Tíu stig dregin af Juventus sem tapaði gegn Empoli | Rómverjar í basli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2023 20:47 Líkt og aðrir leikmenn Juventus þá átti Dušan Vlahović ekki sinn besta leik. Stefano Guidi/Getty Images Rétt áður en leikur Empoli og Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hófst kom í ljós að 10 stig höfðu verið dæmd af félaginu. Það þýddi að Juventus féll úr Meistaradeildarsæti og var eflaust ástæðan fyrir afleitri frammistöðu liðsins í kvöld en Empoli vann 4-1. Rómverjar gerðu 2-2 jafntefli við Salernitana á heimavelli fyrr í kvöld. Fyrr á leiktíðinni höfðu 15 stig verið dregin af Juventus vegna skjalafals í bókhaldi félagsins. Á endanum fékk liðið stigin til baka og var þá aftur mætt í 2. sæti deildarinnar. Rétt áður en leikur kvöldsins hófst gaf ítalska knattspyrnusambandið út að eftir rannsókn á málinu hefði verið tekið ákvörðun að draga 10 stig af Juventus vegna málsins. BREAKING: Juventus have been deducted 10 points for the current season after an investigation into the club s transfer dealings. pic.twitter.com/kfyBopOXoL— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 22, 2023 Francesco Caputo braut ísinn með marki úr vítaspyrnu og Sebastiano Luperto tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Empoli gerði einfaldlega út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks þegar Caputo gerði annað mark sitt og þriðja mark Empoli. A party at the Castellani#EmpoliJuve pic.twitter.com/yKNJKWoI2i— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 22, 2023 Federico Chiesa minnkaði muninn fyrir Juventus þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Í uppbótartíma bætti Roberto Piccoli við fjórða marki Empoli og lauk leiknum með 4-1 sigri heimamanna. Lærisveinar José Mourinho hafa verið í frjálsu falli í deildinni undanfarið en eru þó komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. Í kvöld gerðu Rómverjar 2-2 jafntefli við Salernitana þar sem gamla brýnið Antonio Candreva kom gestunum yfir. Roger Ibañez hélt hann hefði jafnaði metin fyrir heimamenn en markið dæmt af vegna hendi í aðdraganda marksins. Salernitana því 1-0 yfir í hálfleik. Stephan El Shaarawy jafnaði metin í síðari hálfleik áður en Boulaye Dia kom Salernitana aftur yfir. Nemanja Matić sá til þess að Rómverjar fengu stig en serbneski miðjumaðurinn jafnaði metin á nýjan leik þegar sjö mínútur lifðu leiks. A four goal thriller at the Olimpico comes to an end:Two for @ASRomaEN, two for @OfficialUSS1919 #RomaSalernitana pic.twitter.com/rnYNB2TwJV— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 22, 2023 Lokatölur í Róm 2-2 og Roma í 6. sæti með 60 stig, fjórum á eftir AC Milan sem situr í 4. sætinu, þegar tvær umferðir eru eftir. Juventus er í 7. sæti með stigi minna en Rómverjar. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Mæta til leiks með ellefu stiga refsingu hangandi yfir sér Ítalska knattspyrnusambandið fer fram á að ellefu stig verði dregin af Juventus fyrir að falsa bókhald félagsins á árunum 2019-2021, varðandi kaup og sölur á leikmönnum. 22. maí 2023 12:02 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Sjá meira
Það þýddi að Juventus féll úr Meistaradeildarsæti og var eflaust ástæðan fyrir afleitri frammistöðu liðsins í kvöld en Empoli vann 4-1. Rómverjar gerðu 2-2 jafntefli við Salernitana á heimavelli fyrr í kvöld. Fyrr á leiktíðinni höfðu 15 stig verið dregin af Juventus vegna skjalafals í bókhaldi félagsins. Á endanum fékk liðið stigin til baka og var þá aftur mætt í 2. sæti deildarinnar. Rétt áður en leikur kvöldsins hófst gaf ítalska knattspyrnusambandið út að eftir rannsókn á málinu hefði verið tekið ákvörðun að draga 10 stig af Juventus vegna málsins. BREAKING: Juventus have been deducted 10 points for the current season after an investigation into the club s transfer dealings. pic.twitter.com/kfyBopOXoL— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 22, 2023 Francesco Caputo braut ísinn með marki úr vítaspyrnu og Sebastiano Luperto tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Empoli gerði einfaldlega út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks þegar Caputo gerði annað mark sitt og þriðja mark Empoli. A party at the Castellani#EmpoliJuve pic.twitter.com/yKNJKWoI2i— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 22, 2023 Federico Chiesa minnkaði muninn fyrir Juventus þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Í uppbótartíma bætti Roberto Piccoli við fjórða marki Empoli og lauk leiknum með 4-1 sigri heimamanna. Lærisveinar José Mourinho hafa verið í frjálsu falli í deildinni undanfarið en eru þó komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. Í kvöld gerðu Rómverjar 2-2 jafntefli við Salernitana þar sem gamla brýnið Antonio Candreva kom gestunum yfir. Roger Ibañez hélt hann hefði jafnaði metin fyrir heimamenn en markið dæmt af vegna hendi í aðdraganda marksins. Salernitana því 1-0 yfir í hálfleik. Stephan El Shaarawy jafnaði metin í síðari hálfleik áður en Boulaye Dia kom Salernitana aftur yfir. Nemanja Matić sá til þess að Rómverjar fengu stig en serbneski miðjumaðurinn jafnaði metin á nýjan leik þegar sjö mínútur lifðu leiks. A four goal thriller at the Olimpico comes to an end:Two for @ASRomaEN, two for @OfficialUSS1919 #RomaSalernitana pic.twitter.com/rnYNB2TwJV— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 22, 2023 Lokatölur í Róm 2-2 og Roma í 6. sæti með 60 stig, fjórum á eftir AC Milan sem situr í 4. sætinu, þegar tvær umferðir eru eftir. Juventus er í 7. sæti með stigi minna en Rómverjar.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Mæta til leiks með ellefu stiga refsingu hangandi yfir sér Ítalska knattspyrnusambandið fer fram á að ellefu stig verði dregin af Juventus fyrir að falsa bókhald félagsins á árunum 2019-2021, varðandi kaup og sölur á leikmönnum. 22. maí 2023 12:02 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Sjá meira
Mæta til leiks með ellefu stiga refsingu hangandi yfir sér Ítalska knattspyrnusambandið fer fram á að ellefu stig verði dregin af Juventus fyrir að falsa bókhald félagsins á árunum 2019-2021, varðandi kaup og sölur á leikmönnum. 22. maí 2023 12:02