Gelkúlur úr leikfangabyssum valda usla á leikskólalóðum Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. maí 2023 20:01 Eyrún Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á Heilsuleikskólanum Kór hefur eytt síðustu dögum í hreinsunarstarf. Arnar Gelkúlur úr leikfangabyssum eru farnar að valda usla á leikskólalóðum landsins. Kennarar biðla til foreldra barna og unglinga að halda byssunum frá leikskólalóðum enda komist kúlurnar auðveldlega í litla munna, nef og eyru. Aðkoma starfsfólks á heilsuleikskólanum Kór var miður skemmtileg í síðustu viku. Fjölmargar litlar gelkúlur úr leikfangabyssum lágu á víð og dreif um leikskólalóðina, einkum þar sem yngstu börnin leika sér. Eyrún Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri segir aðkomuna ekki hafa verið fagra og að mikill tími hafi farið í hreinsunarstarf. Ónothæft útisvæði „Við höfum ekki getað notað útisvæðið fyrir yngri börnin enn þá. Við höfum leyft eldri krökkunum í þessari viku. En þessi lóð var alveg ónothæf í þrjá daga,“ segir Eyrún. Kúlurnar stækki í vatni og ef börn kyngi þeim geti það verið stórhættulegt. Kúlurnar líti út eins og gúmmíkúlur sem geti auðveldlega villst í litla munna. Að sögn Eyrúnar komu starfsmenn frá Kópavogsbæ til að aðstoða við hreinsun, þeir hafi slegið grasið sem virkaði ekki sem skyldi. Þau hafi ekki enn fundið leið til að hreinsa kúlurnar upp. Kúlurnar hafa valdið nokkrum usla, meðal annars í Facebook-hópum.Grafík/Sara Kúlurnar eyðist upp Eyrún segir starfsmenn leikskólans skoða leikskólalóðina á hverjum morgni. „Við höfum fundið leifar af flugeldum, nikótínpúða og allskonar. Þannig það er ekki gott að fá svona aukið álag að þurfa týna þetta upp líka,“ segir hún og vísar í gelkúlurnar. Söluaðili fullyrðir á heimasíðu sinni að kúlurnar séu vistvænar og að þær eyðist upp á aðeins níutíu mínútum eftir að þeim hafi verið hleypt af. Í auglýsingu með skotkúlunum segir að þær eyðist upp á níutíu mínútum.Grafík/Sara Heillegar kúlur Kúlurnar á leikskólalóðinni eru þó margar mjög heillegar eftir nokkurra daga útiveru þrátt fyrir ýmsar tilraunir til hreinsunar með aðstoð Kópavogsbæjar. Heilsuleikskólinn Kór er ekki eini leikskólinn sem hefur þurft að þrífa upp gelkúlur á lóð sinni. Starfsmenn leikskólans Kiðagils á Akureyri vörðu morgninum í hreinsunarstarf á sinni lóð vegna sambærilegrar atlögu. Gelkúlurnar líta svona út eftir rúma viku úti. Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Umhverfismál Slysavarnir Tengdar fréttir Gelkúlubyssur valda usla í grunnskólum Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa eru skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á samnemendur í skólanum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann. 4. maí 2023 19:34 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Aðkoma starfsfólks á heilsuleikskólanum Kór var miður skemmtileg í síðustu viku. Fjölmargar litlar gelkúlur úr leikfangabyssum lágu á víð og dreif um leikskólalóðina, einkum þar sem yngstu börnin leika sér. Eyrún Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri segir aðkomuna ekki hafa verið fagra og að mikill tími hafi farið í hreinsunarstarf. Ónothæft útisvæði „Við höfum ekki getað notað útisvæðið fyrir yngri börnin enn þá. Við höfum leyft eldri krökkunum í þessari viku. En þessi lóð var alveg ónothæf í þrjá daga,“ segir Eyrún. Kúlurnar stækki í vatni og ef börn kyngi þeim geti það verið stórhættulegt. Kúlurnar líti út eins og gúmmíkúlur sem geti auðveldlega villst í litla munna. Að sögn Eyrúnar komu starfsmenn frá Kópavogsbæ til að aðstoða við hreinsun, þeir hafi slegið grasið sem virkaði ekki sem skyldi. Þau hafi ekki enn fundið leið til að hreinsa kúlurnar upp. Kúlurnar hafa valdið nokkrum usla, meðal annars í Facebook-hópum.Grafík/Sara Kúlurnar eyðist upp Eyrún segir starfsmenn leikskólans skoða leikskólalóðina á hverjum morgni. „Við höfum fundið leifar af flugeldum, nikótínpúða og allskonar. Þannig það er ekki gott að fá svona aukið álag að þurfa týna þetta upp líka,“ segir hún og vísar í gelkúlurnar. Söluaðili fullyrðir á heimasíðu sinni að kúlurnar séu vistvænar og að þær eyðist upp á aðeins níutíu mínútum eftir að þeim hafi verið hleypt af. Í auglýsingu með skotkúlunum segir að þær eyðist upp á níutíu mínútum.Grafík/Sara Heillegar kúlur Kúlurnar á leikskólalóðinni eru þó margar mjög heillegar eftir nokkurra daga útiveru þrátt fyrir ýmsar tilraunir til hreinsunar með aðstoð Kópavogsbæjar. Heilsuleikskólinn Kór er ekki eini leikskólinn sem hefur þurft að þrífa upp gelkúlur á lóð sinni. Starfsmenn leikskólans Kiðagils á Akureyri vörðu morgninum í hreinsunarstarf á sinni lóð vegna sambærilegrar atlögu. Gelkúlurnar líta svona út eftir rúma viku úti.
Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Umhverfismál Slysavarnir Tengdar fréttir Gelkúlubyssur valda usla í grunnskólum Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa eru skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á samnemendur í skólanum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann. 4. maí 2023 19:34 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Gelkúlubyssur valda usla í grunnskólum Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa eru skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á samnemendur í skólanum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann. 4. maí 2023 19:34