Gelkúlur úr leikfangabyssum valda usla á leikskólalóðum Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. maí 2023 20:01 Eyrún Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á Heilsuleikskólanum Kór hefur eytt síðustu dögum í hreinsunarstarf. Arnar Gelkúlur úr leikfangabyssum eru farnar að valda usla á leikskólalóðum landsins. Kennarar biðla til foreldra barna og unglinga að halda byssunum frá leikskólalóðum enda komist kúlurnar auðveldlega í litla munna, nef og eyru. Aðkoma starfsfólks á heilsuleikskólanum Kór var miður skemmtileg í síðustu viku. Fjölmargar litlar gelkúlur úr leikfangabyssum lágu á víð og dreif um leikskólalóðina, einkum þar sem yngstu börnin leika sér. Eyrún Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri segir aðkomuna ekki hafa verið fagra og að mikill tími hafi farið í hreinsunarstarf. Ónothæft útisvæði „Við höfum ekki getað notað útisvæðið fyrir yngri börnin enn þá. Við höfum leyft eldri krökkunum í þessari viku. En þessi lóð var alveg ónothæf í þrjá daga,“ segir Eyrún. Kúlurnar stækki í vatni og ef börn kyngi þeim geti það verið stórhættulegt. Kúlurnar líti út eins og gúmmíkúlur sem geti auðveldlega villst í litla munna. Að sögn Eyrúnar komu starfsmenn frá Kópavogsbæ til að aðstoða við hreinsun, þeir hafi slegið grasið sem virkaði ekki sem skyldi. Þau hafi ekki enn fundið leið til að hreinsa kúlurnar upp. Kúlurnar hafa valdið nokkrum usla, meðal annars í Facebook-hópum.Grafík/Sara Kúlurnar eyðist upp Eyrún segir starfsmenn leikskólans skoða leikskólalóðina á hverjum morgni. „Við höfum fundið leifar af flugeldum, nikótínpúða og allskonar. Þannig það er ekki gott að fá svona aukið álag að þurfa týna þetta upp líka,“ segir hún og vísar í gelkúlurnar. Söluaðili fullyrðir á heimasíðu sinni að kúlurnar séu vistvænar og að þær eyðist upp á aðeins níutíu mínútum eftir að þeim hafi verið hleypt af. Í auglýsingu með skotkúlunum segir að þær eyðist upp á níutíu mínútum.Grafík/Sara Heillegar kúlur Kúlurnar á leikskólalóðinni eru þó margar mjög heillegar eftir nokkurra daga útiveru þrátt fyrir ýmsar tilraunir til hreinsunar með aðstoð Kópavogsbæjar. Heilsuleikskólinn Kór er ekki eini leikskólinn sem hefur þurft að þrífa upp gelkúlur á lóð sinni. Starfsmenn leikskólans Kiðagils á Akureyri vörðu morgninum í hreinsunarstarf á sinni lóð vegna sambærilegrar atlögu. Gelkúlurnar líta svona út eftir rúma viku úti. Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Umhverfismál Slysavarnir Tengdar fréttir Gelkúlubyssur valda usla í grunnskólum Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa eru skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á samnemendur í skólanum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann. 4. maí 2023 19:34 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Aðkoma starfsfólks á heilsuleikskólanum Kór var miður skemmtileg í síðustu viku. Fjölmargar litlar gelkúlur úr leikfangabyssum lágu á víð og dreif um leikskólalóðina, einkum þar sem yngstu börnin leika sér. Eyrún Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri segir aðkomuna ekki hafa verið fagra og að mikill tími hafi farið í hreinsunarstarf. Ónothæft útisvæði „Við höfum ekki getað notað útisvæðið fyrir yngri börnin enn þá. Við höfum leyft eldri krökkunum í þessari viku. En þessi lóð var alveg ónothæf í þrjá daga,“ segir Eyrún. Kúlurnar stækki í vatni og ef börn kyngi þeim geti það verið stórhættulegt. Kúlurnar líti út eins og gúmmíkúlur sem geti auðveldlega villst í litla munna. Að sögn Eyrúnar komu starfsmenn frá Kópavogsbæ til að aðstoða við hreinsun, þeir hafi slegið grasið sem virkaði ekki sem skyldi. Þau hafi ekki enn fundið leið til að hreinsa kúlurnar upp. Kúlurnar hafa valdið nokkrum usla, meðal annars í Facebook-hópum.Grafík/Sara Kúlurnar eyðist upp Eyrún segir starfsmenn leikskólans skoða leikskólalóðina á hverjum morgni. „Við höfum fundið leifar af flugeldum, nikótínpúða og allskonar. Þannig það er ekki gott að fá svona aukið álag að þurfa týna þetta upp líka,“ segir hún og vísar í gelkúlurnar. Söluaðili fullyrðir á heimasíðu sinni að kúlurnar séu vistvænar og að þær eyðist upp á aðeins níutíu mínútum eftir að þeim hafi verið hleypt af. Í auglýsingu með skotkúlunum segir að þær eyðist upp á níutíu mínútum.Grafík/Sara Heillegar kúlur Kúlurnar á leikskólalóðinni eru þó margar mjög heillegar eftir nokkurra daga útiveru þrátt fyrir ýmsar tilraunir til hreinsunar með aðstoð Kópavogsbæjar. Heilsuleikskólinn Kór er ekki eini leikskólinn sem hefur þurft að þrífa upp gelkúlur á lóð sinni. Starfsmenn leikskólans Kiðagils á Akureyri vörðu morgninum í hreinsunarstarf á sinni lóð vegna sambærilegrar atlögu. Gelkúlurnar líta svona út eftir rúma viku úti.
Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Umhverfismál Slysavarnir Tengdar fréttir Gelkúlubyssur valda usla í grunnskólum Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa eru skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á samnemendur í skólanum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann. 4. maí 2023 19:34 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Gelkúlubyssur valda usla í grunnskólum Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa eru skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á samnemendur í skólanum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann. 4. maí 2023 19:34