Leggið við hlustir - það er kallað Jón Steindór Valdimarsson skrifar 28. maí 2023 09:00 Evrópuhreyfingin hefur fengið Maskínu til þess að gera kannanir um viðhorf Íslendinga til aðildar Íslands að Evrópusambandinu og fleiri atriða sem henni tengjast. Fleiri kannanir verða gerðar í framtíðinni til þess að fylgjast með framvindu mála. Evrópuhreyfingin lítur svo á að nauðsynlegt sé að almenningur ráði för þegar kemur að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðild er stórt og mikilvægt mál sem ekki á að láta stjórnmálaflokkana eina um. Málið er stærra en stundarhagsmunir þeirra eða þras um myndun ríkisstjórnar á hverjum tíma. Evrópuhreyfingin hefur mótað sér þá stefnu, ekki síst í ljósi sögu Evrópumála hér á landi, að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, sú fyrri um að hefja viðræður að nýju og hin síðari um aðild á grundvelli aðildarsamnings. Þegar sú leið er farin verður að tryggja að stjórnmálaflokkar, ríkisstjórn og Alþingi virði og vinni samkvæmt þeim niðurstöðum. Þráður tekinn upp að nýju Það virðist víðtæk pólitísk sátt um að aðildarviðræður verði ekki teknar upp að nýju án þess að leggja það í dóm þjóðarinnar. Forsendur stjórnmálaflokkanna eru mismunandi fyrir þessari afstöðu og eins viðhorf þeirra til þess hvenær eða hvort slík atkvæðagreiðsla skuli fara fram. Ekki fer á milli mála að meirihluti þjóðarinnar og um leið meirihluti fylgjenda nær allra stjórnmálaflokkanna er hlynntur því að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið.Maskína hefur í tvígang, í desember 2022 og apríl 2023, spurt eftirfarandi spurningar: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við ESB? Í bæði skiptin var niðurstaðan sú að mun fleiri eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu en eru henni andvígir og glöggt sést að það er marktæk aukning meðal þeirra sem eru hlynntir og að sama skapi fækkun meðal þeirra sem eru andvígir eða hlutlausir (hvorki hlynntir né andvígir). Stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðsluna hefur vaxið verulega og andstaðan að sama skapi minnkað. Meirihlutinn er víða Mun fleiri eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu en þeir sem eru andvígir og er þá sama hvort horft er til kyns, aldurs, búsetu eða menntunar. Þeir sem eru hlynntir eru á bilinu 50,5% til 66%, en andvígir á bilinu 13,3% til 24,6%. Loks eru þeir sem eru hlutlausir á bilinu 17,8% til 33,4%. Niðurstaðan er því sú að stuðningurinn er víðtækari og almennari en sumir vilja vera láta. Það blasir því við að þjóðin er síður en svo klofin í herðar niður. Hún vill útkljá hvort haldið skuli af stað að nýju eða ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu. Mestur munur innan stjórnmálaflokkanna Myndin sem blasir við þegar svör eru greind eftir stuðningi við stjórnmálaflokka sýnir meira bil á milli þeirra sem eru hlynntir og þeirra sem eru andvígur, bæði milli flokkanna og innan þeirra. Sjá má að stuðningsmenn í öllum flokkum nema einum eru hlynntari en þeir sem eru andvígir. Þá kemur í ljós að eftir því sem fleiri stuðningsmenn flokks eru andvígir virðast fleiri hlutlausir. Á hinn bóginn eru mun færri hlutlausir þegar flestir stuðningsmenn viðkomandi flokks eru jákvæðir. Listin að hlusta Vaxandi þungi hefur verið í Evrópuumræðunni undanfarin misseri og það er líka augljóst að fleiri og fleiri vilja taka af skarið um framhaldið með þjóðaratkvæði. Það gildir trúlega bæði um andstæðinga og fylgjendur aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar standa vissulega fyrir ákveðna stefnu og sjónarmið og berjast fyrir þeim málefnum og vilja koma þeim sem best til skila. Það er eðlilegt og sjálfsagt. Þeir verða þó á sama tíma að kunna listina að hlusta eftir kröfum almennings og hleypa honum að ákvörðunum þegar stórmál eiga í hlut. Það gildir um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Nú er tími til að hlusta. Vertu með og skráðu þig í Evrópuhreyfinguna á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Evrópuhreyfingin hefur fengið Maskínu til þess að gera kannanir um viðhorf Íslendinga til aðildar Íslands að Evrópusambandinu og fleiri atriða sem henni tengjast. Fleiri kannanir verða gerðar í framtíðinni til þess að fylgjast með framvindu mála. Evrópuhreyfingin lítur svo á að nauðsynlegt sé að almenningur ráði för þegar kemur að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðild er stórt og mikilvægt mál sem ekki á að láta stjórnmálaflokkana eina um. Málið er stærra en stundarhagsmunir þeirra eða þras um myndun ríkisstjórnar á hverjum tíma. Evrópuhreyfingin hefur mótað sér þá stefnu, ekki síst í ljósi sögu Evrópumála hér á landi, að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, sú fyrri um að hefja viðræður að nýju og hin síðari um aðild á grundvelli aðildarsamnings. Þegar sú leið er farin verður að tryggja að stjórnmálaflokkar, ríkisstjórn og Alþingi virði og vinni samkvæmt þeim niðurstöðum. Þráður tekinn upp að nýju Það virðist víðtæk pólitísk sátt um að aðildarviðræður verði ekki teknar upp að nýju án þess að leggja það í dóm þjóðarinnar. Forsendur stjórnmálaflokkanna eru mismunandi fyrir þessari afstöðu og eins viðhorf þeirra til þess hvenær eða hvort slík atkvæðagreiðsla skuli fara fram. Ekki fer á milli mála að meirihluti þjóðarinnar og um leið meirihluti fylgjenda nær allra stjórnmálaflokkanna er hlynntur því að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið.Maskína hefur í tvígang, í desember 2022 og apríl 2023, spurt eftirfarandi spurningar: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við ESB? Í bæði skiptin var niðurstaðan sú að mun fleiri eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu en eru henni andvígir og glöggt sést að það er marktæk aukning meðal þeirra sem eru hlynntir og að sama skapi fækkun meðal þeirra sem eru andvígir eða hlutlausir (hvorki hlynntir né andvígir). Stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðsluna hefur vaxið verulega og andstaðan að sama skapi minnkað. Meirihlutinn er víða Mun fleiri eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu en þeir sem eru andvígir og er þá sama hvort horft er til kyns, aldurs, búsetu eða menntunar. Þeir sem eru hlynntir eru á bilinu 50,5% til 66%, en andvígir á bilinu 13,3% til 24,6%. Loks eru þeir sem eru hlutlausir á bilinu 17,8% til 33,4%. Niðurstaðan er því sú að stuðningurinn er víðtækari og almennari en sumir vilja vera láta. Það blasir því við að þjóðin er síður en svo klofin í herðar niður. Hún vill útkljá hvort haldið skuli af stað að nýju eða ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu. Mestur munur innan stjórnmálaflokkanna Myndin sem blasir við þegar svör eru greind eftir stuðningi við stjórnmálaflokka sýnir meira bil á milli þeirra sem eru hlynntir og þeirra sem eru andvígur, bæði milli flokkanna og innan þeirra. Sjá má að stuðningsmenn í öllum flokkum nema einum eru hlynntari en þeir sem eru andvígir. Þá kemur í ljós að eftir því sem fleiri stuðningsmenn flokks eru andvígir virðast fleiri hlutlausir. Á hinn bóginn eru mun færri hlutlausir þegar flestir stuðningsmenn viðkomandi flokks eru jákvæðir. Listin að hlusta Vaxandi þungi hefur verið í Evrópuumræðunni undanfarin misseri og það er líka augljóst að fleiri og fleiri vilja taka af skarið um framhaldið með þjóðaratkvæði. Það gildir trúlega bæði um andstæðinga og fylgjendur aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar standa vissulega fyrir ákveðna stefnu og sjónarmið og berjast fyrir þeim málefnum og vilja koma þeim sem best til skila. Það er eðlilegt og sjálfsagt. Þeir verða þó á sama tíma að kunna listina að hlusta eftir kröfum almennings og hleypa honum að ákvörðunum þegar stórmál eiga í hlut. Það gildir um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Nú er tími til að hlusta. Vertu með og skráðu þig í Evrópuhreyfinguna á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun