Parið hefur verið saman í sex mánuði sem hafa einkennst af hæðum og lægðum.
„Hann svo sannarlega bætir mig og hjálpar mér að komast á jörðina. Við erum eins og litlir krakkar- svo spennt,“ skrifaði Mari auk þess að viðurkenna að nokkur hamingjutár hafi fallið.
Hamingjuóskum rignir yfir parið vegna tímamótanna.
Mari og Njörður voru stödd í Þýskalandi á dögunum þar sem hún keppti í Bakgarðshlaupi meistaranna sem fór fram í þýska smábænum Rettert. Hún lauk keppni á 34. hring og hafði þá hlaupið um 227 kílómetra.
Af samfélagsmiðlum að dæma stóð Njörður þétt við bakið á sinni konu og er án efa stoltur af henni fyrir þennan stórkostlega árangur.