitin GRÓA er einnig á mála hjá fyrirtækinu.Gabriel Backman Waltersson Blum byrjaði sjálfur í tónlistarbransanum snemma á tíunda áratugi síðustu aldar. Þá gekk hann til liðs við hugbúnaðarfyrirtæki undir stjórn Paul Allen, meðstofnanda Microsoft, til að framleiða geisladisk fyrir tónlistarmanninn Peter Gabriel. Eftir það stofnaði Blum eina af fyrstu tónlistarsíðum internetsins, iMusic, sem hann seldi svo til ARTISTdirect árið 1999. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra rannsókna og þróunar í fimm ár hjá fyrirtækinu eftir það og hjálpaði til að mynda við að leggja grunninn að streymisþjónustu. Að lokum ákvað Blum að hætta að vinna fyrir ARTISTdirect til að stofna DailyOM sem hann seldi svo árið 2021. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Það íslenska tónlistarfólk sem þegar hefur skrifað undir hjá fyrirtækinu eru jazz tvíeykið Silva & Steini, tónskáldið Magnús Jóhann og pönk bandið GRÓA. Haft er eftir Blum í tilkynningu að þó þetta tónlistarfólk sé ólíkt innbyrðis búi það allt yfir fágætum eiginleika sem hann kallar „hið íslenska Wabi-sabi“ en það er vísun í japanskt hugtak um að finna fegurðina í ófullkomleikanum. Jazz tvíeykið Silva og Steini eru á meðal fyrsta íslenska tónlistarfólksins sem er á mála hjá útgáfufyrirtækinu.Anna Maggý Á vefsíðu útgáfufyrirtækisins útskýrir Blum hvers vegna hann ákvað að stofna FOUND. Hann segist hafa komið hingað til lands í mánuð til að hugleiða næstu skref sín. Á þessum tíma voru nokkrir mánuðir síðan hann seldi fyrirtækið DailyOM, sem hann stofnaði ásamt Madisyn Taylor árið 2004. Þegar hingað til lands var komið ákvað Blum að gera sér ferð í plötubúðina Smekkleysu til að kynna sér sjálfstæðu tónlistarsenuna hér á landi. Eftir að hafa heillast af senunni, og þá sérstaklega hversu landamæralaus hún er, fór Blum að hugsa hvernig hann gæti kynnt fólk um allan heim fyrir þessari senu. „Ég hafði ekki val um annað en að deila þessari mögnuðu tónlist með öllum heiminum. Þetta er tónlistarfólk sem dró mig inn og fyllti mig af orku,“ segir Blum. Tónskáldið Magnús Jóhann hefur á undanförnum árum orðið áberandi í íslensku tónlistarsenunni.Anna Maggý Fljótlega eftir að hann kom aftur heim til sín í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum ákvað hann að stofna útgáfufyrirtækið sem um ræðir. Blum segir að sér hafi fundist merkilegt hversu mikla sköpunargáfu hafi verið að finna hér á landi. „Það verður stundum til einskonar suðupottur af tónlist og listsköpun á ákveðnum tíma á ákveðnu svæði þar sem allt kraumar upp á yfirborðið og blandast saman. Til dæmis fann ég mjög sterkt fyrir því í Seattle á tíunda áratugnum en ég finn enn sterkar fyrir því á Íslandi núna,“ er haft eftir Blum í tilkynningunni. Pönkhljómsveitin GRÓA er einnig á mála hjá fyrirtækinu.Gabriel Backman Waltersson Blum byrjaði sjálfur í tónlistarbransanum snemma á tíunda áratugi síðustu aldar. Þá gekk hann til liðs við hugbúnaðarfyrirtæki undir stjórn Paul Allen, meðstofnanda Microsoft, til að framleiða geisladisk fyrir tónlistarmanninn Peter Gabriel. Eftir það stofnaði Blum eina af fyrstu tónlistarsíðum internetsins, iMusic, sem hann seldi svo til ARTISTdirect árið 1999. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra rannsókna og þróunar í fimm ár hjá fyrirtækinu eftir það og hjálpaði til að mynda við að leggja grunninn að streymisþjónustu. Að lokum ákvað Blum að hætta að vinna fyrir ARTISTdirect til að stofna DailyOM sem hann seldi svo árið 2021.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira