Leigubílstjórar vilja fá sín stæði við nýja miðbæinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. maí 2023 20:05 Nokkrir af leigubílstjórunum, sem eru að berjast fyrir stæðunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Leigubílstjórar á Selfossi eru pirraðir á því að fá hvergi stæði fyrir bíla sína í nýja miðbænum á Selfossi en mikið er að gera hjá þeim að sækja og fara með fólk í miðbæinn. Forsvarsmenn miðbæjarins segja að unnið sé að laus málsins. Sex leigubílaleyfi eru á Selfossi og er nóg að gera hjá leigubílstjórum staðarins þó einhverjir þeirra séu líka í annarri vinnu. Nýi miðbærinn hefur mikið aðdráttarafl og því heilmikið að snúast hjá leigubílstjórunum að keyra fólk þangað og sækja líka. Það eru þó hvergi merkt stæði fyrir leigubíla, sem leigubílstjórarnir eru ósáttir við. „Fólk finnur ekki bílana, ýmist inn í göngugötu eða út á Eyravegi. Okkur vantar einhvern fastan stað, sem við getum komið á. Okkur finnst þetta ekki nógu gott, hérna vantar að fá einhvern fastan stað. Nú á að fara að rífa húsin við Eyraveginn. Nú væri fínt að fá að setja upp merki þar, þannig að við gætum komið þar fimm til sex bílum í röð, það væri toppurinn fyrir okkur,“ segir Axel K. Pálsson leigubílstjóri á Selfossi. Talandi um húsin við Eyraveginn, það var byrjað að rífa þau niður í gær en þar eiga að koma í staðinn ný og glæsileg hús, sem er hluti af uppbyggingu nýja miðbæjarins. Er nóg að gera í leigubílaakstri á Selfossi? „Já, já, það er hellingur að gera, nú er að koma sumar og þá eykst þetta með ferðamennina alveg helling. Við reynum að gera okkar besta,“ bætir Axel við. Leigubílstjórarnir vilja fá merkt stæði fyrir bíla sína við nýja miðbæinn á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Að sögn Vignis Guðjónssonar, sem er einn af forsvarsmönnum nýja miðbæjarins þá stendur til að útbúa varanleg bílastæði fyrir hvers kyns atvinnubifreiðar, leigubíla og rútur í gatnagerð annars áfanga miðbæjarins og standa bílastæðamálin því öll til bóta. Axel K. Pálsson leigubílstjóri á Selfossi, sem segir nóg að gera hjá leigubílstjórum á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Leigubílar Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Sex leigubílaleyfi eru á Selfossi og er nóg að gera hjá leigubílstjórum staðarins þó einhverjir þeirra séu líka í annarri vinnu. Nýi miðbærinn hefur mikið aðdráttarafl og því heilmikið að snúast hjá leigubílstjórunum að keyra fólk þangað og sækja líka. Það eru þó hvergi merkt stæði fyrir leigubíla, sem leigubílstjórarnir eru ósáttir við. „Fólk finnur ekki bílana, ýmist inn í göngugötu eða út á Eyravegi. Okkur vantar einhvern fastan stað, sem við getum komið á. Okkur finnst þetta ekki nógu gott, hérna vantar að fá einhvern fastan stað. Nú á að fara að rífa húsin við Eyraveginn. Nú væri fínt að fá að setja upp merki þar, þannig að við gætum komið þar fimm til sex bílum í röð, það væri toppurinn fyrir okkur,“ segir Axel K. Pálsson leigubílstjóri á Selfossi. Talandi um húsin við Eyraveginn, það var byrjað að rífa þau niður í gær en þar eiga að koma í staðinn ný og glæsileg hús, sem er hluti af uppbyggingu nýja miðbæjarins. Er nóg að gera í leigubílaakstri á Selfossi? „Já, já, það er hellingur að gera, nú er að koma sumar og þá eykst þetta með ferðamennina alveg helling. Við reynum að gera okkar besta,“ bætir Axel við. Leigubílstjórarnir vilja fá merkt stæði fyrir bíla sína við nýja miðbæinn á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Að sögn Vignis Guðjónssonar, sem er einn af forsvarsmönnum nýja miðbæjarins þá stendur til að útbúa varanleg bílastæði fyrir hvers kyns atvinnubifreiðar, leigubíla og rútur í gatnagerð annars áfanga miðbæjarins og standa bílastæðamálin því öll til bóta. Axel K. Pálsson leigubílstjóri á Selfossi, sem segir nóg að gera hjá leigubílstjórum á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Leigubílar Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira