Össur styður Úkraínu enn frekar: „Við erum einbeitt í að leggja okkar af mörkum“ Máni Snær Þorláksson skrifar 24. maí 2023 17:36 Hér má sjá Svein Sölvason er hann ræðir við Sergei, úkraínskan hermann sem mun brátt fá stoðtæki og hefja endurhæfingu hjá Unbroken. Aðsend Össur hf. hefur undirritað rammasamkomulag um frekara samstarf við endurhæfingaspítala í Úkraínu. Gert er ráð fyrir að fjöldi hermanna og óbreyttra borgara sem þurfa á stoðtækjum að halda sé um tuttugu þúsund. Um er að ræða endurhæfingaspítalann Unbroken Medical Center sem staðsettur er í Lviv í Úkraínu. Í tilkynningu frá íslenska heilbrigðistæknifyrirtækinu segir að fjöldi aflimaðra í Úkraínu aukist dag frá degi sökum stríðsins sem þar geisar. Þá kemur fram að það sé mikil og vaxandi þörf fyrir stoðtækjalausnir og klíníska sérfræðinga sem geta þjálfað heilbrigðisstarfsfólk í Úkraínu og þjónustað sjúklinga. Össur hafi gefið stoðtæki og þjálfað á annan tug úkraínskra sérfræðinga í lausnum fyrirtækisins frá því stríðið hófst árið 2022. Samkomulagið sem skrifað var undir í dag undirstriki vilja beggja aðila að ganga enn lengra í að stofna til viðskiptasambands. Markmiðið sé að finna skilvirka leið til að útvega þjálfun og þjónusta fleiri sjúklinga með lausnum Össurar. Samkomulagið var undirritað að viðstöddum Andriy Sadovy borgarstjóra Lviv, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur forseta borgarstjórnar.Aðsend „Össur er eitt af fáum fyrirtækjum á heimsvísu sem hefur heildstæða þekkingu og lausnir sem geta skipt sköpum í því ástandi sem nú ríkir í Úkraínu,“ er haft eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar í tilkynningunni. „ Við erum einbeitt í að leggja okkar af mörkum við að byggja upp þá þjónustu sem þarf til að ná til þeirra fjölmörgu einstaklinga í Úkraínu sem þurfa á stoðtækjum og varanlegri endurhæfingu að halda.“ Forstjóri Össurar ásamt starfsfólki Unbroken endurhæfingaspítalans í LvivAðsend Össur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Reykvíkingar skipta Lviv inn fyrir Moskvu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur er nú staddur í Úkraínu en hann og Andriy Sadovyy borgarstjóri Lvív undirrituðu samkomulag um samvinnu borganna að viðstöddu fjölmenni í Ráðhúsinu í Lviv á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. maí 2023 16:27 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Um er að ræða endurhæfingaspítalann Unbroken Medical Center sem staðsettur er í Lviv í Úkraínu. Í tilkynningu frá íslenska heilbrigðistæknifyrirtækinu segir að fjöldi aflimaðra í Úkraínu aukist dag frá degi sökum stríðsins sem þar geisar. Þá kemur fram að það sé mikil og vaxandi þörf fyrir stoðtækjalausnir og klíníska sérfræðinga sem geta þjálfað heilbrigðisstarfsfólk í Úkraínu og þjónustað sjúklinga. Össur hafi gefið stoðtæki og þjálfað á annan tug úkraínskra sérfræðinga í lausnum fyrirtækisins frá því stríðið hófst árið 2022. Samkomulagið sem skrifað var undir í dag undirstriki vilja beggja aðila að ganga enn lengra í að stofna til viðskiptasambands. Markmiðið sé að finna skilvirka leið til að útvega þjálfun og þjónusta fleiri sjúklinga með lausnum Össurar. Samkomulagið var undirritað að viðstöddum Andriy Sadovy borgarstjóra Lviv, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur forseta borgarstjórnar.Aðsend „Össur er eitt af fáum fyrirtækjum á heimsvísu sem hefur heildstæða þekkingu og lausnir sem geta skipt sköpum í því ástandi sem nú ríkir í Úkraínu,“ er haft eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar í tilkynningunni. „ Við erum einbeitt í að leggja okkar af mörkum við að byggja upp þá þjónustu sem þarf til að ná til þeirra fjölmörgu einstaklinga í Úkraínu sem þurfa á stoðtækjum og varanlegri endurhæfingu að halda.“ Forstjóri Össurar ásamt starfsfólki Unbroken endurhæfingaspítalans í LvivAðsend
Össur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Reykvíkingar skipta Lviv inn fyrir Moskvu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur er nú staddur í Úkraínu en hann og Andriy Sadovyy borgarstjóri Lvív undirrituðu samkomulag um samvinnu borganna að viðstöddu fjölmenni í Ráðhúsinu í Lviv á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. maí 2023 16:27 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Reykvíkingar skipta Lviv inn fyrir Moskvu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur er nú staddur í Úkraínu en hann og Andriy Sadovyy borgarstjóri Lvív undirrituðu samkomulag um samvinnu borganna að viðstöddu fjölmenni í Ráðhúsinu í Lviv á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. maí 2023 16:27