Leggið við hlustir - það er kallað Jón Steindór Valdimarsson skrifar 28. maí 2023 09:00 Evrópuhreyfingin hefur fengið Maskínu til þess að gera kannanir um viðhorf Íslendinga til aðildar Íslands að Evrópusambandinu og fleiri atriða sem henni tengjast. Fleiri kannanir verða gerðar í framtíðinni til þess að fylgjast með framvindu mála. Evrópuhreyfingin lítur svo á að nauðsynlegt sé að almenningur ráði för þegar kemur að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðild er stórt og mikilvægt mál sem ekki á að láta stjórnmálaflokkana eina um. Málið er stærra en stundarhagsmunir þeirra eða þras um myndun ríkisstjórnar á hverjum tíma. Evrópuhreyfingin hefur mótað sér þá stefnu, ekki síst í ljósi sögu Evrópumála hér á landi, að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, sú fyrri um að hefja viðræður að nýju og hin síðari um aðild á grundvelli aðildarsamnings. Þegar sú leið er farin verður að tryggja að stjórnmálaflokkar, ríkisstjórn og Alþingi virði og vinni samkvæmt þeim niðurstöðum. Þráður tekinn upp að nýju Það virðist víðtæk pólitísk sátt um að aðildarviðræður verði ekki teknar upp að nýju án þess að leggja það í dóm þjóðarinnar. Forsendur stjórnmálaflokkanna eru mismunandi fyrir þessari afstöðu og eins viðhorf þeirra til þess hvenær eða hvort slík atkvæðagreiðsla skuli fara fram. Ekki fer á milli mála að meirihluti þjóðarinnar og um leið meirihluti fylgjenda nær allra stjórnmálaflokkanna er hlynntur því að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið.Maskína hefur í tvígang, í desember 2022 og apríl 2023, spurt eftirfarandi spurningar: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við ESB? Í bæði skiptin var niðurstaðan sú að mun fleiri eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu en eru henni andvígir og glöggt sést að það er marktæk aukning meðal þeirra sem eru hlynntir og að sama skapi fækkun meðal þeirra sem eru andvígir eða hlutlausir (hvorki hlynntir né andvígir). Stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðsluna hefur vaxið verulega og andstaðan að sama skapi minnkað. Meirihlutinn er víða Mun fleiri eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu en þeir sem eru andvígir og er þá sama hvort horft er til kyns, aldurs, búsetu eða menntunar. Þeir sem eru hlynntir eru á bilinu 50,5% til 66%, en andvígir á bilinu 13,3% til 24,6%. Loks eru þeir sem eru hlutlausir á bilinu 17,8% til 33,4%. Niðurstaðan er því sú að stuðningurinn er víðtækari og almennari en sumir vilja vera láta. Það blasir því við að þjóðin er síður en svo klofin í herðar niður. Hún vill útkljá hvort haldið skuli af stað að nýju eða ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu. Mestur munur innan stjórnmálaflokkanna Myndin sem blasir við þegar svör eru greind eftir stuðningi við stjórnmálaflokka sýnir meira bil á milli þeirra sem eru hlynntir og þeirra sem eru andvígur, bæði milli flokkanna og innan þeirra. Sjá má að stuðningsmenn í öllum flokkum nema einum eru hlynntari en þeir sem eru andvígir. Þá kemur í ljós að eftir því sem fleiri stuðningsmenn flokks eru andvígir virðast fleiri hlutlausir. Á hinn bóginn eru mun færri hlutlausir þegar flestir stuðningsmenn viðkomandi flokks eru jákvæðir. Listin að hlusta Vaxandi þungi hefur verið í Evrópuumræðunni undanfarin misseri og það er líka augljóst að fleiri og fleiri vilja taka af skarið um framhaldið með þjóðaratkvæði. Það gildir trúlega bæði um andstæðinga og fylgjendur aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar standa vissulega fyrir ákveðna stefnu og sjónarmið og berjast fyrir þeim málefnum og vilja koma þeim sem best til skila. Það er eðlilegt og sjálfsagt. Þeir verða þó á sama tíma að kunna listina að hlusta eftir kröfum almennings og hleypa honum að ákvörðunum þegar stórmál eiga í hlut. Það gildir um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Nú er tími til að hlusta. Vertu með og skráðu þig í Evrópuhreyfinguna á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Evrópuhreyfingin hefur fengið Maskínu til þess að gera kannanir um viðhorf Íslendinga til aðildar Íslands að Evrópusambandinu og fleiri atriða sem henni tengjast. Fleiri kannanir verða gerðar í framtíðinni til þess að fylgjast með framvindu mála. Evrópuhreyfingin lítur svo á að nauðsynlegt sé að almenningur ráði för þegar kemur að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðild er stórt og mikilvægt mál sem ekki á að láta stjórnmálaflokkana eina um. Málið er stærra en stundarhagsmunir þeirra eða þras um myndun ríkisstjórnar á hverjum tíma. Evrópuhreyfingin hefur mótað sér þá stefnu, ekki síst í ljósi sögu Evrópumála hér á landi, að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, sú fyrri um að hefja viðræður að nýju og hin síðari um aðild á grundvelli aðildarsamnings. Þegar sú leið er farin verður að tryggja að stjórnmálaflokkar, ríkisstjórn og Alþingi virði og vinni samkvæmt þeim niðurstöðum. Þráður tekinn upp að nýju Það virðist víðtæk pólitísk sátt um að aðildarviðræður verði ekki teknar upp að nýju án þess að leggja það í dóm þjóðarinnar. Forsendur stjórnmálaflokkanna eru mismunandi fyrir þessari afstöðu og eins viðhorf þeirra til þess hvenær eða hvort slík atkvæðagreiðsla skuli fara fram. Ekki fer á milli mála að meirihluti þjóðarinnar og um leið meirihluti fylgjenda nær allra stjórnmálaflokkanna er hlynntur því að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið.Maskína hefur í tvígang, í desember 2022 og apríl 2023, spurt eftirfarandi spurningar: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við ESB? Í bæði skiptin var niðurstaðan sú að mun fleiri eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu en eru henni andvígir og glöggt sést að það er marktæk aukning meðal þeirra sem eru hlynntir og að sama skapi fækkun meðal þeirra sem eru andvígir eða hlutlausir (hvorki hlynntir né andvígir). Stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðsluna hefur vaxið verulega og andstaðan að sama skapi minnkað. Meirihlutinn er víða Mun fleiri eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu en þeir sem eru andvígir og er þá sama hvort horft er til kyns, aldurs, búsetu eða menntunar. Þeir sem eru hlynntir eru á bilinu 50,5% til 66%, en andvígir á bilinu 13,3% til 24,6%. Loks eru þeir sem eru hlutlausir á bilinu 17,8% til 33,4%. Niðurstaðan er því sú að stuðningurinn er víðtækari og almennari en sumir vilja vera láta. Það blasir því við að þjóðin er síður en svo klofin í herðar niður. Hún vill útkljá hvort haldið skuli af stað að nýju eða ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu. Mestur munur innan stjórnmálaflokkanna Myndin sem blasir við þegar svör eru greind eftir stuðningi við stjórnmálaflokka sýnir meira bil á milli þeirra sem eru hlynntir og þeirra sem eru andvígur, bæði milli flokkanna og innan þeirra. Sjá má að stuðningsmenn í öllum flokkum nema einum eru hlynntari en þeir sem eru andvígir. Þá kemur í ljós að eftir því sem fleiri stuðningsmenn flokks eru andvígir virðast fleiri hlutlausir. Á hinn bóginn eru mun færri hlutlausir þegar flestir stuðningsmenn viðkomandi flokks eru jákvæðir. Listin að hlusta Vaxandi þungi hefur verið í Evrópuumræðunni undanfarin misseri og það er líka augljóst að fleiri og fleiri vilja taka af skarið um framhaldið með þjóðaratkvæði. Það gildir trúlega bæði um andstæðinga og fylgjendur aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar standa vissulega fyrir ákveðna stefnu og sjónarmið og berjast fyrir þeim málefnum og vilja koma þeim sem best til skila. Það er eðlilegt og sjálfsagt. Þeir verða þó á sama tíma að kunna listina að hlusta eftir kröfum almennings og hleypa honum að ákvörðunum þegar stórmál eiga í hlut. Það gildir um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Nú er tími til að hlusta. Vertu með og skráðu þig í Evrópuhreyfinguna á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun