Náttúra, söfn og sjálfbærni Helga Aradóttir skrifar 18. maí 2023 07:01 Í dag, 18. maí er Alþjóðlegur dagur safna. Dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert og leitast er við að tengja starf safna við valin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hverju sinni. Þema dagsins þetta árið er „Söfn, sjálfbærni og vellíðan“ og tengt er við eftirfarandi heimsmarkmið: Heilsu og vellíðan, Aðgerðir í loftslagsmálum og Líf á landi. Á þessum degi bjóða mörg söfn ókeypis aðgang að sínum sýningum auk þess að standa fyrir fjölbreyttum viðburðum. Söfn og sjálfbærni Sjálfbærni er einfalt hugtak en veigamikið og snýst um að við skilum jörðinni til komandi kynslóða í góðu ástandi. Sjálfbærni snýst um samspil og jafnvægi samfélags, náttúru og efnahags og mikilvægt er að huga að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum í samvinnu við verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Sjálfbærni fléttast inn í starf þeirra margvíslegu safna sem við erum svo lánsöm að hafa aðgang að á Íslandi. Á söfnum er gögnum og munum safnað, stundaðar rannsóknir, safnkostur varðveittur og upplýsingum og fróðleik miðlað með sýningum og öðrum hætti. Söfn bjóða upp á opið samtal um náttúru- og menningararfinn og eru mikilvægur félagslegur vettvangur þar sem fjölbreyttir hópar koma saman. Þau eru því frábær vettvangur til þess að koma jákvæðum og uppbyggilegum skilaboðum til leiðar til samfélagsins. Náttúruminjasafnið og líffræðileg fjölbreytni Náttúruminjasafn Íslands vinnur með náttúruna í öllu sínu veldi og viðfangsefnin eru fjölbreytt eftir því. Við leiðum hugann að stöðu mannfólksins í náttúrunni, stækkum upp það sem okkur er hulið sjónum, köfum ofan í vistkerfi og fylgjumst með ferlum og samspili ólíkra lífvera og lífvana þátta auk þess að hvetja til eflingar tengsla við náttúruna. Það má því með sanni segja að þemað ,,Söfn, sjálfbærni og vellíðan‘‘ eigi vel við kjarnastarfsemi Náttúruminjasafnsins. Líffræðileg fjölbreytni hefur verið í brennidepli í miðlun Náttúruminjasafnsins í vetur og fléttast inn í fjölbreytt og þverfagleg verkefni safnsins enda er hún grundvallarundirstaða fyrir tilveru mannkyns og allra annarra lífvera. Þar ber hæst að nefna samstarfsvettvanginn BIODICE (biodice.is) – samtök um eflingu vitundar um líffræðilega fjölbreytni á Íslandi m.a. með verkefnunum Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni sem stendur út árið 2023 og verkefnið List og lífbreytileiki sem unnið var með breiðum hópi listafólks og skólum víðs vegar um landið með styrk frá Barnamenningarsjóði Íslands. Menningin byggir á náttúrunni Lega Íslands sem úthafseyja lengst norður í höfum og sá stutti tími sem liðinn er frá síðasta jökulskeiði þegar landið var hulið jöklum skýrir sérstöðu náttúru Íslands að miklu leyti. Hér eru fáar tegundir á alþjóðakvarða, en mikill fjölbreytileiki í vistkerfum og innan tegunda sem okkur ber að vernda. Menningararfurinn byggir að miklu leiti á náttúrunni og því er sérstaða náttúru Íslands mikilvæg til að skilja fortíðina og stefna að sjálfbærari framtíð. Í gegnum tíðina hefur náttúran verið einn helsti innblástur mannsins, hvort sem er í myndlist, handverki, hönnun, ritlist, kvikmyndum eða tónlist sem endurspeglast í sýningum og safnkosti safnanna. Söfn eru frábær vettvangur fyrir þekkingarsköpun, rökræður, stefnumót, innblástur, nýsköpun og þátttöku í samfélaginu. Við finnum ekki lausnirnar við flóknum verkefnum nema með öflugum rannsóknum á náttúrunni, miðlun og samvinnu. Við þurfum vettvang til að rannsaka fortíðina, í jarð- og mannsögulegu samhengi. Þar gegna söfnin lykilhlutverki. Heimsækjum söfnin og njótum þeirra í dag sem og aðra daga! Höfundur er safnkennari hjá Náttúruminjasafni Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í dag, 18. maí er Alþjóðlegur dagur safna. Dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert og leitast er við að tengja starf safna við valin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hverju sinni. Þema dagsins þetta árið er „Söfn, sjálfbærni og vellíðan“ og tengt er við eftirfarandi heimsmarkmið: Heilsu og vellíðan, Aðgerðir í loftslagsmálum og Líf á landi. Á þessum degi bjóða mörg söfn ókeypis aðgang að sínum sýningum auk þess að standa fyrir fjölbreyttum viðburðum. Söfn og sjálfbærni Sjálfbærni er einfalt hugtak en veigamikið og snýst um að við skilum jörðinni til komandi kynslóða í góðu ástandi. Sjálfbærni snýst um samspil og jafnvægi samfélags, náttúru og efnahags og mikilvægt er að huga að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum í samvinnu við verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Sjálfbærni fléttast inn í starf þeirra margvíslegu safna sem við erum svo lánsöm að hafa aðgang að á Íslandi. Á söfnum er gögnum og munum safnað, stundaðar rannsóknir, safnkostur varðveittur og upplýsingum og fróðleik miðlað með sýningum og öðrum hætti. Söfn bjóða upp á opið samtal um náttúru- og menningararfinn og eru mikilvægur félagslegur vettvangur þar sem fjölbreyttir hópar koma saman. Þau eru því frábær vettvangur til þess að koma jákvæðum og uppbyggilegum skilaboðum til leiðar til samfélagsins. Náttúruminjasafnið og líffræðileg fjölbreytni Náttúruminjasafn Íslands vinnur með náttúruna í öllu sínu veldi og viðfangsefnin eru fjölbreytt eftir því. Við leiðum hugann að stöðu mannfólksins í náttúrunni, stækkum upp það sem okkur er hulið sjónum, köfum ofan í vistkerfi og fylgjumst með ferlum og samspili ólíkra lífvera og lífvana þátta auk þess að hvetja til eflingar tengsla við náttúruna. Það má því með sanni segja að þemað ,,Söfn, sjálfbærni og vellíðan‘‘ eigi vel við kjarnastarfsemi Náttúruminjasafnsins. Líffræðileg fjölbreytni hefur verið í brennidepli í miðlun Náttúruminjasafnsins í vetur og fléttast inn í fjölbreytt og þverfagleg verkefni safnsins enda er hún grundvallarundirstaða fyrir tilveru mannkyns og allra annarra lífvera. Þar ber hæst að nefna samstarfsvettvanginn BIODICE (biodice.is) – samtök um eflingu vitundar um líffræðilega fjölbreytni á Íslandi m.a. með verkefnunum Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni sem stendur út árið 2023 og verkefnið List og lífbreytileiki sem unnið var með breiðum hópi listafólks og skólum víðs vegar um landið með styrk frá Barnamenningarsjóði Íslands. Menningin byggir á náttúrunni Lega Íslands sem úthafseyja lengst norður í höfum og sá stutti tími sem liðinn er frá síðasta jökulskeiði þegar landið var hulið jöklum skýrir sérstöðu náttúru Íslands að miklu leyti. Hér eru fáar tegundir á alþjóðakvarða, en mikill fjölbreytileiki í vistkerfum og innan tegunda sem okkur ber að vernda. Menningararfurinn byggir að miklu leiti á náttúrunni og því er sérstaða náttúru Íslands mikilvæg til að skilja fortíðina og stefna að sjálfbærari framtíð. Í gegnum tíðina hefur náttúran verið einn helsti innblástur mannsins, hvort sem er í myndlist, handverki, hönnun, ritlist, kvikmyndum eða tónlist sem endurspeglast í sýningum og safnkosti safnanna. Söfn eru frábær vettvangur fyrir þekkingarsköpun, rökræður, stefnumót, innblástur, nýsköpun og þátttöku í samfélaginu. Við finnum ekki lausnirnar við flóknum verkefnum nema með öflugum rannsóknum á náttúrunni, miðlun og samvinnu. Við þurfum vettvang til að rannsaka fortíðina, í jarð- og mannsögulegu samhengi. Þar gegna söfnin lykilhlutverki. Heimsækjum söfnin og njótum þeirra í dag sem og aðra daga! Höfundur er safnkennari hjá Náttúruminjasafni Íslands.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun