Náttúra, söfn og sjálfbærni Helga Aradóttir skrifar 18. maí 2023 07:01 Í dag, 18. maí er Alþjóðlegur dagur safna. Dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert og leitast er við að tengja starf safna við valin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hverju sinni. Þema dagsins þetta árið er „Söfn, sjálfbærni og vellíðan“ og tengt er við eftirfarandi heimsmarkmið: Heilsu og vellíðan, Aðgerðir í loftslagsmálum og Líf á landi. Á þessum degi bjóða mörg söfn ókeypis aðgang að sínum sýningum auk þess að standa fyrir fjölbreyttum viðburðum. Söfn og sjálfbærni Sjálfbærni er einfalt hugtak en veigamikið og snýst um að við skilum jörðinni til komandi kynslóða í góðu ástandi. Sjálfbærni snýst um samspil og jafnvægi samfélags, náttúru og efnahags og mikilvægt er að huga að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum í samvinnu við verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Sjálfbærni fléttast inn í starf þeirra margvíslegu safna sem við erum svo lánsöm að hafa aðgang að á Íslandi. Á söfnum er gögnum og munum safnað, stundaðar rannsóknir, safnkostur varðveittur og upplýsingum og fróðleik miðlað með sýningum og öðrum hætti. Söfn bjóða upp á opið samtal um náttúru- og menningararfinn og eru mikilvægur félagslegur vettvangur þar sem fjölbreyttir hópar koma saman. Þau eru því frábær vettvangur til þess að koma jákvæðum og uppbyggilegum skilaboðum til leiðar til samfélagsins. Náttúruminjasafnið og líffræðileg fjölbreytni Náttúruminjasafn Íslands vinnur með náttúruna í öllu sínu veldi og viðfangsefnin eru fjölbreytt eftir því. Við leiðum hugann að stöðu mannfólksins í náttúrunni, stækkum upp það sem okkur er hulið sjónum, köfum ofan í vistkerfi og fylgjumst með ferlum og samspili ólíkra lífvera og lífvana þátta auk þess að hvetja til eflingar tengsla við náttúruna. Það má því með sanni segja að þemað ,,Söfn, sjálfbærni og vellíðan‘‘ eigi vel við kjarnastarfsemi Náttúruminjasafnsins. Líffræðileg fjölbreytni hefur verið í brennidepli í miðlun Náttúruminjasafnsins í vetur og fléttast inn í fjölbreytt og þverfagleg verkefni safnsins enda er hún grundvallarundirstaða fyrir tilveru mannkyns og allra annarra lífvera. Þar ber hæst að nefna samstarfsvettvanginn BIODICE (biodice.is) – samtök um eflingu vitundar um líffræðilega fjölbreytni á Íslandi m.a. með verkefnunum Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni sem stendur út árið 2023 og verkefnið List og lífbreytileiki sem unnið var með breiðum hópi listafólks og skólum víðs vegar um landið með styrk frá Barnamenningarsjóði Íslands. Menningin byggir á náttúrunni Lega Íslands sem úthafseyja lengst norður í höfum og sá stutti tími sem liðinn er frá síðasta jökulskeiði þegar landið var hulið jöklum skýrir sérstöðu náttúru Íslands að miklu leyti. Hér eru fáar tegundir á alþjóðakvarða, en mikill fjölbreytileiki í vistkerfum og innan tegunda sem okkur ber að vernda. Menningararfurinn byggir að miklu leiti á náttúrunni og því er sérstaða náttúru Íslands mikilvæg til að skilja fortíðina og stefna að sjálfbærari framtíð. Í gegnum tíðina hefur náttúran verið einn helsti innblástur mannsins, hvort sem er í myndlist, handverki, hönnun, ritlist, kvikmyndum eða tónlist sem endurspeglast í sýningum og safnkosti safnanna. Söfn eru frábær vettvangur fyrir þekkingarsköpun, rökræður, stefnumót, innblástur, nýsköpun og þátttöku í samfélaginu. Við finnum ekki lausnirnar við flóknum verkefnum nema með öflugum rannsóknum á náttúrunni, miðlun og samvinnu. Við þurfum vettvang til að rannsaka fortíðina, í jarð- og mannsögulegu samhengi. Þar gegna söfnin lykilhlutverki. Heimsækjum söfnin og njótum þeirra í dag sem og aðra daga! Höfundur er safnkennari hjá Náttúruminjasafni Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 18. maí er Alþjóðlegur dagur safna. Dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert og leitast er við að tengja starf safna við valin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hverju sinni. Þema dagsins þetta árið er „Söfn, sjálfbærni og vellíðan“ og tengt er við eftirfarandi heimsmarkmið: Heilsu og vellíðan, Aðgerðir í loftslagsmálum og Líf á landi. Á þessum degi bjóða mörg söfn ókeypis aðgang að sínum sýningum auk þess að standa fyrir fjölbreyttum viðburðum. Söfn og sjálfbærni Sjálfbærni er einfalt hugtak en veigamikið og snýst um að við skilum jörðinni til komandi kynslóða í góðu ástandi. Sjálfbærni snýst um samspil og jafnvægi samfélags, náttúru og efnahags og mikilvægt er að huga að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum í samvinnu við verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Sjálfbærni fléttast inn í starf þeirra margvíslegu safna sem við erum svo lánsöm að hafa aðgang að á Íslandi. Á söfnum er gögnum og munum safnað, stundaðar rannsóknir, safnkostur varðveittur og upplýsingum og fróðleik miðlað með sýningum og öðrum hætti. Söfn bjóða upp á opið samtal um náttúru- og menningararfinn og eru mikilvægur félagslegur vettvangur þar sem fjölbreyttir hópar koma saman. Þau eru því frábær vettvangur til þess að koma jákvæðum og uppbyggilegum skilaboðum til leiðar til samfélagsins. Náttúruminjasafnið og líffræðileg fjölbreytni Náttúruminjasafn Íslands vinnur með náttúruna í öllu sínu veldi og viðfangsefnin eru fjölbreytt eftir því. Við leiðum hugann að stöðu mannfólksins í náttúrunni, stækkum upp það sem okkur er hulið sjónum, köfum ofan í vistkerfi og fylgjumst með ferlum og samspili ólíkra lífvera og lífvana þátta auk þess að hvetja til eflingar tengsla við náttúruna. Það má því með sanni segja að þemað ,,Söfn, sjálfbærni og vellíðan‘‘ eigi vel við kjarnastarfsemi Náttúruminjasafnsins. Líffræðileg fjölbreytni hefur verið í brennidepli í miðlun Náttúruminjasafnsins í vetur og fléttast inn í fjölbreytt og þverfagleg verkefni safnsins enda er hún grundvallarundirstaða fyrir tilveru mannkyns og allra annarra lífvera. Þar ber hæst að nefna samstarfsvettvanginn BIODICE (biodice.is) – samtök um eflingu vitundar um líffræðilega fjölbreytni á Íslandi m.a. með verkefnunum Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni sem stendur út árið 2023 og verkefnið List og lífbreytileiki sem unnið var með breiðum hópi listafólks og skólum víðs vegar um landið með styrk frá Barnamenningarsjóði Íslands. Menningin byggir á náttúrunni Lega Íslands sem úthafseyja lengst norður í höfum og sá stutti tími sem liðinn er frá síðasta jökulskeiði þegar landið var hulið jöklum skýrir sérstöðu náttúru Íslands að miklu leyti. Hér eru fáar tegundir á alþjóðakvarða, en mikill fjölbreytileiki í vistkerfum og innan tegunda sem okkur ber að vernda. Menningararfurinn byggir að miklu leiti á náttúrunni og því er sérstaða náttúru Íslands mikilvæg til að skilja fortíðina og stefna að sjálfbærari framtíð. Í gegnum tíðina hefur náttúran verið einn helsti innblástur mannsins, hvort sem er í myndlist, handverki, hönnun, ritlist, kvikmyndum eða tónlist sem endurspeglast í sýningum og safnkosti safnanna. Söfn eru frábær vettvangur fyrir þekkingarsköpun, rökræður, stefnumót, innblástur, nýsköpun og þátttöku í samfélaginu. Við finnum ekki lausnirnar við flóknum verkefnum nema með öflugum rannsóknum á náttúrunni, miðlun og samvinnu. Við þurfum vettvang til að rannsaka fortíðina, í jarð- og mannsögulegu samhengi. Þar gegna söfnin lykilhlutverki. Heimsækjum söfnin og njótum þeirra í dag sem og aðra daga! Höfundur er safnkennari hjá Náttúruminjasafni Íslands.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun