Kærð á ný vegna brots á lyfjareglum en segist verða fyrir árásum tennisyfirvalda Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 11:31 Simona Halep féll á lyfjaprófi í október en hefur nú verið ákærð fyrir annað brot á reglum. Vísir/Getty Ein besta tenniskona heims hefur verið kærð fyrir brot á lyfjareglum í annað sinn. Hún segir að verið sé að ráðast gegn sinni persónu og heitir því að hreinsa nafn sitt. Simona Halep féll á lyfjaprófi í október eftir að ólöglega efnið roxadustat fannst í blóði hennar en það eykur meðal annars framleiðslu rauðra blóðkorna. Tenniskonan rúmenska, sem unnið hefur tvö risamót á ferlinum og var í níunda sæti heimslistans þegar hún féll á lyfjaprófinu, hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Nú hefur hún hins vegar verið kærð öðru sinni og hefur ITIA, stofnun sem fjallar um brot á lyfjareglum í tennisheiminum, greint frá því að rannsókn sé hafin vegna tveggja mismunandi brota. Til að reyna að handsama þá íþróttamenn sem brjóta gegn lyfjareglum hafa eftirlitsmenn hafið notkun á nokkurs konar líffræðilegum vegabréfum íþróttamanna þar sem blóðsýni úr lyfjaprófum geta verið borin saman við blóðgildi íþróttamannanna sjálfra en ekki meðalgildi almennings. Það þýðir að mörkin vegna brots á lyfjareglum geta verið ólík. „Við skiljum að uppljóstrun dagsins þýðir að mál sem nú þegar hafði vaktið athygli er orðið enn flóknara,“ sagði Nicole Sapstead, yfirmaður ITIA í fréttatilkynningu. Segir að ráðist sé að sér Sjálf hefur Halep tjáð sig á Twitter þar sem hún segir að líf hennar sé nú algjör martröð. Hún segist vilja fá tækifæri til að sanna sakleysi sitt. „Nafn mitt hefur verið dregið niður í skítinn og ITIA gerir allt sem þeir geta til að sanna sekt mína þegar sannleikurinn er sá að ég hef aldrei íhgað að taka ólögleg efni. Ég hef ítrekað reynt að fá málið flutt til óháðra dómstóla en ITIA hefur fundið upp afsakanir til að fresta málinu,“ segir Halep á Twitter síðu sinni. pic.twitter.com/kg8OzR3Ha2— Simona Halep (@Simona_Halep) May 19, 2023 Tennis Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Sjá meira
Simona Halep féll á lyfjaprófi í október eftir að ólöglega efnið roxadustat fannst í blóði hennar en það eykur meðal annars framleiðslu rauðra blóðkorna. Tenniskonan rúmenska, sem unnið hefur tvö risamót á ferlinum og var í níunda sæti heimslistans þegar hún féll á lyfjaprófinu, hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Nú hefur hún hins vegar verið kærð öðru sinni og hefur ITIA, stofnun sem fjallar um brot á lyfjareglum í tennisheiminum, greint frá því að rannsókn sé hafin vegna tveggja mismunandi brota. Til að reyna að handsama þá íþróttamenn sem brjóta gegn lyfjareglum hafa eftirlitsmenn hafið notkun á nokkurs konar líffræðilegum vegabréfum íþróttamanna þar sem blóðsýni úr lyfjaprófum geta verið borin saman við blóðgildi íþróttamannanna sjálfra en ekki meðalgildi almennings. Það þýðir að mörkin vegna brots á lyfjareglum geta verið ólík. „Við skiljum að uppljóstrun dagsins þýðir að mál sem nú þegar hafði vaktið athygli er orðið enn flóknara,“ sagði Nicole Sapstead, yfirmaður ITIA í fréttatilkynningu. Segir að ráðist sé að sér Sjálf hefur Halep tjáð sig á Twitter þar sem hún segir að líf hennar sé nú algjör martröð. Hún segist vilja fá tækifæri til að sanna sakleysi sitt. „Nafn mitt hefur verið dregið niður í skítinn og ITIA gerir allt sem þeir geta til að sanna sekt mína þegar sannleikurinn er sá að ég hef aldrei íhgað að taka ólögleg efni. Ég hef ítrekað reynt að fá málið flutt til óháðra dómstóla en ITIA hefur fundið upp afsakanir til að fresta málinu,“ segir Halep á Twitter síðu sinni. pic.twitter.com/kg8OzR3Ha2— Simona Halep (@Simona_Halep) May 19, 2023
Tennis Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Sjá meira