Þorleifur í góðum málum en Mari í basli Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. maí 2023 11:34 Þau Mari og Þorleifur keppa nú ásamt öflugustu bakgarðshlaupurum heims. aðsend Bakgarðshlaup meistaranna stendur nú yfir í þýska smábænum Rettert, skammt utan við Frankfurt. Þau Mari Järsk og Þorleifur Þorleifsson, sem unnu bakgarsðhlaupið á Íslandi í október eru á meðal 35 keppenda í hlaupinu í Þýskalandi. Í bakgarðshlaupi er tæplega sjö kílómetra hringur farinn á klukkutíma fresti þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Umrætt hlaup er það næststærsta í heiminum og koma þar saman öflugustu bakgarðshlauparar heims. Sem stendur eru 27 hringir búnir sem gera um 180 kílómetra. Að sögn Garps Ingasonar fjölmiðlamanns, sem staddur er með íslenska hópnum, er Þorleifur í góðum málum. „Hann er búinn að vera í kringum 49 mínútur og nær þar með 10 mínútna hvíld áður en ræst er í næsta hring. Hann er stöðugur sem er virkilega gott í svona hlaupi,“ segir Garpur. Mari Jersk íslandsmethafi er sem stendur 7. konan. Tíminn milli hringa er vel nýttur.aðsend „Það er aðeins búið að hægjast á henni. Hún var í smá veseni með magann á sér í nótt og átt erfitt með að koma niður mat. En hún er vonandi að ná upp krafti núna til að halda áfram keyrslunni. Hún gæti átt tvo hringi eftir og hún gæti átt tuttugu hringi eftir. Það eru töfrarnir við þessa keppni, maður veit í raun aldrei neitt.“ Garpur segir líklegt að keppnin haldi áfram fram á miðvikudag. Rásmarkið.aðsend „Miðað við hvernig keppnin gengur. Hvar Þorleifur og Mari munu enda, maður veit það ekki, en þau ætla bæði að keyra á þetta eins lengi og þau geta. Það verður forvitnilegt að vita hvar þau enda í röðinni,“ segir hann enn fremur. Hægt er að fylgjast með þeim betur á instagram síðum Þorleifs Þorleifssonar og Mari Jaersk. Bakgarðshlaup Hlaup Þýskaland Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira
Í bakgarðshlaupi er tæplega sjö kílómetra hringur farinn á klukkutíma fresti þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Umrætt hlaup er það næststærsta í heiminum og koma þar saman öflugustu bakgarðshlauparar heims. Sem stendur eru 27 hringir búnir sem gera um 180 kílómetra. Að sögn Garps Ingasonar fjölmiðlamanns, sem staddur er með íslenska hópnum, er Þorleifur í góðum málum. „Hann er búinn að vera í kringum 49 mínútur og nær þar með 10 mínútna hvíld áður en ræst er í næsta hring. Hann er stöðugur sem er virkilega gott í svona hlaupi,“ segir Garpur. Mari Jersk íslandsmethafi er sem stendur 7. konan. Tíminn milli hringa er vel nýttur.aðsend „Það er aðeins búið að hægjast á henni. Hún var í smá veseni með magann á sér í nótt og átt erfitt með að koma niður mat. En hún er vonandi að ná upp krafti núna til að halda áfram keyrslunni. Hún gæti átt tvo hringi eftir og hún gæti átt tuttugu hringi eftir. Það eru töfrarnir við þessa keppni, maður veit í raun aldrei neitt.“ Garpur segir líklegt að keppnin haldi áfram fram á miðvikudag. Rásmarkið.aðsend „Miðað við hvernig keppnin gengur. Hvar Þorleifur og Mari munu enda, maður veit það ekki, en þau ætla bæði að keyra á þetta eins lengi og þau geta. Það verður forvitnilegt að vita hvar þau enda í röðinni,“ segir hann enn fremur. Hægt er að fylgjast með þeim betur á instagram síðum Þorleifs Þorleifssonar og Mari Jaersk.
Bakgarðshlaup Hlaup Þýskaland Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira