Pavel: Vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2023 22:12 Pavel með bikarinn í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins. „Bara frábærlega, auðvitað, sagði Pavel í viðtali þegar Stefán Árni Pálsson hvernig tilfinningin væri í leikslok. „Ég er þakklátur fyrir að sjá þetta, ég vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna. Egósentríska hugsunin mín var að sjá þetta. Ég var að horfa á konuna mína uppi í Lollastúku, hún er búin að vera algjör hetja í gegnum þetta. Ég er svolítið þar núna,“ sagði Pavel í viðtali við Stefán Árna Pálsson strax að leik loknum í kvöld. Pavel var hálf klökkur í viðtalinu við Stefán Árna en minntist á fólkið í Skagafirði sem væri búið að bíða eftir titlinum. „Tindastóll, ég er bara farþegi og mig langar bara að upplifa og vera þeirra megin í þessu. Allir þeir sem spiluðu í ár og þessi tíu ára saga, það eru þeir sem eiga skilið að eiga þessa stund.“ Stuðningsmenn Tindastóls voru magnaðir í kvöld og stemmningin í Origo-höllinni var stórkostleg. Er hægt að tapa með svona stuðningi? „Það er alveg hægt að tapa en það er ótrúlega gaman að vinna fyrir svona stuðning. Ég held að það sé meira hvetjandi en hitt. Það er bara þannig að þetta er rosalega einlægur stuðningur. Þetta fólk er búið að vera í einn og hálfan mánuð að taka sér frí frá vinnu, vera þreytt, reyna og gera og ég hlakka til að leyfa þeim að njóta.“ Keyshawn Woods setti niður þrjú vítaskot á ögurstundu í kvöld og Pavel var sáttur við að leikurinn myndi ráðast á þann hátt. „Ég var ekki rólegur að hann myndi setja skotin niður en mér leið vel að leikurinn væri þarna, mér leið vel að leikurinn réðist á þessu. Annaðhvort liðið vinnur, kúl. Það leið mér vel með. Guð blessi hann, þetta var hart, mjög hart hjá honum.“ Að endingu var Pavel spurður að því hvort hann yrði áfram þjálfari Tindastóls en hann tók við þjálfun liðsins í janúar. Hann sagði það óljóst. „Ég verð áfram hér í kvöld, ég veit það ekki. Ég þarf bara að gera upp við mig hvort þetta sé eitthvað sem ég vill halda áfram í,“ sagði þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Tindastóls. Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira
„Bara frábærlega, auðvitað, sagði Pavel í viðtali þegar Stefán Árni Pálsson hvernig tilfinningin væri í leikslok. „Ég er þakklátur fyrir að sjá þetta, ég vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna. Egósentríska hugsunin mín var að sjá þetta. Ég var að horfa á konuna mína uppi í Lollastúku, hún er búin að vera algjör hetja í gegnum þetta. Ég er svolítið þar núna,“ sagði Pavel í viðtali við Stefán Árna Pálsson strax að leik loknum í kvöld. Pavel var hálf klökkur í viðtalinu við Stefán Árna en minntist á fólkið í Skagafirði sem væri búið að bíða eftir titlinum. „Tindastóll, ég er bara farþegi og mig langar bara að upplifa og vera þeirra megin í þessu. Allir þeir sem spiluðu í ár og þessi tíu ára saga, það eru þeir sem eiga skilið að eiga þessa stund.“ Stuðningsmenn Tindastóls voru magnaðir í kvöld og stemmningin í Origo-höllinni var stórkostleg. Er hægt að tapa með svona stuðningi? „Það er alveg hægt að tapa en það er ótrúlega gaman að vinna fyrir svona stuðning. Ég held að það sé meira hvetjandi en hitt. Það er bara þannig að þetta er rosalega einlægur stuðningur. Þetta fólk er búið að vera í einn og hálfan mánuð að taka sér frí frá vinnu, vera þreytt, reyna og gera og ég hlakka til að leyfa þeim að njóta.“ Keyshawn Woods setti niður þrjú vítaskot á ögurstundu í kvöld og Pavel var sáttur við að leikurinn myndi ráðast á þann hátt. „Ég var ekki rólegur að hann myndi setja skotin niður en mér leið vel að leikurinn væri þarna, mér leið vel að leikurinn réðist á þessu. Annaðhvort liðið vinnur, kúl. Það leið mér vel með. Guð blessi hann, þetta var hart, mjög hart hjá honum.“ Að endingu var Pavel spurður að því hvort hann yrði áfram þjálfari Tindastóls en hann tók við þjálfun liðsins í janúar. Hann sagði það óljóst. „Ég verð áfram hér í kvöld, ég veit það ekki. Ég þarf bara að gera upp við mig hvort þetta sé eitthvað sem ég vill halda áfram í,“ sagði þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Tindastóls.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira