Fólk bíði með bullandi sýkingar fram að mánaðamótum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. maí 2023 09:00 Vilborg segir Hjálparstarfið taka við um 40 manns í hverjum mánuði sem eiga í erfiðleikum með að greiða lyf. Tugir leita til Hjálparstarfs kirkjunnar í hverjum mánuði til að fá aðstoð með lyfjakaup. Í mörgum tilfellum er fólk að bíða með bullandi sýkingu fram að mánaðamótum til að geta greitt sýklalyf. „Það reynist fólki oft erfitt að leysa út lyf á nýju lyfjaári. Greiðsluþátttökukerfið dugar ekki til fyrir alla,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Tugir leita til stofnunarinnar í hverjum mánuði til þess að fá aðstoð við að leysa út ávísuð lyf. Eins og Vísir greindi frá á þriðjudag sýnir ný könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Öryrkjabandalagið að stór hluti öryrkja fresti heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. 26 prósent þeirra sem hafa 75 prósent örorku eða meira sögðust hafa sleppt því að leysa út ávísuð lyf undanfarna sex mánuði. Þessi veruleiki birtist Vilborgu og öðru starfsfólki Hjálparstarfs kirkjunnar sem reyna að koma fólki yfir erfiðasta hjallann, sem eru fyrstu greiðslurnar á hverju lyfjaári. Fyrsta þrepið erfitt Í upphafi lyfjaárs greiðir sjúklingur að fullu fyrir lyf upp að 22 þúsund króna hámarki í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Í öðru þrepi er það 15 prósent upp að 31.750 krónum og í þriðja þrepi 7,5 prósent upp að 62 þúsund krónum sem er hámarksgreiðsla á tólf mánaða tímabili. Greiðsluþátttökukerfið er flókið og þjónar ekki öllum nægilega vel að sögn Vilborgar. Egill Aðalsteinsson Upphæðirnar eru lægri fyrir eldri borgara, öryrkja og börn. 41 þúsund krónur að hámarki á ári. Í hverjum mánuði leita um 40 manns eftir aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar við að komast yfir fyrsta hjallann. Vilborg segir að þegar fólk sé komið inn í þrep númer tvö reynist það auðveldara að borga. Borga ekki verkjalyf Oft eru það öryrkjar og aldraðir sem leita eftir aðstoð. En einnig fólk á framfærslu félagsþjónustunnar og fólk á atvinnuleysisbótum sem hefur hærri þröskuld inn í afsláttinn. Vilborg segir að fólki vanti alls konar lyf. Svo sem hjartalyf, astmalyf, sykursýkislyf, krabbameinslyf og geðlyf. Hjálparstarfið greiðir fólki ekki út pening heldur sendir beiðni í apótek þar sem greint er frá því að samtökin séu greiðandi. „Við aðstoðum fólk ekki með lyf sem eru ávanabindandi og hægt er að selja á götunni,“ segir Vilborg. En verkjalyf, svefnlyf og róandi lyf eru ekki inni í greiðsluþátttökukerfi ríkisins. Hættulegt að bíða Heldur ekki sýklalyf og það getur verið vandamál segir Vilborg. Fólk er því oft með bullandi sýkingar en getur ekki leyst út lyfin sín strax. „Sýklalyf eru ekki inni í greiðsluþátttökukerfinu hjá fullorðnu fólki, aðeins hjá börnum,“ segir Vilborg. „Fólk er að lenda í því að þurfa að bíða til mánaðamóta til að geta leyst út sýklalyfin sín. Þau geta kostað frá þrjú þúsund upp í meira en tíu þúsund krónur.“ Telur Vilborg að það þurfti að breyta þessu sem og kerfinu í heild. Hún segir greiðsluþátttökukerfið bæði flókið og illfyrirsjáanlegt fyrir fólk. Annað vandamál er þegar fólk er að bíða eftir að fá svokallað lyfjakort. En það þarf að byrja strax á lyfinu og borga mikið þangað til kortið berst. „Ég er ekki læknir, en ef læknir er að ávísa lyfi sem þú átt að byrja að taka og þú hefur ekki efni á því hlýtur það að vera hættulegt,“ segir Vilborg. Myndu fara á hausinn Eins og Vísir greindi frá fyrr í vikunni eru það ekki aðeins lyf sem öryrkjar og fleiri hópar eiga í erfiðleikum með að greiða. Meira en 40 prósent höfðu frestað læknisheimsókn og 30 prósent sjúkraþjálfun vegna kostnaðar. Vilborg segir að Hjálparstarf kirkjunnar hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að aðstoða fólk með aðra heilbrigðisþjónustu en lyf. Svo sem lækniheimsóknir, tannlækningar, sjúkraþjálfun, heyrnartæki eða gleraugu svo dæmi séu tekin. Starfið hefur þó aðstoðað börn með gleraugu. „Við eigum ekki peninga fyrir því og getum ekki farið inn í þetta. Þetta á líka að vera hlutverk ríkisins en ekki hjálparsamtaka,“ segir hún. Heilbrigðismál Lyf Hjálparstarf Félagsmál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
„Það reynist fólki oft erfitt að leysa út lyf á nýju lyfjaári. Greiðsluþátttökukerfið dugar ekki til fyrir alla,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Tugir leita til stofnunarinnar í hverjum mánuði til þess að fá aðstoð við að leysa út ávísuð lyf. Eins og Vísir greindi frá á þriðjudag sýnir ný könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Öryrkjabandalagið að stór hluti öryrkja fresti heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. 26 prósent þeirra sem hafa 75 prósent örorku eða meira sögðust hafa sleppt því að leysa út ávísuð lyf undanfarna sex mánuði. Þessi veruleiki birtist Vilborgu og öðru starfsfólki Hjálparstarfs kirkjunnar sem reyna að koma fólki yfir erfiðasta hjallann, sem eru fyrstu greiðslurnar á hverju lyfjaári. Fyrsta þrepið erfitt Í upphafi lyfjaárs greiðir sjúklingur að fullu fyrir lyf upp að 22 þúsund króna hámarki í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Í öðru þrepi er það 15 prósent upp að 31.750 krónum og í þriðja þrepi 7,5 prósent upp að 62 þúsund krónum sem er hámarksgreiðsla á tólf mánaða tímabili. Greiðsluþátttökukerfið er flókið og þjónar ekki öllum nægilega vel að sögn Vilborgar. Egill Aðalsteinsson Upphæðirnar eru lægri fyrir eldri borgara, öryrkja og börn. 41 þúsund krónur að hámarki á ári. Í hverjum mánuði leita um 40 manns eftir aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar við að komast yfir fyrsta hjallann. Vilborg segir að þegar fólk sé komið inn í þrep númer tvö reynist það auðveldara að borga. Borga ekki verkjalyf Oft eru það öryrkjar og aldraðir sem leita eftir aðstoð. En einnig fólk á framfærslu félagsþjónustunnar og fólk á atvinnuleysisbótum sem hefur hærri þröskuld inn í afsláttinn. Vilborg segir að fólki vanti alls konar lyf. Svo sem hjartalyf, astmalyf, sykursýkislyf, krabbameinslyf og geðlyf. Hjálparstarfið greiðir fólki ekki út pening heldur sendir beiðni í apótek þar sem greint er frá því að samtökin séu greiðandi. „Við aðstoðum fólk ekki með lyf sem eru ávanabindandi og hægt er að selja á götunni,“ segir Vilborg. En verkjalyf, svefnlyf og róandi lyf eru ekki inni í greiðsluþátttökukerfi ríkisins. Hættulegt að bíða Heldur ekki sýklalyf og það getur verið vandamál segir Vilborg. Fólk er því oft með bullandi sýkingar en getur ekki leyst út lyfin sín strax. „Sýklalyf eru ekki inni í greiðsluþátttökukerfinu hjá fullorðnu fólki, aðeins hjá börnum,“ segir Vilborg. „Fólk er að lenda í því að þurfa að bíða til mánaðamóta til að geta leyst út sýklalyfin sín. Þau geta kostað frá þrjú þúsund upp í meira en tíu þúsund krónur.“ Telur Vilborg að það þurfti að breyta þessu sem og kerfinu í heild. Hún segir greiðsluþátttökukerfið bæði flókið og illfyrirsjáanlegt fyrir fólk. Annað vandamál er þegar fólk er að bíða eftir að fá svokallað lyfjakort. En það þarf að byrja strax á lyfinu og borga mikið þangað til kortið berst. „Ég er ekki læknir, en ef læknir er að ávísa lyfi sem þú átt að byrja að taka og þú hefur ekki efni á því hlýtur það að vera hættulegt,“ segir Vilborg. Myndu fara á hausinn Eins og Vísir greindi frá fyrr í vikunni eru það ekki aðeins lyf sem öryrkjar og fleiri hópar eiga í erfiðleikum með að greiða. Meira en 40 prósent höfðu frestað læknisheimsókn og 30 prósent sjúkraþjálfun vegna kostnaðar. Vilborg segir að Hjálparstarf kirkjunnar hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að aðstoða fólk með aðra heilbrigðisþjónustu en lyf. Svo sem lækniheimsóknir, tannlækningar, sjúkraþjálfun, heyrnartæki eða gleraugu svo dæmi séu tekin. Starfið hefur þó aðstoðað börn með gleraugu. „Við eigum ekki peninga fyrir því og getum ekki farið inn í þetta. Þetta á líka að vera hlutverk ríkisins en ekki hjálparsamtaka,“ segir hún.
Heilbrigðismál Lyf Hjálparstarf Félagsmál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira