Trans Ísland fær mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. maí 2023 13:15 Ólöf Bjarki Antons, formaður Trans Ísland, tekur við mannréttindaverðlaunum Reykjavíkurborgar í Höfða frá Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra. Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti í dag Ólöfu Bjarka Antons formanni samtakanna Trans Ísland mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2023 en samtökin hafa barist fyrir réttindum trans fólks á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að verðlaunin séu veitt árlega til einstaklinga, hópa, félagasamtaka eða stofnana sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi. Verðlaunin voru veitt í Höfða í dag 19. maí, en mannréttindadagur Reykjavíkurborgar er 16. maí og segir í tilkynningu borgarinnar að markmið dagsins sé að vekja athygli á mannréttindum borgarbúa og mannréttindastefnu borgarinnar. Það var mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð sem samþykkti á fundi sínum þann 15. maí að Trans Ísland hlyti verðlaunin. Í efri röð frá vinstri: Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, Reyn Alpha, Elías Rúni og Andie Sophia Fontaine, í stjórn Trans Ísland. Í neðri röð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ólöf Bjarki Antons formaður Trans Ísland.Reykjavíkurborg Hafi valdið grundvallarbreytingu á skilningi fólks Handhafi verðlaunanna hlýtur að launum 600.000 þúsund krónur. Í rökstuðningi valnefndar segir að félagið hafi frá árinu 2007 barist fyrir réttindum trans fólks. Félagið hafi með starfi sínu valdið grundvallarbreytingu á skilningi fólks á kynjajafnrétti. Í gegnum árin hafi félagið staðið fyrir umfangsmikilli fræðslu til almennings um málefni trans fólks og unnið faglega með stjórnvöldum til að tryggja kynrænt sjálfræði og treysta réttindi allra kynja. Trans Ísland vinni náið með almannaheillasamtökum hér á landi og erlendis gegn vaxandi hatri í garð trans fólks sem og alls hinsegin fólks. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra frá verðlaunaafhendingunni að það væri afar mikilvægt að öll fengju notið mannréttinda. Borgin vinni stöðugt að því að styrkja og standa vörð um þá hópa sem eru berskjaldaðir í samfélaginu, og vill tryggja að öll fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á, og halda ávallt mannréttindum á lofti. Áður hafa hlotið mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar: Alþjóðahús 2008Rauði Kross Íslands 2009Blátt áfram 2010Hinsegin dagar 2011List án landamæra 2012Kvennaathvarfið 2013Geðhjálp 2014Frú Ragnheiður 2015Þórunn Ólafsdóttir 2016Með okkar augum 2017Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi -W.O.M.E.N. Á Íslandi 2018Móðurmál – Association of Bilingualism 2019Solaris hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi 2020Rótin, félag um konur áföll og vímugjafa 2021Pepp Ísland, grasrót fólks í fátækt 2022Trans Ísland 2023 Reykjavík Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að verðlaunin séu veitt árlega til einstaklinga, hópa, félagasamtaka eða stofnana sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi. Verðlaunin voru veitt í Höfða í dag 19. maí, en mannréttindadagur Reykjavíkurborgar er 16. maí og segir í tilkynningu borgarinnar að markmið dagsins sé að vekja athygli á mannréttindum borgarbúa og mannréttindastefnu borgarinnar. Það var mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð sem samþykkti á fundi sínum þann 15. maí að Trans Ísland hlyti verðlaunin. Í efri röð frá vinstri: Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, Reyn Alpha, Elías Rúni og Andie Sophia Fontaine, í stjórn Trans Ísland. Í neðri röð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ólöf Bjarki Antons formaður Trans Ísland.Reykjavíkurborg Hafi valdið grundvallarbreytingu á skilningi fólks Handhafi verðlaunanna hlýtur að launum 600.000 þúsund krónur. Í rökstuðningi valnefndar segir að félagið hafi frá árinu 2007 barist fyrir réttindum trans fólks. Félagið hafi með starfi sínu valdið grundvallarbreytingu á skilningi fólks á kynjajafnrétti. Í gegnum árin hafi félagið staðið fyrir umfangsmikilli fræðslu til almennings um málefni trans fólks og unnið faglega með stjórnvöldum til að tryggja kynrænt sjálfræði og treysta réttindi allra kynja. Trans Ísland vinni náið með almannaheillasamtökum hér á landi og erlendis gegn vaxandi hatri í garð trans fólks sem og alls hinsegin fólks. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra frá verðlaunaafhendingunni að það væri afar mikilvægt að öll fengju notið mannréttinda. Borgin vinni stöðugt að því að styrkja og standa vörð um þá hópa sem eru berskjaldaðir í samfélaginu, og vill tryggja að öll fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á, og halda ávallt mannréttindum á lofti. Áður hafa hlotið mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar: Alþjóðahús 2008Rauði Kross Íslands 2009Blátt áfram 2010Hinsegin dagar 2011List án landamæra 2012Kvennaathvarfið 2013Geðhjálp 2014Frú Ragnheiður 2015Þórunn Ólafsdóttir 2016Með okkar augum 2017Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi -W.O.M.E.N. Á Íslandi 2018Móðurmál – Association of Bilingualism 2019Solaris hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi 2020Rótin, félag um konur áföll og vímugjafa 2021Pepp Ísland, grasrót fólks í fátækt 2022Trans Ísland 2023
Reykjavík Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira