Mjólk hækkar minnst í verði á Íslandi Erna Bjarnadóttir skrifar 17. maí 2023 16:00 Í síðustu tveimur tölublöðum Viðskiptablaðsins hefur litlu verið til sparað í gagnrýni á starfsumhverfi mjólkurframleiðslunnar og fyrirtæki bænda þar sem réttu máli er hallað. Lítum aðeins á fáein atriði: Í leiðara blaðsins þann 4. maí sl. er fullyrt að Auðhumla móðurfélag Mjólkursamsölunnar hafi skilað methagnaði árið 2022 og er það sett í samhengi við hækkanir Verðlagsnefndar á mjólk og mjólkurvörum. Hér er farið rangt með hagnað Auðhumlu. Hið rétta er að hagnaður samstæðuársreiknings Auðhumlu árið 2022 var 461 m.kr. sem er samdráttur um 50% frá árinu áður. Má lesa þetta í samstæðuársreikningi félagsins sem finna má á vef Skattsins. Á forsíðu blaðsins þann 10. maí er að finna myndrit sem sýnir „Hækkanir í skjóli ríkisins“. Ranghermt er í blaðinu að um 12 mánaða tímabili (apríl 2022 – apríl 2023) sé að ræða heldur kýs blaðið að styðjast við 13 mánaða tímabil, sem æskilegt hefði verið að kæmi rétt fram og af hverju. Með því er nefnilega verið að draga inn í þróunina hækkun á heildsöluverði mjólkur þann 4. apríl 2022 þar sem tekið var tillit til verðhækkunar til bænda 1. mars 2022 og rekja mátti til gríðarlegra aðfangaverðshækkana sem leiddu af innrás Rússa í Úkraínu. Sem dæmi hækkaði áburður þá hér á landi um 70-80% frá fyrra ári. Í blaðinu þann 10. maí er haft eftir Ástu S. Fjelsted, forstjóra Festi hf., að Verðlagsnefnd búvöru sé skipuð „…sex mönnum og eru fulltrúar neytenda í nefndinni tveir af sex. Hinir fulltrúar nefndarinnar eru skipaðir af stjórn Bændasamtaka Íslands, stjórnum búgreinasamtaka og Samtökum afurðastöðva fyrir búvörur. Ásta segir að út frá skipan nefndarinnar mætti segja að framleiðslusjónarmið fái að ráða í nefndinni.“ Það var og! Verðlagsnefndin er vissulega skipuð sex fulltrúum, sbr. 7. gr. búvörulaga nr. 99/1993. Hið rétta er síðan að þó bændur og afurðastöðvar tilnefni alls 4 fulltrúa taka aðeins þrír þeirra þátt í afgreiðslu mála hverju sinni. Ráðherra tilnefnir síðan sjötta fulltrúann í nefndina. Ákvarðanir í nefndinni eru teknar með einföldum meiri hluta atkvæða. Komi upp jöfn staða sker atkvæði formanns úr um niðurstöðu. Mjólk og mjólkurvörur hækka minnst á Íslandi Viðmælendur blaðsins, þau Ásta og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gera síðan mikið úr því að mjólk og mjólkurvörur hafi hækkað umfram almennar verðlagshækkanir hér á landi síðustu 12 mánuði og kenna um starfsháttum verðlagsnefndar búvöru. Það er jú rétt að þessar vörur hafa hækkað um 12,1% meðan verðbólga er 9,9%. En hvernig væri að setja þetta í víðara samhengi? Tímabilið mars 2022 - mars 2023 hækkaði verð mjólkurvörum um 12,9% hér á landi. Í 21 af aðildarlöndum ESB hækkaði verð á mjólk og mjólkurvörum hins vegar á sama tíma um meira en 20%, mest í Ungverjalandi um 64,4%, sjá meðfylgjandi mynd hér síðar. Ástæðan fyrir þessum verðhækkunum eru hækkanir á lykilaðföngum langt umfram annað verðlag m.a. vegna stríðsins í Úkraínu eins og getið var um í upphafi. Þessar ástæður eiga við bæði í löndum ESB og hér á landi. Má því ekki allt eins álykta að hér hafi Verðlagsnefnd búvöru gert sitt til að halda verðhækkunum á mjólkurvörum hér á landi í lágmarki? Árangurinn sést alla vega vel af því að útsöluverð á mjólkurvörum hefur hækkað minnst hér á landi þegar Ísland er borið saman við aðildarlönd ESB. Meðfylgjandi mynd sýnir verðhækkanir á mjólk ostum og eggjum frá mars 2022 til mars 2023. Niðurlag Því fer fjarri að verð á mjólkurvörum hafi hækkað hér á landi umfram það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum. Þar hafa matvæli hækkað meira og sums staðar langt um meira en almenn verðbólga. Ástæðurnar eru að stærstum hluta raktar hér að framan. Verðhækkanir hér á landi eru hins vegar í engu til komnar af því að framleiðendur fari með slíkt meirihlutavald í verðlagsnefnd að þeir geti knúið fram verðhækkanir sér til handa. Því síður hefur orðið til aukinn hagnaður hjá Auðhumlu svf. Þvert á móti dróst afkoma félagsins saman á síðasta ári. Það færi betur á að halda umræðunni við staðreyndir sem auðvelt er að nálgast. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Sjá meira
Í síðustu tveimur tölublöðum Viðskiptablaðsins hefur litlu verið til sparað í gagnrýni á starfsumhverfi mjólkurframleiðslunnar og fyrirtæki bænda þar sem réttu máli er hallað. Lítum aðeins á fáein atriði: Í leiðara blaðsins þann 4. maí sl. er fullyrt að Auðhumla móðurfélag Mjólkursamsölunnar hafi skilað methagnaði árið 2022 og er það sett í samhengi við hækkanir Verðlagsnefndar á mjólk og mjólkurvörum. Hér er farið rangt með hagnað Auðhumlu. Hið rétta er að hagnaður samstæðuársreiknings Auðhumlu árið 2022 var 461 m.kr. sem er samdráttur um 50% frá árinu áður. Má lesa þetta í samstæðuársreikningi félagsins sem finna má á vef Skattsins. Á forsíðu blaðsins þann 10. maí er að finna myndrit sem sýnir „Hækkanir í skjóli ríkisins“. Ranghermt er í blaðinu að um 12 mánaða tímabili (apríl 2022 – apríl 2023) sé að ræða heldur kýs blaðið að styðjast við 13 mánaða tímabil, sem æskilegt hefði verið að kæmi rétt fram og af hverju. Með því er nefnilega verið að draga inn í þróunina hækkun á heildsöluverði mjólkur þann 4. apríl 2022 þar sem tekið var tillit til verðhækkunar til bænda 1. mars 2022 og rekja mátti til gríðarlegra aðfangaverðshækkana sem leiddu af innrás Rússa í Úkraínu. Sem dæmi hækkaði áburður þá hér á landi um 70-80% frá fyrra ári. Í blaðinu þann 10. maí er haft eftir Ástu S. Fjelsted, forstjóra Festi hf., að Verðlagsnefnd búvöru sé skipuð „…sex mönnum og eru fulltrúar neytenda í nefndinni tveir af sex. Hinir fulltrúar nefndarinnar eru skipaðir af stjórn Bændasamtaka Íslands, stjórnum búgreinasamtaka og Samtökum afurðastöðva fyrir búvörur. Ásta segir að út frá skipan nefndarinnar mætti segja að framleiðslusjónarmið fái að ráða í nefndinni.“ Það var og! Verðlagsnefndin er vissulega skipuð sex fulltrúum, sbr. 7. gr. búvörulaga nr. 99/1993. Hið rétta er síðan að þó bændur og afurðastöðvar tilnefni alls 4 fulltrúa taka aðeins þrír þeirra þátt í afgreiðslu mála hverju sinni. Ráðherra tilnefnir síðan sjötta fulltrúann í nefndina. Ákvarðanir í nefndinni eru teknar með einföldum meiri hluta atkvæða. Komi upp jöfn staða sker atkvæði formanns úr um niðurstöðu. Mjólk og mjólkurvörur hækka minnst á Íslandi Viðmælendur blaðsins, þau Ásta og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gera síðan mikið úr því að mjólk og mjólkurvörur hafi hækkað umfram almennar verðlagshækkanir hér á landi síðustu 12 mánuði og kenna um starfsháttum verðlagsnefndar búvöru. Það er jú rétt að þessar vörur hafa hækkað um 12,1% meðan verðbólga er 9,9%. En hvernig væri að setja þetta í víðara samhengi? Tímabilið mars 2022 - mars 2023 hækkaði verð mjólkurvörum um 12,9% hér á landi. Í 21 af aðildarlöndum ESB hækkaði verð á mjólk og mjólkurvörum hins vegar á sama tíma um meira en 20%, mest í Ungverjalandi um 64,4%, sjá meðfylgjandi mynd hér síðar. Ástæðan fyrir þessum verðhækkunum eru hækkanir á lykilaðföngum langt umfram annað verðlag m.a. vegna stríðsins í Úkraínu eins og getið var um í upphafi. Þessar ástæður eiga við bæði í löndum ESB og hér á landi. Má því ekki allt eins álykta að hér hafi Verðlagsnefnd búvöru gert sitt til að halda verðhækkunum á mjólkurvörum hér á landi í lágmarki? Árangurinn sést alla vega vel af því að útsöluverð á mjólkurvörum hefur hækkað minnst hér á landi þegar Ísland er borið saman við aðildarlönd ESB. Meðfylgjandi mynd sýnir verðhækkanir á mjólk ostum og eggjum frá mars 2022 til mars 2023. Niðurlag Því fer fjarri að verð á mjólkurvörum hafi hækkað hér á landi umfram það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum. Þar hafa matvæli hækkað meira og sums staðar langt um meira en almenn verðbólga. Ástæðurnar eru að stærstum hluta raktar hér að framan. Verðhækkanir hér á landi eru hins vegar í engu til komnar af því að framleiðendur fari með slíkt meirihlutavald í verðlagsnefnd að þeir geti knúið fram verðhækkanir sér til handa. Því síður hefur orðið til aukinn hagnaður hjá Auðhumlu svf. Þvert á móti dróst afkoma félagsins saman á síðasta ári. Það færi betur á að halda umræðunni við staðreyndir sem auðvelt er að nálgast. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun