Skrefi nær því sem engum hefur tekist Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2023 07:30 Marcus Smart var þefvís á boltann í gærkvöld og náði að stela honum fimm sinnum af Miami-mönnum, auk þess að skora 23 stig. AP/Michael Dwyer Leikmenn Boston Celtics hafa spilað fjóra leiki upp á líf og dauða í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í ár og alltaf lifað af. Í nótt unnu þeir Miami Heat 110-97 og minnkuðu forskot Miami í 3-2 í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar. Miami komst í 3-0 í einvíginu en hefur nú klúðrað tveimur tækifærum til að slá út Boston og tryggja sér einvígi við Denver Nuggets um NBA-meistaratitilinn. Engu liði hefur tekist að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-0 undir (það hefur verið reynt 150 sinnum) en Boston er hálfnað í því verkefni og getur jafnað einvígið í Miami á morgun. Í fyrsta sinn á tímabilinu voru fjórir leikmenn Boston með yfir 20 stig í leiknum. Derrick White setti niður sex þriggja stiga körfur og endaði með 24 stig, Marcus Smart skoraði 23 stig og stal boltanum fimm sinnum, og þeir Jayson Tatum og Jaylen Brown skoruðu 21 stig hvor. The @celtics triumph in the must-win Game 5!Jayson Tatum: 21 PTS, 11 AST, 8 REBJaylen Brown: 21 PTS, 3 STL Game 6 ECF: Saturday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/ADAqcfaJ8H— NBA (@NBA) May 26, 2023 Boston hafði áður verið með bakið uppi við vegg í tveimur leikjum gegn Philadelphia 76ers en tekist að vinna það einvígi. „Ég held að núna sé þetta orðið að seríu,“ sagði Jaylen Brown eftir sigurinn í Garðinum í nótt, fyrir framan öfluga stuðningsmenn sem kyrjuðu „Beat the Heat“ hátt í fyrsta sinn síðan í leik eitt í einvíginu. Miami á enn góða möguleika á að verða aðeins annað lið sögunnar til að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar þrátt fyrir að koma inn í úrslitakeppnina sem áttunda besta lið sinnar deildar. „Við munum alltaf vera jákvæðir og vitum að við ætlum og munum vinna þessa seríu,“ sagði Jimmy Butler, lykilmaður Miami. „Við verðum bara að klára dæmið heima,“ sagði Butler. Butler skoraði 14 stig í leiknum en spilaði ekkert síðustu tíu mínútur leiksins, eftir að Miami var komið 24 stigum undir, 96-72. Duncan Robinson var með 18 stig fyrir Miami og Bam Adebayo 16 en gestirnir náðu aldrei forystu í leiknum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Miami komst í 3-0 í einvíginu en hefur nú klúðrað tveimur tækifærum til að slá út Boston og tryggja sér einvígi við Denver Nuggets um NBA-meistaratitilinn. Engu liði hefur tekist að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-0 undir (það hefur verið reynt 150 sinnum) en Boston er hálfnað í því verkefni og getur jafnað einvígið í Miami á morgun. Í fyrsta sinn á tímabilinu voru fjórir leikmenn Boston með yfir 20 stig í leiknum. Derrick White setti niður sex þriggja stiga körfur og endaði með 24 stig, Marcus Smart skoraði 23 stig og stal boltanum fimm sinnum, og þeir Jayson Tatum og Jaylen Brown skoruðu 21 stig hvor. The @celtics triumph in the must-win Game 5!Jayson Tatum: 21 PTS, 11 AST, 8 REBJaylen Brown: 21 PTS, 3 STL Game 6 ECF: Saturday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/ADAqcfaJ8H— NBA (@NBA) May 26, 2023 Boston hafði áður verið með bakið uppi við vegg í tveimur leikjum gegn Philadelphia 76ers en tekist að vinna það einvígi. „Ég held að núna sé þetta orðið að seríu,“ sagði Jaylen Brown eftir sigurinn í Garðinum í nótt, fyrir framan öfluga stuðningsmenn sem kyrjuðu „Beat the Heat“ hátt í fyrsta sinn síðan í leik eitt í einvíginu. Miami á enn góða möguleika á að verða aðeins annað lið sögunnar til að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar þrátt fyrir að koma inn í úrslitakeppnina sem áttunda besta lið sinnar deildar. „Við munum alltaf vera jákvæðir og vitum að við ætlum og munum vinna þessa seríu,“ sagði Jimmy Butler, lykilmaður Miami. „Við verðum bara að klára dæmið heima,“ sagði Butler. Butler skoraði 14 stig í leiknum en spilaði ekkert síðustu tíu mínútur leiksins, eftir að Miami var komið 24 stigum undir, 96-72. Duncan Robinson var með 18 stig fyrir Miami og Bam Adebayo 16 en gestirnir náðu aldrei forystu í leiknum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira