Bók Hugleiks kom sænskum manni í vandræði Máni Snær Þorláksson skrifar 23. maí 2023 22:05 Maðurinn endaði á að henda bókinni eftir Hugleik í ruslið til að binda enda á vandræðin. Skjáskot/Vimeo/SVT Bók eftir skopmyndateiknarann Hugleik Dagsson olli vandræðum hjá pari í sænskum raunveruleikaþætti á dögunum. Parið var næstum því hætt saman því maðurinn átti bók eftir Hugleik. „Nei, þetta er ekki eitthvað til að hlæja að,“ sagði Lina, annar helmingur parsins sem um ræðir, þegar hún sá bókina eftir Hugleik í bókahillunni hjá Alexanderi, hinum helmingnum. Um er að ræða bókina Is This Some Kind of Joke? sem kom upphaflega út árið 2006. Bókin inniheldur klassískar skopmyndir í stíl Hugleiks en Lina var vægast sagt ekki hrifin af þeim. Hún sagði bókina vera „niðrandi í garð kvenna og samkynhneigðra.“ Þá virtist vera sem Lina tæki þessu mjög alvarlega. Hún sagði að ef Alexander væri með húmor fyrir bók Hugleiks þá ætti sambandið þeirra líklegast ekki eftir að ganga upp. Um er að ræða þáttinn Gift vid första ögonkastet þar sem par giftist við fyrstu kynni og þurfa svo að búa saman í fjórar vikur. Að þeim tíma liðnum taka þau ákvörðun um hvort þau vilji áfram vera gift. Sömuleiðis er rætt við sérfræðinga í sambands- og fjölskyldumálum. Myndi ekki vilja að öllum líkaði við skopmyndirnar Sænski ríkisfjölmiðillinn SVT ræddi við Hugleik vegna málsins en hann kippir sér ekki mikið upp við þetta allt saman. „Ég myndi ekki vilja að öllum líkaði við þetta því þá væri ég að gera eitthvað vitlaust.“ Hann segir skopmyndir sínar ekki vera gerðar til að tjá kynjamisrétti, hatur gegn samkynhneigðum eða rasisma. Þvert á móti séu þær gerðar til að benda á hluti sem honum finnst vera slæmir. Bækur Hugleiks fóru í ruslið. „Þær eru eins og sálfræðitími fyrir mig, til að takast á við ljótleika heimsins. Ég held að húmor sé góð leið til að kljást við hluti sem eru svo hræðilegir að þú getur ekki skilið þá. Ef það gerir fólk reitt þá þýðir það að reiðin sé að koma frá réttum stað. Það þýðir að þú sért á móti, til dæmis, hatri gegn samkynhneigðum. Ef það þýðir að þú misskildir brandarann minn, þá er það í lagi.“ Líti ekki út fyrir að vera gott samband Alexander segir í þættinum að hann skammist sín fyrir bókina. Eftir að Lina las upp brandara í bókinni sannfærði hana um að bókin væri hluti af gömlum tíma, þegar hann var óþroskaður. Nú sé hann annar maður og því henti hann bókinni í ruslið. Hugleikur fékk að sjá umrætt atvik og hefur sitt að segja um það: „Þetta lítur ekki út fyrir að vera gott samband. Ef einhver er neyddur í að henda bókum því annars er sambandinu lokið... þá myndi ég fara strax í að leita að útgönguleiðinni.“ Að lokum er Hugleikur spurður hvort það væri eitthvað menningarlegt sem fengi hann til að hætta með makanum. „Ég er mjög frjálslyndur en nasistaminjagripir, ég ætti mjög erfitt með svoleiðis,“ segir hann við því. Svíþjóð Raunveruleikaþættir Ástin og lífið Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Nei, þetta er ekki eitthvað til að hlæja að,“ sagði Lina, annar helmingur parsins sem um ræðir, þegar hún sá bókina eftir Hugleik í bókahillunni hjá Alexanderi, hinum helmingnum. Um er að ræða bókina Is This Some Kind of Joke? sem kom upphaflega út árið 2006. Bókin inniheldur klassískar skopmyndir í stíl Hugleiks en Lina var vægast sagt ekki hrifin af þeim. Hún sagði bókina vera „niðrandi í garð kvenna og samkynhneigðra.“ Þá virtist vera sem Lina tæki þessu mjög alvarlega. Hún sagði að ef Alexander væri með húmor fyrir bók Hugleiks þá ætti sambandið þeirra líklegast ekki eftir að ganga upp. Um er að ræða þáttinn Gift vid första ögonkastet þar sem par giftist við fyrstu kynni og þurfa svo að búa saman í fjórar vikur. Að þeim tíma liðnum taka þau ákvörðun um hvort þau vilji áfram vera gift. Sömuleiðis er rætt við sérfræðinga í sambands- og fjölskyldumálum. Myndi ekki vilja að öllum líkaði við skopmyndirnar Sænski ríkisfjölmiðillinn SVT ræddi við Hugleik vegna málsins en hann kippir sér ekki mikið upp við þetta allt saman. „Ég myndi ekki vilja að öllum líkaði við þetta því þá væri ég að gera eitthvað vitlaust.“ Hann segir skopmyndir sínar ekki vera gerðar til að tjá kynjamisrétti, hatur gegn samkynhneigðum eða rasisma. Þvert á móti séu þær gerðar til að benda á hluti sem honum finnst vera slæmir. Bækur Hugleiks fóru í ruslið. „Þær eru eins og sálfræðitími fyrir mig, til að takast á við ljótleika heimsins. Ég held að húmor sé góð leið til að kljást við hluti sem eru svo hræðilegir að þú getur ekki skilið þá. Ef það gerir fólk reitt þá þýðir það að reiðin sé að koma frá réttum stað. Það þýðir að þú sért á móti, til dæmis, hatri gegn samkynhneigðum. Ef það þýðir að þú misskildir brandarann minn, þá er það í lagi.“ Líti ekki út fyrir að vera gott samband Alexander segir í þættinum að hann skammist sín fyrir bókina. Eftir að Lina las upp brandara í bókinni sannfærði hana um að bókin væri hluti af gömlum tíma, þegar hann var óþroskaður. Nú sé hann annar maður og því henti hann bókinni í ruslið. Hugleikur fékk að sjá umrætt atvik og hefur sitt að segja um það: „Þetta lítur ekki út fyrir að vera gott samband. Ef einhver er neyddur í að henda bókum því annars er sambandinu lokið... þá myndi ég fara strax í að leita að útgönguleiðinni.“ Að lokum er Hugleikur spurður hvort það væri eitthvað menningarlegt sem fengi hann til að hætta með makanum. „Ég er mjög frjálslyndur en nasistaminjagripir, ég ætti mjög erfitt með svoleiðis,“ segir hann við því.
Svíþjóð Raunveruleikaþættir Ástin og lífið Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira