Björguðu 250 kg manni út af heimili sínu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 28. maí 2023 15:00 Maðurinn var nokkuð illa haldinn eftir að hafa legið í tæpa viku á gólfinu heima hjá sér. Twitter Slökkviliðið í Barcelona þurfti að hjálpa 250 kílóa manni að komast út úr íbúð sinni í vikunni. Maðurinn hafði ekki farið út úr íbúðinni sinni síðan fyrir Covid-faraldurinn. Þegar slökkviliðið kom að heimili Alejandros í vikunni mætti þeim stoppfull íbúð af drasli. Sorpi hreinlega. Mitt í sorpinu lá Alejandro, 48 ára og 250 kíló. Hann hafði hrasað, gat ekki staðið upp og fann sig á endanum knúinn til að hringja í lögregluna. Þá hafði hann reyndar legið matar- og vatnslaus á gólfinu í tæpa viku, en óbærilegur þorsti og hungur knúðu hann á endanum til að kalla eftir hjálp. Brjóta þurfti gat á húsvegginn svo hægt væri að moka út ruslinu áður en hægt var að ná manninum út úr íbúðinni.Twitter Skurðgrafa mokaði ruslinu út Björgunaraðgerðirnar tóku sjö klukkustundir. Ekki var hægt að opna dyrnar fyrir drasli og því þurfti að brjóta gat á vegg íbúðarinnar. Skurðgrafa var svo notuð til að moka út öllu ruslinu áður en hægt var að koma manninum út með því að nota krana. Hér er myndband þar sem hægt er að fylgjast með björgunaraðgerðunum. Slökkviliðsmennirnir íklæddust hlífðarfatnaði og grímum áður en þeir fóru inn í íbúðina og lögreglan segir að þeir hafi aldrei upplifað annað eins á ferli sínum. Reyndar furðaði talsmaður félagsyfirvalda sig á því að enginn nágranni skyldi hafa kvartað yfir megnri fýlu sem barst frá íbúð mannsins. Hefur ekki farið út úr húsi í þrjú ár Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar fór maðurinn að vinna í fjarvinnu þegar útgöngubann var sett á á Spáni vorið 2020, vegna Covid-faraldursins. Borgaryfirvöld höfðu síðast afskipti af manninum í október síðastliðnum vegna kvartana nágranna hans sem höfðu áhyggjur af heilsufari hans. Maðurinn hleypti fulltrúa borgarinnar ekki inn í íbúðina og þar við sat, enginn aðhafðist neitt frekar. Maðurinn dvelur nú á sjúkrahúsi en ekki hefur verið ákveðið hvað verður um hann að dvöl lokinni. Hann er sagður þjást af Díógenesarheilkenni, sem felst í því að fólk hættir að hirða sig og viðar að sér ómældu magni af rusli. Það er kennt við gríska heimspekinginn Díógenes sem uppi var á 4. öld fyrir Krist, en þversögnin í nafninu er merkileg að því að leyti að Díógenes safnaði alls ekki rusli, þvert á móti, hann var meinlætamaður sem var þekktur fyrir að hafa búið í tunnu. Spánn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Þegar slökkviliðið kom að heimili Alejandros í vikunni mætti þeim stoppfull íbúð af drasli. Sorpi hreinlega. Mitt í sorpinu lá Alejandro, 48 ára og 250 kíló. Hann hafði hrasað, gat ekki staðið upp og fann sig á endanum knúinn til að hringja í lögregluna. Þá hafði hann reyndar legið matar- og vatnslaus á gólfinu í tæpa viku, en óbærilegur þorsti og hungur knúðu hann á endanum til að kalla eftir hjálp. Brjóta þurfti gat á húsvegginn svo hægt væri að moka út ruslinu áður en hægt var að ná manninum út úr íbúðinni.Twitter Skurðgrafa mokaði ruslinu út Björgunaraðgerðirnar tóku sjö klukkustundir. Ekki var hægt að opna dyrnar fyrir drasli og því þurfti að brjóta gat á vegg íbúðarinnar. Skurðgrafa var svo notuð til að moka út öllu ruslinu áður en hægt var að koma manninum út með því að nota krana. Hér er myndband þar sem hægt er að fylgjast með björgunaraðgerðunum. Slökkviliðsmennirnir íklæddust hlífðarfatnaði og grímum áður en þeir fóru inn í íbúðina og lögreglan segir að þeir hafi aldrei upplifað annað eins á ferli sínum. Reyndar furðaði talsmaður félagsyfirvalda sig á því að enginn nágranni skyldi hafa kvartað yfir megnri fýlu sem barst frá íbúð mannsins. Hefur ekki farið út úr húsi í þrjú ár Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar fór maðurinn að vinna í fjarvinnu þegar útgöngubann var sett á á Spáni vorið 2020, vegna Covid-faraldursins. Borgaryfirvöld höfðu síðast afskipti af manninum í október síðastliðnum vegna kvartana nágranna hans sem höfðu áhyggjur af heilsufari hans. Maðurinn hleypti fulltrúa borgarinnar ekki inn í íbúðina og þar við sat, enginn aðhafðist neitt frekar. Maðurinn dvelur nú á sjúkrahúsi en ekki hefur verið ákveðið hvað verður um hann að dvöl lokinni. Hann er sagður þjást af Díógenesarheilkenni, sem felst í því að fólk hættir að hirða sig og viðar að sér ómældu magni af rusli. Það er kennt við gríska heimspekinginn Díógenes sem uppi var á 4. öld fyrir Krist, en þversögnin í nafninu er merkileg að því að leyti að Díógenes safnaði alls ekki rusli, þvert á móti, hann var meinlætamaður sem var þekktur fyrir að hafa búið í tunnu.
Spánn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira