Leigubílstjórar vilja fá sín stæði við nýja miðbæinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. maí 2023 20:05 Nokkrir af leigubílstjórunum, sem eru að berjast fyrir stæðunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Leigubílstjórar á Selfossi eru pirraðir á því að fá hvergi stæði fyrir bíla sína í nýja miðbænum á Selfossi en mikið er að gera hjá þeim að sækja og fara með fólk í miðbæinn. Forsvarsmenn miðbæjarins segja að unnið sé að laus málsins. Sex leigubílaleyfi eru á Selfossi og er nóg að gera hjá leigubílstjórum staðarins þó einhverjir þeirra séu líka í annarri vinnu. Nýi miðbærinn hefur mikið aðdráttarafl og því heilmikið að snúast hjá leigubílstjórunum að keyra fólk þangað og sækja líka. Það eru þó hvergi merkt stæði fyrir leigubíla, sem leigubílstjórarnir eru ósáttir við. „Fólk finnur ekki bílana, ýmist inn í göngugötu eða út á Eyravegi. Okkur vantar einhvern fastan stað, sem við getum komið á. Okkur finnst þetta ekki nógu gott, hérna vantar að fá einhvern fastan stað. Nú á að fara að rífa húsin við Eyraveginn. Nú væri fínt að fá að setja upp merki þar, þannig að við gætum komið þar fimm til sex bílum í röð, það væri toppurinn fyrir okkur,“ segir Axel K. Pálsson leigubílstjóri á Selfossi. Talandi um húsin við Eyraveginn, það var byrjað að rífa þau niður í gær en þar eiga að koma í staðinn ný og glæsileg hús, sem er hluti af uppbyggingu nýja miðbæjarins. Er nóg að gera í leigubílaakstri á Selfossi? „Já, já, það er hellingur að gera, nú er að koma sumar og þá eykst þetta með ferðamennina alveg helling. Við reynum að gera okkar besta,“ bætir Axel við. Leigubílstjórarnir vilja fá merkt stæði fyrir bíla sína við nýja miðbæinn á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Að sögn Vignis Guðjónssonar, sem er einn af forsvarsmönnum nýja miðbæjarins þá stendur til að útbúa varanleg bílastæði fyrir hvers kyns atvinnubifreiðar, leigubíla og rútur í gatnagerð annars áfanga miðbæjarins og standa bílastæðamálin því öll til bóta. Axel K. Pálsson leigubílstjóri á Selfossi, sem segir nóg að gera hjá leigubílstjórum á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Leigubílar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Sex leigubílaleyfi eru á Selfossi og er nóg að gera hjá leigubílstjórum staðarins þó einhverjir þeirra séu líka í annarri vinnu. Nýi miðbærinn hefur mikið aðdráttarafl og því heilmikið að snúast hjá leigubílstjórunum að keyra fólk þangað og sækja líka. Það eru þó hvergi merkt stæði fyrir leigubíla, sem leigubílstjórarnir eru ósáttir við. „Fólk finnur ekki bílana, ýmist inn í göngugötu eða út á Eyravegi. Okkur vantar einhvern fastan stað, sem við getum komið á. Okkur finnst þetta ekki nógu gott, hérna vantar að fá einhvern fastan stað. Nú á að fara að rífa húsin við Eyraveginn. Nú væri fínt að fá að setja upp merki þar, þannig að við gætum komið þar fimm til sex bílum í röð, það væri toppurinn fyrir okkur,“ segir Axel K. Pálsson leigubílstjóri á Selfossi. Talandi um húsin við Eyraveginn, það var byrjað að rífa þau niður í gær en þar eiga að koma í staðinn ný og glæsileg hús, sem er hluti af uppbyggingu nýja miðbæjarins. Er nóg að gera í leigubílaakstri á Selfossi? „Já, já, það er hellingur að gera, nú er að koma sumar og þá eykst þetta með ferðamennina alveg helling. Við reynum að gera okkar besta,“ bætir Axel við. Leigubílstjórarnir vilja fá merkt stæði fyrir bíla sína við nýja miðbæinn á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Að sögn Vignis Guðjónssonar, sem er einn af forsvarsmönnum nýja miðbæjarins þá stendur til að útbúa varanleg bílastæði fyrir hvers kyns atvinnubifreiðar, leigubíla og rútur í gatnagerð annars áfanga miðbæjarins og standa bílastæðamálin því öll til bóta. Axel K. Pálsson leigubílstjóri á Selfossi, sem segir nóg að gera hjá leigubílstjórum á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Leigubílar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira