Liðin mætast aftur annað kvöld og svo í Miami á laugardaginn ef þess þarf, og mögulega í oddaleik í Boston 29. maí. Sigurliðið mætir Denver Nuggets í úrslitaeinvíginu sem hefst 1 júní.
Þrátt fyrir sigurinn er vonin veik hjá Boston og vert að benda á að engu liði í sögunni hefur tekist að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-0 undir. Af þeim 150 sem hafa reynt hefur 150 mistekist.
Útlitið var ekki gott hjá Boston snemma í þriðja leikhluta í gærkvöld, níu stigum undir og á leið í sumarfrí. En svo small allt og sigurinn varð á endanum öruggur.
„Við vorum bara að reyna að bjarga tímabilinu okkar,“ sagði Jayson Tatum sem skoraði 33 stig og tók 11 fráköst. Jaylen Brown skoraði 17 stig.
Jayson Tatum has 6 30-point, 10-rebound, 5-assist games this postseason, tied for 2nd-most in a single postseason all-time.
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 24, 2023
Only LeBron James in 2018 had more (7). pic.twitter.com/R6Ywf2Ql2v
Eftir að hafa lent níu stigum undir skoraði Boston átján stig í röð, á þremur mínútum, og liðið endaði á að vinna þriðja leikhluta 38-23.
„Við getum ekki slakað á. Við verðum að halda sama ákafa allan tímann, sama hugarfari, og hafa sömu einbeitingu í næsta leik,“ sagði Joe Mazzulla, þjálfari Boston.
Jayson Tatum went OFF vs. the Heat to force Game 5 pic.twitter.com/CFoIiG7i3f
— SportsCenter (@SportsCenter) May 24, 2023
Derrick White skoraði 16 stig fyrir Boston, Grant Williams 14, Al Horford 12 og Marcus Smart 11. Jimmy Butler var stigahæstur Miami með 29 stig.

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.