Stjórnvöld verði að breyta sínum áherslum í riðumálum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. maí 2023 15:04 Bændur í Austur-Húnavatnssýslu hafa áhyggjur af stöðu riðumála eins og bændur í öðrum landshlutu, ekki síst eftir að riða greindist á tveimur bæjum í sýslunni við hliðina á þeim, Vestur-Húnavatnssýslu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Húnabyggðar segir að sauðfjárbændur í Austur Húnavatnssýslu séu á nálum yfir því að riða getið komi upp á svæði þeirra eftir að riða kom upp á tveimur bæjum í Vestur Húnavatnssýslu í vor. Eins og allir vita þá greindist riða á tveimur sauðfjárbúum í Vestur – Húnavatnssýslu snemma í vor og þurfti að skera niður allt fé á báðum bæjum. Líkt og í Vestur Húnavatnssýslu er líka mikið um sauðfé í Austur – Húnavatnssýslu og þar hafa bændur áhyggjur á að riða geti líka blossað upp. Pétur Arason er sveitarstjóri Húnabyggðar. „Þetta er náttúrulega bara grafalvarlegt mál. Þetta kom núna upp í hólfi, sem hefur ekki komið upp áður, sem sýnir það að það er engin óhultur. Það hefur verið riða hér á mörgum stöðum í sveitarfélaginu og ekki langt síðan að hún var hinum megin við okkur hérna í Skagafirði þannig að við erum mjög hugsi yfir þessu öllu,“ segir Pétur. Pétur segir að stjórnvöld verði að breyta sínum áherslum í riðumálum og niðurskurði í kjölfarið. „Af því að við trúum ekki á það að þessi niðurskurðaaðferð sé leið til að leysa þetta mál til framtíðar. Niðurskurðaleiðin er meira einhver nauðvarnarstefna, sem var tekin upp þegar þessi mál voru á mjög slæmum stað en í dag þurfum við bara að nálgast þetta á annan hátt.“ Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, sem segir að stjórnvöld verði að breyta sínum áherslum í riðumálum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur segir að nú þurfi númer 1, 2 og 3 að rækta verndandistofna af sauðfé til að vinna á meininu, sem riðuveiki er. „Og aðrar þjóðir hafa í raun og veru gert það þannig með því að rækta þessa verndandiarfgerð, sem er kallað ARR í íslensku sauðkindinni. Þetta er eitthvað, sem bændur þurfa núna í rauninni að setja fókus á til þess að við þurfum ekki að hafa þessa vofu yfir okkur að riðan geti slegið niður á einhver býli hérna í sveitarfélaginu,“ segir Pétur. Þannig að þú vilt ekki bara skera og skera ef það kemur upp riða? „Nei, ég trúi bara alls ekki á það,“ segir Pétur enn fremur. Húnabyggð Riða í Miðfirði Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Eins og allir vita þá greindist riða á tveimur sauðfjárbúum í Vestur – Húnavatnssýslu snemma í vor og þurfti að skera niður allt fé á báðum bæjum. Líkt og í Vestur Húnavatnssýslu er líka mikið um sauðfé í Austur – Húnavatnssýslu og þar hafa bændur áhyggjur á að riða geti líka blossað upp. Pétur Arason er sveitarstjóri Húnabyggðar. „Þetta er náttúrulega bara grafalvarlegt mál. Þetta kom núna upp í hólfi, sem hefur ekki komið upp áður, sem sýnir það að það er engin óhultur. Það hefur verið riða hér á mörgum stöðum í sveitarfélaginu og ekki langt síðan að hún var hinum megin við okkur hérna í Skagafirði þannig að við erum mjög hugsi yfir þessu öllu,“ segir Pétur. Pétur segir að stjórnvöld verði að breyta sínum áherslum í riðumálum og niðurskurði í kjölfarið. „Af því að við trúum ekki á það að þessi niðurskurðaaðferð sé leið til að leysa þetta mál til framtíðar. Niðurskurðaleiðin er meira einhver nauðvarnarstefna, sem var tekin upp þegar þessi mál voru á mjög slæmum stað en í dag þurfum við bara að nálgast þetta á annan hátt.“ Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, sem segir að stjórnvöld verði að breyta sínum áherslum í riðumálum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur segir að nú þurfi númer 1, 2 og 3 að rækta verndandistofna af sauðfé til að vinna á meininu, sem riðuveiki er. „Og aðrar þjóðir hafa í raun og veru gert það þannig með því að rækta þessa verndandiarfgerð, sem er kallað ARR í íslensku sauðkindinni. Þetta er eitthvað, sem bændur þurfa núna í rauninni að setja fókus á til þess að við þurfum ekki að hafa þessa vofu yfir okkur að riðan geti slegið niður á einhver býli hérna í sveitarfélaginu,“ segir Pétur. Þannig að þú vilt ekki bara skera og skera ef það kemur upp riða? „Nei, ég trúi bara alls ekki á það,“ segir Pétur enn fremur.
Húnabyggð Riða í Miðfirði Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira