Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2023 08:58 Ný mislæg gatnamót verða á kaflanum milli Hvassahrauns og Straumsvíkur. Þau tengjast framtíðar byggingarlandi Hafnarfjarðar. Vegagerðin/Mannvit Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að verktakinn muni hefja undirbúning fljótlega en framkvæmdir hefjast af krafti síðsumars 2023. Stefnt er að því að verkinu verði að fullu lokið í lok júní 2026. Þótt verklok séu áætluð 2026 sagði Jón Heiðar Gestsson, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni, í viðtali við Stöð 2 í mars að reynt yrði að opna megnið af Reykjanesbrautinni árið 2025. Síðasti kaflinn, hálfur kílómetri í kringum Straumsvík, yrði svo opnaður sumarið 2026 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Þóroddur Ottesen Arnarson, forstjóri ÍAV, skrifuðu undir verksamning í húsnæði Vegagerðarinnar í Garðabæ í gær.Vegagerðin Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Í því felst breikkun Reykjanesbrautar á um 5,6 kílómetra kafla. Inni í verkinu er einnig bygging brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Mislæg gatnamót við Straumsvík verða stækkuð.Vegagerðin/Mannvit Á Reykjanesbraut verða gerð mislæg gatnamót við Rauðamel en þar er að finna nýtt framtíðar byggingarsvæði Hafnarfjarðar. Mislæg gatnamót við Straumsvík verða stækkuð og bætt við tengingu að iðnaðarsvæði Hafnarfjarðar við Álhellu. Einnig verða gerðir eftirlitsstaðir við Reykjanesbraut og stofnstígur fyrir gangandi og hjólandi milli Hraunavíkur og Straums ásamt tengingu við Straumsvík. Svo skemmtilega vill til að það voru einmitt Íslenskir aðalverktakar sem upphaflega hófu lagningu Reykjanesbrautar fyrir rúmum sextíu árum, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 af opnun tilboða í síðasta mánuði, sem má sjá hér: Myndband Vegagerðarinnar um verkið má sjá hér: Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. 5. apríl 2023 20:50 Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6. mars 2023 22:22 Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Búið að greiða laun og barnabætur Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Eigandinn hættir sem forstjóri Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að verktakinn muni hefja undirbúning fljótlega en framkvæmdir hefjast af krafti síðsumars 2023. Stefnt er að því að verkinu verði að fullu lokið í lok júní 2026. Þótt verklok séu áætluð 2026 sagði Jón Heiðar Gestsson, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni, í viðtali við Stöð 2 í mars að reynt yrði að opna megnið af Reykjanesbrautinni árið 2025. Síðasti kaflinn, hálfur kílómetri í kringum Straumsvík, yrði svo opnaður sumarið 2026 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Þóroddur Ottesen Arnarson, forstjóri ÍAV, skrifuðu undir verksamning í húsnæði Vegagerðarinnar í Garðabæ í gær.Vegagerðin Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Í því felst breikkun Reykjanesbrautar á um 5,6 kílómetra kafla. Inni í verkinu er einnig bygging brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Mislæg gatnamót við Straumsvík verða stækkuð.Vegagerðin/Mannvit Á Reykjanesbraut verða gerð mislæg gatnamót við Rauðamel en þar er að finna nýtt framtíðar byggingarsvæði Hafnarfjarðar. Mislæg gatnamót við Straumsvík verða stækkuð og bætt við tengingu að iðnaðarsvæði Hafnarfjarðar við Álhellu. Einnig verða gerðir eftirlitsstaðir við Reykjanesbraut og stofnstígur fyrir gangandi og hjólandi milli Hraunavíkur og Straums ásamt tengingu við Straumsvík. Svo skemmtilega vill til að það voru einmitt Íslenskir aðalverktakar sem upphaflega hófu lagningu Reykjanesbrautar fyrir rúmum sextíu árum, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 af opnun tilboða í síðasta mánuði, sem má sjá hér: Myndband Vegagerðarinnar um verkið má sjá hér:
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. 5. apríl 2023 20:50 Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6. mars 2023 22:22 Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Búið að greiða laun og barnabætur Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Eigandinn hættir sem forstjóri Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. 5. apríl 2023 20:50
Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6. mars 2023 22:22
Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05