„Ungt fólk er að deyja hratt núna“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. maí 2023 10:30 Kristján hefur unnið með starfshópi heilbrigðisráðuneytisins um afglæpavæðingu fíkniefna. Áfengi er ekki betra en önnur vímuefni þó það sé löglegt og venjulegt fólk sem vill leita sér hjálpar þorir því ekki vegna fordóma og hættunnar á að missa vinnuna. Þetta segir skaðaminnkunar-aðgerðasinninn Kristján Ernir Björgvinsson sem barist hefur fyrir afglæpavæðingu neysluskammta. Rætt var um málið og umdeildar skoðanir Kristjáns í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta er búið að vera vandi í mjög langan tíma og það eru margir búnir að vera tala um það, sérstaklega notendur og þeir sem eru að berjast í þessum málaflokki. Það er búið að vera láta vita af þessum ópíóíða faraldri í mörg mörg ár. Það er byrjað að tala um þetta núna af því að ungt fólk er að deyja hratt núna,“ segir Kristján og heldur áfram. „Við höfum verið með rosalega háar ofskömmtunartölur í svolítið langan tíma og fólki virðist bara vera alveg sama.“ 35 einstaklingar sem hafa fengið meðferð á Vogi á árinu hafa látist vegna faraldursins. „Það þurfa bara hræðilegir hlutir að gerast svo að við allt í einu kveikjum á perunni og mér finnst það ekki í lagi. Fólk heldur svolítið að þetta sé lítill afmarkaður hópur af mjög jaðarsettum einstaklingum eða heimilislaust með mjög mikinn félagslegan vanda sem sé að deyja. Af minni upplifun er það ekki þannig núna. Hópurinn sem er í stærstu áhættunni núna er þessi hópur sem er fúnkerandi, er að halda vinnu og hefur miklu að tapa ef þau sækja sér aðstoðar. Það er mjög hrætt við það að sækja sér aðstoðar og ég þekki mjög mörg dæmi,“ segir Kristján sem veit til þess að fólk sem notar vímuefni á skemmtanalífinu og finni síðan fyrir ákveðnum óþægindum sé hrætt við að sækja sér hjálpar af hræðslu við að það myndi fréttast og aðilinn myndi í kjölfarið missa vinnuna. Margir hafa tapað lífinu í baráttunni við fíkniefni. „Ég þekki fullt af fólki sem er bara mjög flott og ábyrgt fólk sem notar vímugjafa aðra en áfengi. Áfengi hentar ekki öllum sem vímugjafi og það er rosalega súrt að við séum að refsa fólki sem notar ekki vímugjafa sem passar ekki inn í okkar rammaða kerfi. Flestir vímuefnanotendur sem ég þekki eru að standa sig frekar vel í lífinu.“ Hann segir að það sé hræsni að halda því fram að það sé í lagi að nota vín en ekki aðra vímugjafa og að notandi víns sé ekki betri en þeir sem nota aðra vímugjafa. „Áfengi er rosalega óhentugur vímugjafi fyrir rosalega marga. Víman er rosalega lengi og þú getur misst mikla stjórn. Það eru bara sumir sem fíla kannabis eða amfetamín betur og það getur verið bara skaðminna fyrir þau. Hver erum við að segja hvaða vímugjafi hentar hverjum og einum besta. Það er fólk sem ég þekki sem er eðlilegt, fúnkerandi og kýs það frekar að reykja gras um helgar og mér finnst það bara allt í lagi.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Fíkn Tengdar fréttir Hittir æskuvinina bara í svörtum fötum: „Við erum búnir að fara í fleiri jarðarfarir en útskriftir“ Skaðaminnkunarsinni segir þungan anda yfir vímuefnaneytendum og aðstandendum vegna frétta af ofskömmtunum. Sjálfur segist hann aðallega hitta æskuvini sína í jarðarförum þessa dagana. Hann telur aðgerðir sem heilbrigðisráðherra kynnti nýverið sem viðbragð við ópíóðafaraldrinum ekki ganga nógu langt. 12. maí 2023 06:01 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Sjá meira
Þetta segir skaðaminnkunar-aðgerðasinninn Kristján Ernir Björgvinsson sem barist hefur fyrir afglæpavæðingu neysluskammta. Rætt var um málið og umdeildar skoðanir Kristjáns í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta er búið að vera vandi í mjög langan tíma og það eru margir búnir að vera tala um það, sérstaklega notendur og þeir sem eru að berjast í þessum málaflokki. Það er búið að vera láta vita af þessum ópíóíða faraldri í mörg mörg ár. Það er byrjað að tala um þetta núna af því að ungt fólk er að deyja hratt núna,“ segir Kristján og heldur áfram. „Við höfum verið með rosalega háar ofskömmtunartölur í svolítið langan tíma og fólki virðist bara vera alveg sama.“ 35 einstaklingar sem hafa fengið meðferð á Vogi á árinu hafa látist vegna faraldursins. „Það þurfa bara hræðilegir hlutir að gerast svo að við allt í einu kveikjum á perunni og mér finnst það ekki í lagi. Fólk heldur svolítið að þetta sé lítill afmarkaður hópur af mjög jaðarsettum einstaklingum eða heimilislaust með mjög mikinn félagslegan vanda sem sé að deyja. Af minni upplifun er það ekki þannig núna. Hópurinn sem er í stærstu áhættunni núna er þessi hópur sem er fúnkerandi, er að halda vinnu og hefur miklu að tapa ef þau sækja sér aðstoðar. Það er mjög hrætt við það að sækja sér aðstoðar og ég þekki mjög mörg dæmi,“ segir Kristján sem veit til þess að fólk sem notar vímuefni á skemmtanalífinu og finni síðan fyrir ákveðnum óþægindum sé hrætt við að sækja sér hjálpar af hræðslu við að það myndi fréttast og aðilinn myndi í kjölfarið missa vinnuna. Margir hafa tapað lífinu í baráttunni við fíkniefni. „Ég þekki fullt af fólki sem er bara mjög flott og ábyrgt fólk sem notar vímugjafa aðra en áfengi. Áfengi hentar ekki öllum sem vímugjafi og það er rosalega súrt að við séum að refsa fólki sem notar ekki vímugjafa sem passar ekki inn í okkar rammaða kerfi. Flestir vímuefnanotendur sem ég þekki eru að standa sig frekar vel í lífinu.“ Hann segir að það sé hræsni að halda því fram að það sé í lagi að nota vín en ekki aðra vímugjafa og að notandi víns sé ekki betri en þeir sem nota aðra vímugjafa. „Áfengi er rosalega óhentugur vímugjafi fyrir rosalega marga. Víman er rosalega lengi og þú getur misst mikla stjórn. Það eru bara sumir sem fíla kannabis eða amfetamín betur og það getur verið bara skaðminna fyrir þau. Hver erum við að segja hvaða vímugjafi hentar hverjum og einum besta. Það er fólk sem ég þekki sem er eðlilegt, fúnkerandi og kýs það frekar að reykja gras um helgar og mér finnst það bara allt í lagi.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Fíkn Tengdar fréttir Hittir æskuvinina bara í svörtum fötum: „Við erum búnir að fara í fleiri jarðarfarir en útskriftir“ Skaðaminnkunarsinni segir þungan anda yfir vímuefnaneytendum og aðstandendum vegna frétta af ofskömmtunum. Sjálfur segist hann aðallega hitta æskuvini sína í jarðarförum þessa dagana. Hann telur aðgerðir sem heilbrigðisráðherra kynnti nýverið sem viðbragð við ópíóðafaraldrinum ekki ganga nógu langt. 12. maí 2023 06:01 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Sjá meira
Hittir æskuvinina bara í svörtum fötum: „Við erum búnir að fara í fleiri jarðarfarir en útskriftir“ Skaðaminnkunarsinni segir þungan anda yfir vímuefnaneytendum og aðstandendum vegna frétta af ofskömmtunum. Sjálfur segist hann aðallega hitta æskuvini sína í jarðarförum þessa dagana. Hann telur aðgerðir sem heilbrigðisráðherra kynnti nýverið sem viðbragð við ópíóðafaraldrinum ekki ganga nógu langt. 12. maí 2023 06:01