Spyr hvers vegna seðlabankastjóra sé leyft að grafa undan lífskjörum lágtekjufólks Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. maí 2023 12:51 Sólveig Anna segir að verka-og láglaunafólk standi nú frammi fyrir síversnandi efnahagsaðstæðum og hún gagnrýnir aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar segir ríkisstjórnina ekki gera neitt til að draga úr neyslu hátekjufólks og segir hana eftirláta Seðlabankanum að grafa undan lífskjörum þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Sá hópur standi berskjaldaður gagnvart flæðandi „verðbólgu- og vaxtahrauni“. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir útspil Seðlabankans í morgun vera lið í áframhaldandi og síharðnandi stéttastríði gegn þeim sem verst hafa það í samfélaginu. Könnun Vörðu um aðstæður Eflingarfólks sýni síversnandi aðstæður. „Meira en 60% Eflingarfélaga eiga nokkuð til mjög erfitt með að ná endum saman og 20% Eflingarfólks metur fjárhagsstöðu sína mun verri en fyrir ári. 55% Eflingarkvenna geta ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skulda og hátt í 30% Eflingarkvenna geta ekki séð börnum sínum fyrir nauðsynlegum klæðnaði og við hljótum bara að spyrja okkur hvers vegna seðlabankastjóri kemst upp með það að grafa markvisst undan lífskjörum þessa fólks.“ Sólveg spyr hvers vegna ríkisstjórnin ráðist ekki í aðgerðir til að draga úr neyslu þeirra sem hafa miklar ráðstöfunartekjur. Bæði verðbólga og stýrivaxtahækkanir komi verst niður á tekjulágum. „Það er augljóst öllum þeim sem fylgjast með þessu að hún er ekki að gera það sem hún á að vera að gera, að grípa til raunverulegra og markvissra aðgerða með því að hækka skatta á auðstéttina sem hér lifir eins og aðall fyrri alda í staðinn heimilar hún það að lífi verka og láglaunafólks sé einfaldlega fórnað með því að ráðast að þeim sem fyrir höfðu það erfitt og eru nú með þessum aðgerðum sett í þá stöðu að geta ekki séð fyrir sér og fjölskyldum sínum. Er hægt að sætta sig við þetta ástand lengur? Nei, það er augljóslega ekki hægt.“ Stýrivaxtahækkun sem tæki til að ná tökum á verðbólgu sé einstaklega ósanngjarnt. „Þetta leggst yfir alla en þetta hefur augljóslega lítil sem engin áhrif á það fólk sem hér er mjög vel statt en hefur skelfileg og eyðileggjandi áhrif á tilveruskilyrði þeirra sem með vinnu sinni knýja hér allt áfram en eru komin í þá stöðu að þau geta ekki séð fyrir sér og börnunum sínum og hafa ekkert um neitt annað að ræða heldur en að steypa sér út í skuldir til þess eins að komast af.“ Ekki er langt síðan skrifað var undir kjarasamninga út frá miðlunartillögu setts ríkissáttasemjara en Sólveig segist hafa viljað að síðasta kjaralota hefði farið allt öðruvísi fram. „Efling barðist fyrir allt öðruvísi uppbyggingu á samningum og við bentum á strax í upphafi kjarasamningslotunnar að það ætti að fara fram með þeim hætti að fólki yrði tryggð sín hlutdeild í hagvextinum og að það þyrfti að tryggja að fólk yrði einhvern veginn ekki grafið undir þessu verðbólgu- og vaxtahrauni sem hér er látið leka yfir allt frá Seðlabankanum.“ Kjaraviðræður 2022-23 Seðlabankinn Verðlag Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Geðshræring vegna stýrivaxtahækkunar Verulegrar geðshræringar gætti á samfélagsmiðlum í morgun þegar tilkynnt var um enn eina hækkun stýrivaxta, þá 13. í röðinni en hækkunin nam 1,25 stigum. 24. maí 2023 12:16 Vonandi ekki þjóðarsátt um að Seðlabankinn bregðist einn við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins standi undir sinni ábyrgð og taki þátt í því að bregðast við verðbólgu og verðbólguvæntingum með Seðlabanka Íslands. 24. maí 2023 10:56 Stærsta vaxtastökkið frá hruni með 125 punkta hækkun Seðlabankans Peningastefnunefnd kom markaðsaðilum og greinendum á óvart með því að hækka vexti Seðlabankans úr 7,5 prósentum í 8,75 prósentum, sem var umfram væntingar, til að ná böndum á undirliggjandi verðbólgu sem heldur áfram að hækka samtímis því að horfur eru á enn meiri vexti í innlendri eftirspurn í ár. Þrátt fyrir að vaxtahækkunin nú upp á 125 punkta sé sú mesta í einu vetfangi frá því við fall bankanna haustið 2008 þá boðar nefndin enn frekari hækkun vaxta á næstunni. 24. maí 2023 08:57 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir útspil Seðlabankans í morgun vera lið í áframhaldandi og síharðnandi stéttastríði gegn þeim sem verst hafa það í samfélaginu. Könnun Vörðu um aðstæður Eflingarfólks sýni síversnandi aðstæður. „Meira en 60% Eflingarfélaga eiga nokkuð til mjög erfitt með að ná endum saman og 20% Eflingarfólks metur fjárhagsstöðu sína mun verri en fyrir ári. 55% Eflingarkvenna geta ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skulda og hátt í 30% Eflingarkvenna geta ekki séð börnum sínum fyrir nauðsynlegum klæðnaði og við hljótum bara að spyrja okkur hvers vegna seðlabankastjóri kemst upp með það að grafa markvisst undan lífskjörum þessa fólks.“ Sólveg spyr hvers vegna ríkisstjórnin ráðist ekki í aðgerðir til að draga úr neyslu þeirra sem hafa miklar ráðstöfunartekjur. Bæði verðbólga og stýrivaxtahækkanir komi verst niður á tekjulágum. „Það er augljóst öllum þeim sem fylgjast með þessu að hún er ekki að gera það sem hún á að vera að gera, að grípa til raunverulegra og markvissra aðgerða með því að hækka skatta á auðstéttina sem hér lifir eins og aðall fyrri alda í staðinn heimilar hún það að lífi verka og láglaunafólks sé einfaldlega fórnað með því að ráðast að þeim sem fyrir höfðu það erfitt og eru nú með þessum aðgerðum sett í þá stöðu að geta ekki séð fyrir sér og fjölskyldum sínum. Er hægt að sætta sig við þetta ástand lengur? Nei, það er augljóslega ekki hægt.“ Stýrivaxtahækkun sem tæki til að ná tökum á verðbólgu sé einstaklega ósanngjarnt. „Þetta leggst yfir alla en þetta hefur augljóslega lítil sem engin áhrif á það fólk sem hér er mjög vel statt en hefur skelfileg og eyðileggjandi áhrif á tilveruskilyrði þeirra sem með vinnu sinni knýja hér allt áfram en eru komin í þá stöðu að þau geta ekki séð fyrir sér og börnunum sínum og hafa ekkert um neitt annað að ræða heldur en að steypa sér út í skuldir til þess eins að komast af.“ Ekki er langt síðan skrifað var undir kjarasamninga út frá miðlunartillögu setts ríkissáttasemjara en Sólveig segist hafa viljað að síðasta kjaralota hefði farið allt öðruvísi fram. „Efling barðist fyrir allt öðruvísi uppbyggingu á samningum og við bentum á strax í upphafi kjarasamningslotunnar að það ætti að fara fram með þeim hætti að fólki yrði tryggð sín hlutdeild í hagvextinum og að það þyrfti að tryggja að fólk yrði einhvern veginn ekki grafið undir þessu verðbólgu- og vaxtahrauni sem hér er látið leka yfir allt frá Seðlabankanum.“
Kjaraviðræður 2022-23 Seðlabankinn Verðlag Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Geðshræring vegna stýrivaxtahækkunar Verulegrar geðshræringar gætti á samfélagsmiðlum í morgun þegar tilkynnt var um enn eina hækkun stýrivaxta, þá 13. í röðinni en hækkunin nam 1,25 stigum. 24. maí 2023 12:16 Vonandi ekki þjóðarsátt um að Seðlabankinn bregðist einn við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins standi undir sinni ábyrgð og taki þátt í því að bregðast við verðbólgu og verðbólguvæntingum með Seðlabanka Íslands. 24. maí 2023 10:56 Stærsta vaxtastökkið frá hruni með 125 punkta hækkun Seðlabankans Peningastefnunefnd kom markaðsaðilum og greinendum á óvart með því að hækka vexti Seðlabankans úr 7,5 prósentum í 8,75 prósentum, sem var umfram væntingar, til að ná böndum á undirliggjandi verðbólgu sem heldur áfram að hækka samtímis því að horfur eru á enn meiri vexti í innlendri eftirspurn í ár. Þrátt fyrir að vaxtahækkunin nú upp á 125 punkta sé sú mesta í einu vetfangi frá því við fall bankanna haustið 2008 þá boðar nefndin enn frekari hækkun vaxta á næstunni. 24. maí 2023 08:57 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Geðshræring vegna stýrivaxtahækkunar Verulegrar geðshræringar gætti á samfélagsmiðlum í morgun þegar tilkynnt var um enn eina hækkun stýrivaxta, þá 13. í röðinni en hækkunin nam 1,25 stigum. 24. maí 2023 12:16
Vonandi ekki þjóðarsátt um að Seðlabankinn bregðist einn við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins standi undir sinni ábyrgð og taki þátt í því að bregðast við verðbólgu og verðbólguvæntingum með Seðlabanka Íslands. 24. maí 2023 10:56
Stærsta vaxtastökkið frá hruni með 125 punkta hækkun Seðlabankans Peningastefnunefnd kom markaðsaðilum og greinendum á óvart með því að hækka vexti Seðlabankans úr 7,5 prósentum í 8,75 prósentum, sem var umfram væntingar, til að ná böndum á undirliggjandi verðbólgu sem heldur áfram að hækka samtímis því að horfur eru á enn meiri vexti í innlendri eftirspurn í ár. Þrátt fyrir að vaxtahækkunin nú upp á 125 punkta sé sú mesta í einu vetfangi frá því við fall bankanna haustið 2008 þá boðar nefndin enn frekari hækkun vaxta á næstunni. 24. maí 2023 08:57