Innflytjandi og tveggja barna móðir treysti ekki sjálfri sér en dúxaði Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. maí 2023 15:41 Það þurfti að sannfæra Jolöntu um að hefja nám á íslensku en hún kláraði það í vor með 9,75 í meðaleinkunn. Jolanta Paceviciene, tveggja barna móðir og innflytjandi frá Litháen, dúxaði á stuðningsfulltrúabraut Borgarholtsskóla með 9,75 í meðaleinkunn. Í upphafi ætlaði hún varla að treysta sér í námið vegna íslenskunnar. „Ég var lengi að hugsa mig um hvort ég gæti farið í nám á íslensku. Ég treysti mér ekki til þess,“ segir Jolanta. Hún starfar í Landakotsskóla og var í fjarnámi í Borgarholtsskóla. Fékk hún samt hæstu einkunnina á allri brautinni. Hún segist alls ekki hafa búist við þessu en fjölskyldan hefur nógu að fagna þessa dagana. Því Gertruda dóttir hennar hefur lokið grunnnámi í kennslufræði og Ignas, sonur hennar, útskrifaðist úr Kvennaskólanum í gær. „Við erum í skýjunum,“ segir hún. Vítahringur í Litháen Jolanta var 26 ára gömul þegar hún flutti til Íslands árið 2001. Maðurinn hennar, Dainoras eða Denni eins og hann er kallaður, flutti einu ári á undan Jolöntu og níu mánaða gamalli Gertrudu til að vinna. „Það var erfitt að fá vinnu í Litháen,“ segir Jolanta. Sjálf hafi hún verið í vissum vítahring í heimalandinu. „Ég hafði klárað nám í bókhaldi en fékk ekki vinnu af því að ég var ekki með reynslu, og ekki fékk ég reynslu því ég fékk ekki vinnu.“ Hún og Denni höfðu heyrt af því að fólk væri að flytja erlendis, meðal annars til Íslands, til þess að vinna. „Við vissum ekki hvar Ísland væri og þurftum að leita að því á korti,“ segir hún og hérna eru þau enn. Treysti ekki sjálfri sér Fyrsta vinnan sem Jolanta fékk var á fæðingardeild Landspítalans. En árið 2011 fékk hún vinnu í Landakotsskóla, sem skólaliði í eldhúsinu og við þrif. Denni, Gertruda, Ignas og Jolanta á útskrift Ignasar í Kvennaskólanum. Fjölskyldan hefur nógu að fagna þessa dagana. Fyrir fimm árum síðan fannst Jolöntu vera tími til kominn að breyta til og ætlaði hún að hætta í skólanum. En Ingibjörg Jóhannsdóttir, þáverandi skólastjóri, vildi ekki missa hana og bauð henni því að verða stuðningsfulltrúi. „Ég var mjög hissa og treysti mér ekki í þetta en svo ákvað ég að prófa,“ segir Jolanta. „Mér fannst þó mikið óöryggi í því að starfa við þetta án þess að hafa menntun og leið ekki vel með það. Þá heyrði ég af náminu í Borgó.“ Jolanta segist eiga símenntunarstöðinni Mími og Þórkötlu Þórisdóttur, kennara í Borgarholtsskóla, mikið að þakka. Þórkatla hafi hvatt hana eindregið til þess að fara í námið. „Ég sagði fyrst nei nei, því þá þarf ég að skrifa ritgerðir og svoleiðis,“ segir Jolanta. „En hún var mjög hvetjandi.“ Fór Jolanta loks í raunfærnismat og kláraði svo námið með áðurnefndum árangri. Lifir drauminn í gegnum dótturina Íslenskan er mikil áskorun fyrir Jolöntu líkt og aðra innflytjendur sem hingað koma. „Ég lærði íslensku smátt og smátt,“ segir hún. „Þegar krakkarnir byrjuðu í skóla byrjaði ég að læra með þeim.“ Hefur hún nú þegar sótt um nám í íslensku sem annað mál í Háskóla Íslands og inntökuprófið er í byrjun júní. Það besta sem hún veit er hins vegar að vinna með börnum. „Draumurinn minn var alltaf að verða kennari. En ég komst ekki í það nám í Litháen,“ segir Jolanta. „Ég var samt alltaf með þetta í huganum, að vinna með börnum. Ég elska það. Dóttir mín er núna að láta mína drauma rætast. Hún hefur líka stutt mig mikið í mínu námi og hvatt mig. Hún segir að það sé betra að byrja og hætta en að byrja aldrei.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Innflytjendamál Framhaldsskólar Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
„Ég var lengi að hugsa mig um hvort ég gæti farið í nám á íslensku. Ég treysti mér ekki til þess,“ segir Jolanta. Hún starfar í Landakotsskóla og var í fjarnámi í Borgarholtsskóla. Fékk hún samt hæstu einkunnina á allri brautinni. Hún segist alls ekki hafa búist við þessu en fjölskyldan hefur nógu að fagna þessa dagana. Því Gertruda dóttir hennar hefur lokið grunnnámi í kennslufræði og Ignas, sonur hennar, útskrifaðist úr Kvennaskólanum í gær. „Við erum í skýjunum,“ segir hún. Vítahringur í Litháen Jolanta var 26 ára gömul þegar hún flutti til Íslands árið 2001. Maðurinn hennar, Dainoras eða Denni eins og hann er kallaður, flutti einu ári á undan Jolöntu og níu mánaða gamalli Gertrudu til að vinna. „Það var erfitt að fá vinnu í Litháen,“ segir Jolanta. Sjálf hafi hún verið í vissum vítahring í heimalandinu. „Ég hafði klárað nám í bókhaldi en fékk ekki vinnu af því að ég var ekki með reynslu, og ekki fékk ég reynslu því ég fékk ekki vinnu.“ Hún og Denni höfðu heyrt af því að fólk væri að flytja erlendis, meðal annars til Íslands, til þess að vinna. „Við vissum ekki hvar Ísland væri og þurftum að leita að því á korti,“ segir hún og hérna eru þau enn. Treysti ekki sjálfri sér Fyrsta vinnan sem Jolanta fékk var á fæðingardeild Landspítalans. En árið 2011 fékk hún vinnu í Landakotsskóla, sem skólaliði í eldhúsinu og við þrif. Denni, Gertruda, Ignas og Jolanta á útskrift Ignasar í Kvennaskólanum. Fjölskyldan hefur nógu að fagna þessa dagana. Fyrir fimm árum síðan fannst Jolöntu vera tími til kominn að breyta til og ætlaði hún að hætta í skólanum. En Ingibjörg Jóhannsdóttir, þáverandi skólastjóri, vildi ekki missa hana og bauð henni því að verða stuðningsfulltrúi. „Ég var mjög hissa og treysti mér ekki í þetta en svo ákvað ég að prófa,“ segir Jolanta. „Mér fannst þó mikið óöryggi í því að starfa við þetta án þess að hafa menntun og leið ekki vel með það. Þá heyrði ég af náminu í Borgó.“ Jolanta segist eiga símenntunarstöðinni Mími og Þórkötlu Þórisdóttur, kennara í Borgarholtsskóla, mikið að þakka. Þórkatla hafi hvatt hana eindregið til þess að fara í námið. „Ég sagði fyrst nei nei, því þá þarf ég að skrifa ritgerðir og svoleiðis,“ segir Jolanta. „En hún var mjög hvetjandi.“ Fór Jolanta loks í raunfærnismat og kláraði svo námið með áðurnefndum árangri. Lifir drauminn í gegnum dótturina Íslenskan er mikil áskorun fyrir Jolöntu líkt og aðra innflytjendur sem hingað koma. „Ég lærði íslensku smátt og smátt,“ segir hún. „Þegar krakkarnir byrjuðu í skóla byrjaði ég að læra með þeim.“ Hefur hún nú þegar sótt um nám í íslensku sem annað mál í Háskóla Íslands og inntökuprófið er í byrjun júní. Það besta sem hún veit er hins vegar að vinna með börnum. „Draumurinn minn var alltaf að verða kennari. En ég komst ekki í það nám í Litháen,“ segir Jolanta. „Ég var samt alltaf með þetta í huganum, að vinna með börnum. Ég elska það. Dóttir mín er núna að láta mína drauma rætast. Hún hefur líka stutt mig mikið í mínu námi og hvatt mig. Hún segir að það sé betra að byrja og hætta en að byrja aldrei.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Innflytjendamál Framhaldsskólar Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira