Gamalt handrit úr Valhöll Sigmar Guðmundsson skrifar 23. maí 2023 08:00 Það var áhugavert að lesa viðtal við nýjan formann Samfylkingarinnar, Kristrúnu Frostadóttur, um helgina. Þar var hún eðlilega spurð um stefnubreytingu flokksins í Evrópumálum. Svarið var vægast sagt áhugavert. „Það þýðir ekkert að halda einhverju til streitu sem er kannski ekki vilji fyrir meðal þjóðarinnar. Ef hlutirnir snúast við og það verður knýjandi þörf og vilji hjá landsmönnum til að ganga inn í Evrópusambandið þá mun alls ekki standa á okkur. Við getum ekki keyrt stórt mál eins og þetta í gegn ef það eru einungis tveir stjórnmálaflokkar á þingi sem hafa áhuga á því.“ Svo mörg voru þau orð. Þessa hugsun má umorða í þekktan frasa: ESB er ekki á dagskrá. Hljómar vissulega kunnuglega, en ekki úr þessari átt. Í áratugi hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsókn kyrjað þessa möntru, stundum með trúarlegri innlifun. Málið er ekki á dagskrá. Handrit frasans og samskonar slagorða er skrifað í Valhöll og lesið yfir og blessað af Kaupfélagi Skagfirðinga og fleiri hagsmunaaðilum sem lifa og hrærast í fákeppnisumhverfi sem þjónar þeirra hagsmunum en ekki hagsmunum almennings. Fyrir fólk sem hefur trú á því að Evrópusambandið sé leið að því markmiði að á Íslandi ríki meiri stöðugleiki og að verðbólga og vextir séu ekki að jafnaði miklu hærri hér en í nágrannalöndunum, hljóta þessi orð Kristrúnar að teljast talsverð vonbrigði. Ekki bara vegna þess hve vel þau ríma við orð valdaflokkana heldur líka vegna þess að þau eru efnislega röng. Það er mikill vilji meðal þjóðarinnar að ganga í ESB. 44 prósent þeirra sem taka afstöðu eru því fylgjandi en 34 prósent andvíg. Í átta af níu stjórnmálaflokkum er svo meirihluti kjósenda hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður um aðild að ESB. Reyndar er mestur stuðningur við það meðal kjósenda Samfylkingarinnar af öllum flokkum, eða 84 prósent. Það væri vissulega fengur fyrir Evrópuhugsjónina ef formaður Samfylkingarinnar væri í þeim hópi. Höldum því samt til haga að nokkrir þingmanna Samfylkingarinnar hafa talað fyrir þessum málstað, þrátt fyrir stefnubreytinguna. Og einn þeirra er í stjórn Evrópuhreyfingarinnar. En afstaða formannsins er samt sú að málið sé ekki á dagskrá, en verði það mögulega, kannski og ef til vill ef kannanir gefa gott veður. Ekki er hægt að skilja tilvitnuð orð Kristrúnar öðruvísi og því ljóst að Evrópuhugsjónin er ekki ofarlega á lista flokksins. Orð formannsins hafa mikið vægi þótt þau rími illa við kannanir um ESB aðild. Og reyndar er hálf furðulegt, í ljósi sögunnar, að í rökræðum Kristrúnar og Bjarna Benediktssonar um Evrópumálin í Silfrinu um helgina, sé það Bjarni sem er nær sannleikanum þegar hann sagði að Samfylkingin hafi pakkað þessu stefnumáli ofan í kassa. Samkvæmt skoðanakönnunum er Samfylkingin að ná sama styrk og fyrir hrun en þá mældist flokkurinn með yfir 26 prósent fylgi í öllum kosningum frá stofnun flokksins. Þeim árangri náði flokkurinn með ESB sem hryggjarstykkið í stefnu sinni og því holur hljómur í fullyrðingum andstæðinga ESB að stefnubreyting nú sé skýringin á fylgisaukningunni. Slíkar kenningar falla um sjálft sig þegar kannanir eru rýndar, líkt og sú sem fyrr er nefnd. Sömu raddir planta gjarnan inn þeirri viðbótarskýringu að stefnubreytingin nú sé tilraun til að byggja brú yfir til Sjálfstæðisflokksins. Ekki ætla ég gera nýjum formanni flokksins upp þá höfuðsynd, því það væri ávísun á áframhaldandi vaxta og verðbólguáþján íslenskra heimila í boði krónunnar. Og þá að ástæðunni fyrir þessari grein. Mín ábending til Evrópusinna allra flokka er þessi: ef það dugar ekki að drjúgur meirihluti þeirra sem taka afstöðu í ítrekuðum könnunum vilji ganga í ESB og að meirihluti sé fyrir því meðal kjósenda átta flokka af níu að efna til þjóðaratkvæðis um aðildarviðræður, hvað þarf þá til? Ætlum við í alvöru að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða þessu áfram og taka undir möntruna um að málið sé ekki á dagskrá? Jafnvel þegar kannanir benda allar til að málið sé einmitt á dagskrá! Hvað þarf vaxtastig í landinu að verða hátt, og verðbólgan líka, til að við snúum bökum saman og knýjum á um viðræður við ESB að undangengnu þjóðaratkvæði? Þessi barátta er sérlega brýn í dag þegar við sjáum öfl vera að snúast gegn EES samningnum og vilja leiða okkur aftur inn í torfbæina, þangað sem bresku afturhaldi tókst með lygum og áróðri að teyma bresku þjóðina. Þessi öfl eru sterk innan Sjálfstæðisflokksins, en finnast líka í öðrum flokkum sem sæti eiga á Alþingi. Sturluð staðreynd. Svo er heldur ekki rétt hjá formanni Samfylkingarinnar, og vitna ég til orða sem féllu í Silfrinu, að aðild að ESB sé eingöngu utanríkismál. Ef slík rörsýn á eitt stærsta hagsmunamál fyrirtækja og heimila, sem jafnframt er lykilinn að meiri samkeppni á íslenskum fákeppnismörkuðum, er ráðandi, þá náum við aldrei árangri. ESB er á dagskrá. Núna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Alþingi Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að lesa viðtal við nýjan formann Samfylkingarinnar, Kristrúnu Frostadóttur, um helgina. Þar var hún eðlilega spurð um stefnubreytingu flokksins í Evrópumálum. Svarið var vægast sagt áhugavert. „Það þýðir ekkert að halda einhverju til streitu sem er kannski ekki vilji fyrir meðal þjóðarinnar. Ef hlutirnir snúast við og það verður knýjandi þörf og vilji hjá landsmönnum til að ganga inn í Evrópusambandið þá mun alls ekki standa á okkur. Við getum ekki keyrt stórt mál eins og þetta í gegn ef það eru einungis tveir stjórnmálaflokkar á þingi sem hafa áhuga á því.“ Svo mörg voru þau orð. Þessa hugsun má umorða í þekktan frasa: ESB er ekki á dagskrá. Hljómar vissulega kunnuglega, en ekki úr þessari átt. Í áratugi hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsókn kyrjað þessa möntru, stundum með trúarlegri innlifun. Málið er ekki á dagskrá. Handrit frasans og samskonar slagorða er skrifað í Valhöll og lesið yfir og blessað af Kaupfélagi Skagfirðinga og fleiri hagsmunaaðilum sem lifa og hrærast í fákeppnisumhverfi sem þjónar þeirra hagsmunum en ekki hagsmunum almennings. Fyrir fólk sem hefur trú á því að Evrópusambandið sé leið að því markmiði að á Íslandi ríki meiri stöðugleiki og að verðbólga og vextir séu ekki að jafnaði miklu hærri hér en í nágrannalöndunum, hljóta þessi orð Kristrúnar að teljast talsverð vonbrigði. Ekki bara vegna þess hve vel þau ríma við orð valdaflokkana heldur líka vegna þess að þau eru efnislega röng. Það er mikill vilji meðal þjóðarinnar að ganga í ESB. 44 prósent þeirra sem taka afstöðu eru því fylgjandi en 34 prósent andvíg. Í átta af níu stjórnmálaflokkum er svo meirihluti kjósenda hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður um aðild að ESB. Reyndar er mestur stuðningur við það meðal kjósenda Samfylkingarinnar af öllum flokkum, eða 84 prósent. Það væri vissulega fengur fyrir Evrópuhugsjónina ef formaður Samfylkingarinnar væri í þeim hópi. Höldum því samt til haga að nokkrir þingmanna Samfylkingarinnar hafa talað fyrir þessum málstað, þrátt fyrir stefnubreytinguna. Og einn þeirra er í stjórn Evrópuhreyfingarinnar. En afstaða formannsins er samt sú að málið sé ekki á dagskrá, en verði það mögulega, kannski og ef til vill ef kannanir gefa gott veður. Ekki er hægt að skilja tilvitnuð orð Kristrúnar öðruvísi og því ljóst að Evrópuhugsjónin er ekki ofarlega á lista flokksins. Orð formannsins hafa mikið vægi þótt þau rími illa við kannanir um ESB aðild. Og reyndar er hálf furðulegt, í ljósi sögunnar, að í rökræðum Kristrúnar og Bjarna Benediktssonar um Evrópumálin í Silfrinu um helgina, sé það Bjarni sem er nær sannleikanum þegar hann sagði að Samfylkingin hafi pakkað þessu stefnumáli ofan í kassa. Samkvæmt skoðanakönnunum er Samfylkingin að ná sama styrk og fyrir hrun en þá mældist flokkurinn með yfir 26 prósent fylgi í öllum kosningum frá stofnun flokksins. Þeim árangri náði flokkurinn með ESB sem hryggjarstykkið í stefnu sinni og því holur hljómur í fullyrðingum andstæðinga ESB að stefnubreyting nú sé skýringin á fylgisaukningunni. Slíkar kenningar falla um sjálft sig þegar kannanir eru rýndar, líkt og sú sem fyrr er nefnd. Sömu raddir planta gjarnan inn þeirri viðbótarskýringu að stefnubreytingin nú sé tilraun til að byggja brú yfir til Sjálfstæðisflokksins. Ekki ætla ég gera nýjum formanni flokksins upp þá höfuðsynd, því það væri ávísun á áframhaldandi vaxta og verðbólguáþján íslenskra heimila í boði krónunnar. Og þá að ástæðunni fyrir þessari grein. Mín ábending til Evrópusinna allra flokka er þessi: ef það dugar ekki að drjúgur meirihluti þeirra sem taka afstöðu í ítrekuðum könnunum vilji ganga í ESB og að meirihluti sé fyrir því meðal kjósenda átta flokka af níu að efna til þjóðaratkvæðis um aðildarviðræður, hvað þarf þá til? Ætlum við í alvöru að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða þessu áfram og taka undir möntruna um að málið sé ekki á dagskrá? Jafnvel þegar kannanir benda allar til að málið sé einmitt á dagskrá! Hvað þarf vaxtastig í landinu að verða hátt, og verðbólgan líka, til að við snúum bökum saman og knýjum á um viðræður við ESB að undangengnu þjóðaratkvæði? Þessi barátta er sérlega brýn í dag þegar við sjáum öfl vera að snúast gegn EES samningnum og vilja leiða okkur aftur inn í torfbæina, þangað sem bresku afturhaldi tókst með lygum og áróðri að teyma bresku þjóðina. Þessi öfl eru sterk innan Sjálfstæðisflokksins, en finnast líka í öðrum flokkum sem sæti eiga á Alþingi. Sturluð staðreynd. Svo er heldur ekki rétt hjá formanni Samfylkingarinnar, og vitna ég til orða sem féllu í Silfrinu, að aðild að ESB sé eingöngu utanríkismál. Ef slík rörsýn á eitt stærsta hagsmunamál fyrirtækja og heimila, sem jafnframt er lykilinn að meiri samkeppni á íslenskum fákeppnismörkuðum, er ráðandi, þá náum við aldrei árangri. ESB er á dagskrá. Núna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun