Stúlkan fékk nafnið Hrafndís Maríudóttir og deildi Ingileif deildi gleðifregnunum á samfélagsmiðlum í gærkvöldi.
„Draumadísin okkar fékk nafnið sitt í dag, á þrítugsafmælisdegium mínum. María átti afmæli í gær svo það var þrefalt tilefni til að fagna og við mæðgur deildum fullkomnum degi umkringdar okkar allra besta fólki,“ skrifar Ingileif.
Mæðgurnar þrjár voru allar í stíl með fallega blómakransa í hárinu þegar þær tilkynntu nafnið með einkar skemmtilegum hætti, með sér sömdu ljóði;
Nú færðu nafn þitt litla Plóma
Sem bera munt með miklum sóma
Það til okkar kom á Flateyri
Og nú tími til kominn að allir heyri
Er komstu í heiminn með miklu hraði
Sáum við hve vel það passaði
Þú sameinar það dökka og bjarta
Mjúk og hlý með hárið svarta
Það samsett er úr tveimur nöfnum
Dísum fögrum og svörtum hröfnum
Ömmurnar báðar þér gefa sitt
En nafnið er þó alveg þitt
Við elskum þig stelpan okkar blíða
Sjálfstæða, duglega, fallega, fríða
Fyrir þig sjálf sólin sest og rís
Okkar elsku hjartans Hrafndís
„Elsku stelpan okkar. Við hlökkum svo til lífsins með þér,“ segir Ingileif.
Af myndum að dæma var veislan fjölmenn og skemmtileg. Tónlitarkonan Una Torfadóttir söng uppháhalds lag hjónanna, Í löngu máli.
Tónlistarmaðurinn Jón Jósep Snæbjörnsson, þekktur sem Jónsi í Svörtum fötum, var leynigestur í veislunni og söng afmælissönginn fyrir Ingileif.
Hrafndís er þriðja barn þeirra hjóna en fyrir eiga þær tvo dregi, Rökkva og Þorgeir sem María á úr fyrra sambandi.
María og Ingileif hafa verið saman í tæpan áratug og giftu sig eftirminnilega á Flateyri árið 2018.
Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá frá brúðkaupinu.