Segir dugnaðarkvíða samfélagsmein Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. maí 2023 21:00 Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli. Vísir/Vilhelm Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir dugnaðarkvíða vera hinn þögla skaðvald samtímans. „Að vera lúsiðin hverja sekúndu eins og hermaur í maurabúi þykir vera hin mesta hetjudáð en er í raun sinubruni sem brennir okkur út ansi hratt,“ skrifar Ragga í færslu á samfélagsmiðlum og heldur áfram: Baka glútenlausar bollur á sunnudögum skreyttar lífrænum graskersfræjum, og pósta á Instagram. „Taka þátt í Landvættunum og Blálónsþrautinni og Reykjavíkurmaraþoni og á gönguskíðum á veturna, títanhjóli á sumrin og í Crossfit og í jóga. Njóta gríðarlegrar velgengni í starfi og ná öllum skilafrestum. Vinna yfirvinnu. Skutla krökkunum. Skila skýrslu. Mæta á réttum tíma. En líka á námskeiði í Núvitundarsetrinu. Stunda jóga og drekka grænt Macha te. Vera á ketó og fasta og glútenlaus og sykurlaus. Gróðursetja tré til að kolefnisjafna Tene-ferðina. Stunda kæliböð. Hitta vinina í drykk eftir vinnu. Mæta á öll fótboltamót og fimleikakeppnir barnanna. Og auðvitað alltaf í nýjustu tískuspjörinni. Heimilið eins og uppstillingarbás í IKEA. Epal sófi tignarlegur í mínimalískri stofu.“ Láta eins og allt sé í lagi Að sögn Röggu svarar fólk að allt sé í himnalagi þegar það er spurt út í hvernig það hafi það, þrátt fyrir að streitan sé að gera út af við mann. „Streitukerfið í bullandi yfirvinnutaxta við að seyta út streituhormónunum kortisóli og adrenalín allan daginn. Með tímanum verða kortisólvakarnir ónæmir fyrir streituhormónum, stöðugt svamlandi í kerfinu, og dægursveiflurnar riðlast. Krónísk streita veldur ójafnvægi í HPA ásnum (HPA dysregulation), samspil heiladinguls, undirstúku í heila og nýrnahetta. Heilinn skynjar ógn í umhverfi og sendir skilaboð á nanósekúndu í nýrnahettur sem seyta út adrenalíni og kortisóli til að gera okkur klár í bardaga,“ segir Ragga og upplýsir að krónísk streita veldur því að kortosól verður hátt og lágt á röngum tíma dags. Þreytt að morgni en í stuði seinni partinn „Í stað þess að vera í hámarki á morgnana og gefa fítonskraft til að takast á við daginn, er það miður sín þegar við nuddum stírurnar svo við þurfum nokkra bolla af bleksvartri iðnaðaruppáhellingu til að komast í gang,“ segir Ragga. Síðan getum við verið í jafn miklu stuði seinnipartinn og miðaldra húsmóðir í sumarbústaðarferð með Sigga Hlö í botni „Kortisólið uppi í rjáfri en á þessum tíma viljum við að kortisól sé lágt til að hleypa svefnhormóninu melatónin í partýið og gera okkur þreytt,“ segir Ragga. Langvarandi kortisólstreymi geti veikt ónæmiskerfið sem valdi því að við séum líklegri til að fá kvef og aðrar umgangspestir. Það geti einnig komið svefninum í algjört uppnám. Kvíði geti jafnvel myndast yfir minnstu verkefnum, til dæmis tilhugsunin um að ryksuga, sækja börnin í skólann eða ákveða hvað borða skuli í kvöldmat. Ragga segir að við eigum til að upplifa að greindarvísi tala okkar lækki, þegar við erum undir miklu álagi. „Rannsókn í Journal of Applied Psychology sýndi að starfsmenn sem upplifðu kröfur um að vinna langan vinnudag og vera ínáanleg utan vinnutíma voru líklegri til að upplifa kulnun og andlega örmögnun,“ segir Ragga. Hún hvetur fólk að ná hinu gullna jafnvægi sem felur í sér hvíld og sjálfsrækt. „Við eigum aðeins eina heilsu og ef þú leyfir svefnleysi, streitu að sliga okkur geturðu átt á hættu að kulnun banki á dyrnar með heimsendingu frá Stress.is,“ segir Ragga í lokin. Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir Horuð pítusósa að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að horaðri pítusósu, með fylgjendum sínum á Instagram. 18. apríl 2023 14:28 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
„Að vera lúsiðin hverja sekúndu eins og hermaur í maurabúi þykir vera hin mesta hetjudáð en er í raun sinubruni sem brennir okkur út ansi hratt,“ skrifar Ragga í færslu á samfélagsmiðlum og heldur áfram: Baka glútenlausar bollur á sunnudögum skreyttar lífrænum graskersfræjum, og pósta á Instagram. „Taka þátt í Landvættunum og Blálónsþrautinni og Reykjavíkurmaraþoni og á gönguskíðum á veturna, títanhjóli á sumrin og í Crossfit og í jóga. Njóta gríðarlegrar velgengni í starfi og ná öllum skilafrestum. Vinna yfirvinnu. Skutla krökkunum. Skila skýrslu. Mæta á réttum tíma. En líka á námskeiði í Núvitundarsetrinu. Stunda jóga og drekka grænt Macha te. Vera á ketó og fasta og glútenlaus og sykurlaus. Gróðursetja tré til að kolefnisjafna Tene-ferðina. Stunda kæliböð. Hitta vinina í drykk eftir vinnu. Mæta á öll fótboltamót og fimleikakeppnir barnanna. Og auðvitað alltaf í nýjustu tískuspjörinni. Heimilið eins og uppstillingarbás í IKEA. Epal sófi tignarlegur í mínimalískri stofu.“ Láta eins og allt sé í lagi Að sögn Röggu svarar fólk að allt sé í himnalagi þegar það er spurt út í hvernig það hafi það, þrátt fyrir að streitan sé að gera út af við mann. „Streitukerfið í bullandi yfirvinnutaxta við að seyta út streituhormónunum kortisóli og adrenalín allan daginn. Með tímanum verða kortisólvakarnir ónæmir fyrir streituhormónum, stöðugt svamlandi í kerfinu, og dægursveiflurnar riðlast. Krónísk streita veldur ójafnvægi í HPA ásnum (HPA dysregulation), samspil heiladinguls, undirstúku í heila og nýrnahetta. Heilinn skynjar ógn í umhverfi og sendir skilaboð á nanósekúndu í nýrnahettur sem seyta út adrenalíni og kortisóli til að gera okkur klár í bardaga,“ segir Ragga og upplýsir að krónísk streita veldur því að kortosól verður hátt og lágt á röngum tíma dags. Þreytt að morgni en í stuði seinni partinn „Í stað þess að vera í hámarki á morgnana og gefa fítonskraft til að takast á við daginn, er það miður sín þegar við nuddum stírurnar svo við þurfum nokkra bolla af bleksvartri iðnaðaruppáhellingu til að komast í gang,“ segir Ragga. Síðan getum við verið í jafn miklu stuði seinnipartinn og miðaldra húsmóðir í sumarbústaðarferð með Sigga Hlö í botni „Kortisólið uppi í rjáfri en á þessum tíma viljum við að kortisól sé lágt til að hleypa svefnhormóninu melatónin í partýið og gera okkur þreytt,“ segir Ragga. Langvarandi kortisólstreymi geti veikt ónæmiskerfið sem valdi því að við séum líklegri til að fá kvef og aðrar umgangspestir. Það geti einnig komið svefninum í algjört uppnám. Kvíði geti jafnvel myndast yfir minnstu verkefnum, til dæmis tilhugsunin um að ryksuga, sækja börnin í skólann eða ákveða hvað borða skuli í kvöldmat. Ragga segir að við eigum til að upplifa að greindarvísi tala okkar lækki, þegar við erum undir miklu álagi. „Rannsókn í Journal of Applied Psychology sýndi að starfsmenn sem upplifðu kröfur um að vinna langan vinnudag og vera ínáanleg utan vinnutíma voru líklegri til að upplifa kulnun og andlega örmögnun,“ segir Ragga. Hún hvetur fólk að ná hinu gullna jafnvægi sem felur í sér hvíld og sjálfsrækt. „Við eigum aðeins eina heilsu og ef þú leyfir svefnleysi, streitu að sliga okkur geturðu átt á hættu að kulnun banki á dyrnar með heimsendingu frá Stress.is,“ segir Ragga í lokin.
Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir Horuð pítusósa að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að horaðri pítusósu, með fylgjendum sínum á Instagram. 18. apríl 2023 14:28 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Horuð pítusósa að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að horaðri pítusósu, með fylgjendum sínum á Instagram. 18. apríl 2023 14:28