Þetta staðfesti Spánverjinn sjálfur á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann að meiðslin muni halda honum frá keppni næstu 2-3 mánuðina. Hann fer í aðgerð á föstudag og mun eftir það einbeita sér að styðja við bakið á samherjum sínum.

Nacho Heras kom fyrst hingað til lands árið 2017 þegar hann gekk í raðir Víkings Ólafsvíkur. Lék hann með liðinu í efstu deild og spilaði áfram með félaginu þó það hafi fallið um haustið. Árið 2019 samdi hann við Leikni Reykjavík og ári síðar gekk hann í raðir Keflavíkur.
Alls hefur hann spilað 148 KSÍ-leiki hér á landi og skorað í þeim 17 mörk. Það er ljóst að Keflvíkingar munu sakna hans gríðarlega en liðið hefur ekki byrjað tímabilið vel. Eftir sjö umferðir situr Keflavík í 11. sæti með aðeins fjögur stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.