Tíu stig dregin af Juventus sem tapaði gegn Empoli | Rómverjar í basli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2023 20:47 Líkt og aðrir leikmenn Juventus þá átti Dušan Vlahović ekki sinn besta leik. Stefano Guidi/Getty Images Rétt áður en leikur Empoli og Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hófst kom í ljós að 10 stig höfðu verið dæmd af félaginu. Það þýddi að Juventus féll úr Meistaradeildarsæti og var eflaust ástæðan fyrir afleitri frammistöðu liðsins í kvöld en Empoli vann 4-1. Rómverjar gerðu 2-2 jafntefli við Salernitana á heimavelli fyrr í kvöld. Fyrr á leiktíðinni höfðu 15 stig verið dregin af Juventus vegna skjalafals í bókhaldi félagsins. Á endanum fékk liðið stigin til baka og var þá aftur mætt í 2. sæti deildarinnar. Rétt áður en leikur kvöldsins hófst gaf ítalska knattspyrnusambandið út að eftir rannsókn á málinu hefði verið tekið ákvörðun að draga 10 stig af Juventus vegna málsins. BREAKING: Juventus have been deducted 10 points for the current season after an investigation into the club s transfer dealings. pic.twitter.com/kfyBopOXoL— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 22, 2023 Francesco Caputo braut ísinn með marki úr vítaspyrnu og Sebastiano Luperto tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Empoli gerði einfaldlega út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks þegar Caputo gerði annað mark sitt og þriðja mark Empoli. A party at the Castellani#EmpoliJuve pic.twitter.com/yKNJKWoI2i— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 22, 2023 Federico Chiesa minnkaði muninn fyrir Juventus þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Í uppbótartíma bætti Roberto Piccoli við fjórða marki Empoli og lauk leiknum með 4-1 sigri heimamanna. Lærisveinar José Mourinho hafa verið í frjálsu falli í deildinni undanfarið en eru þó komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. Í kvöld gerðu Rómverjar 2-2 jafntefli við Salernitana þar sem gamla brýnið Antonio Candreva kom gestunum yfir. Roger Ibañez hélt hann hefði jafnaði metin fyrir heimamenn en markið dæmt af vegna hendi í aðdraganda marksins. Salernitana því 1-0 yfir í hálfleik. Stephan El Shaarawy jafnaði metin í síðari hálfleik áður en Boulaye Dia kom Salernitana aftur yfir. Nemanja Matić sá til þess að Rómverjar fengu stig en serbneski miðjumaðurinn jafnaði metin á nýjan leik þegar sjö mínútur lifðu leiks. A four goal thriller at the Olimpico comes to an end:Two for @ASRomaEN, two for @OfficialUSS1919 #RomaSalernitana pic.twitter.com/rnYNB2TwJV— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 22, 2023 Lokatölur í Róm 2-2 og Roma í 6. sæti með 60 stig, fjórum á eftir AC Milan sem situr í 4. sætinu, þegar tvær umferðir eru eftir. Juventus er í 7. sæti með stigi minna en Rómverjar. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Mæta til leiks með ellefu stiga refsingu hangandi yfir sér Ítalska knattspyrnusambandið fer fram á að ellefu stig verði dregin af Juventus fyrir að falsa bókhald félagsins á árunum 2019-2021, varðandi kaup og sölur á leikmönnum. 22. maí 2023 12:02 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira
Það þýddi að Juventus féll úr Meistaradeildarsæti og var eflaust ástæðan fyrir afleitri frammistöðu liðsins í kvöld en Empoli vann 4-1. Rómverjar gerðu 2-2 jafntefli við Salernitana á heimavelli fyrr í kvöld. Fyrr á leiktíðinni höfðu 15 stig verið dregin af Juventus vegna skjalafals í bókhaldi félagsins. Á endanum fékk liðið stigin til baka og var þá aftur mætt í 2. sæti deildarinnar. Rétt áður en leikur kvöldsins hófst gaf ítalska knattspyrnusambandið út að eftir rannsókn á málinu hefði verið tekið ákvörðun að draga 10 stig af Juventus vegna málsins. BREAKING: Juventus have been deducted 10 points for the current season after an investigation into the club s transfer dealings. pic.twitter.com/kfyBopOXoL— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 22, 2023 Francesco Caputo braut ísinn með marki úr vítaspyrnu og Sebastiano Luperto tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Empoli gerði einfaldlega út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks þegar Caputo gerði annað mark sitt og þriðja mark Empoli. A party at the Castellani#EmpoliJuve pic.twitter.com/yKNJKWoI2i— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 22, 2023 Federico Chiesa minnkaði muninn fyrir Juventus þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Í uppbótartíma bætti Roberto Piccoli við fjórða marki Empoli og lauk leiknum með 4-1 sigri heimamanna. Lærisveinar José Mourinho hafa verið í frjálsu falli í deildinni undanfarið en eru þó komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. Í kvöld gerðu Rómverjar 2-2 jafntefli við Salernitana þar sem gamla brýnið Antonio Candreva kom gestunum yfir. Roger Ibañez hélt hann hefði jafnaði metin fyrir heimamenn en markið dæmt af vegna hendi í aðdraganda marksins. Salernitana því 1-0 yfir í hálfleik. Stephan El Shaarawy jafnaði metin í síðari hálfleik áður en Boulaye Dia kom Salernitana aftur yfir. Nemanja Matić sá til þess að Rómverjar fengu stig en serbneski miðjumaðurinn jafnaði metin á nýjan leik þegar sjö mínútur lifðu leiks. A four goal thriller at the Olimpico comes to an end:Two for @ASRomaEN, two for @OfficialUSS1919 #RomaSalernitana pic.twitter.com/rnYNB2TwJV— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 22, 2023 Lokatölur í Róm 2-2 og Roma í 6. sæti með 60 stig, fjórum á eftir AC Milan sem situr í 4. sætinu, þegar tvær umferðir eru eftir. Juventus er í 7. sæti með stigi minna en Rómverjar.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Mæta til leiks með ellefu stiga refsingu hangandi yfir sér Ítalska knattspyrnusambandið fer fram á að ellefu stig verði dregin af Juventus fyrir að falsa bókhald félagsins á árunum 2019-2021, varðandi kaup og sölur á leikmönnum. 22. maí 2023 12:02 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira
Mæta til leiks með ellefu stiga refsingu hangandi yfir sér Ítalska knattspyrnusambandið fer fram á að ellefu stig verði dregin af Juventus fyrir að falsa bókhald félagsins á árunum 2019-2021, varðandi kaup og sölur á leikmönnum. 22. maí 2023 12:02