Lokayfirlýsingin stutt en nái vel utan um grundvallaratriðin Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2023 09:57 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir leiðtogafundinn í Reykjavík hafa gengið ótrúlega vel. Honum lýkur síðar í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að lokayfirlýsing leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík verði fremur stutt en nái vel utan um þau grundvallaratriði sem um umfjöllunar séu. Hún segir það flókið mál að koma sjónarmiðum 46 ríkja saman í eina yfirlýsingu og að hún hafi tekið breytingum fram á síðasta dag. Þetta sagði Katrín í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann eftir að yfirlýsing um stofnun tjónaskrárinnar var undirrituð í morgun. Katrín segir að sér þyki gærdagurinn hafa gengið ótrúlega vel. „Bæði fannst mér fundurinn sjálfur, það gekk allt upp, þetta formlega. En það voru líka góðar umræður á hringborðunum og síðan í kvöldverði leiðtoga sem var hérna í gærkvöldi. Það var í raun og veru hinn óformlegi hluti fundarins og þar eru oft mjög opnar umræður. Í dag tekur svo við hin formlega umræða þar sem ríkin fara með sína afstöðu til lokaniðurstöðu þessa fundar.“ Sýnist þér að sé samstaða um öll meginatriði lokayfirlýsingarinnar? „Já, það er auðvitað búið að leggja mikla vinnu í það og eins og hefur komið áður fram þá er það flókið mál að koma 46 ríkjum saman. Maður fann það í hinum óformlegu umræðum í gær. Þetta eru ólík ríki. Það er ólík pólitík sem ræður för í ólíkum ríkjum. Já, við erum komin með lendingu eins hvað varðar þessa tjónaskrá sem við vorum að undirrita hér áðan. Þetta er auðvitað stórt skref að halda utan um þann skaða sem Rússar hafa valdið í Úkraínu. Nú tekur við útfærslan. En bara það að stíga þetta skref, og það er þegar búið að undirbúa málið mjög vel hvernig við getum haldið utan um skráningu þannig að það ætti ekki að koma upp nein snurða á þeim þræði.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á fundinum í morgun. Vísir/Vilhelm En verður lokayfirlýsingin mikið breytt frá því sem lagt var upp með í uppkasti? „Hún er náttúrulega búin að taka breytingum fram á síðasta dag. Eins og venjan er með svona yfirlýsingar. Það sem ég er ánægð með er að mér finnst þetta vera skýrt. Mér finnst þetta ekki vera langt plagg með mjög mörgum orðum heldur er verið að draga fram ákveðin grundvallaratriði. Bæði hvað varðar ábyrgðarskylduna gagnvart Úkraínu, það er verið að leggja mikla áherslu á lýðræðið og það er verið að leggja áherslu á þessi atriði sem við höfum verið að berjast fyrir að komist hér inn á borð, eins og umhverfismálin, réttinn til umhverfis og gervigreindina sem var mikið rædd á mínu hringborði. Þannig að það er verið að taka vel utan um þessi mál. Það er náttúrulega verið að fjalla um mannréttindamáli, jafnréttismálin og réttindi barna sem hafa mikið verið rædd á fundinum. Þar er ekki síst verið að fjalla um úkraínsk börn sem hafa verið brottflutt. Þannig að ég held að við séum með yfirlýsingu sem sé ekki of löng en er samt að taka utan um aðalatriðin.“ Það átti að tilkynna á þessum fundi um aukin framlög Íslands til Úkraínu. Það er búið að segja frá færanlega neyðarsjúkrahúsinu. Er einhver meiri aukning að öðru leyti? „Nei, spítalinn er í raun og vera okkar viðbót að þessu sinni og okkur fannst mikilvægt, öllum flokkum á Alþingi, að sýna að við stöndum saman um þennan viðbótarstuðning. Þetta er ekki bara ákvörðun stjórnvalda heldur er þetta Alþingi allt sem stendur á bakvið þennan stuðning. Sú ákvörðun að færa Úkraínumönnum þennan neyðarspítala byggir á þeirra óskum, þeirra beiðnum. Við munum nú vonandi að þessum fundi loknum, mæla fyrir því máli og ljúka því hratt og örugglega,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vaktin: Leiðtogar gefa kost á viðtölum í morgunsárið Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar verður í beinni útsendingu frá Hörpu nú í morgunsárið og fylgist með þróun mála fram eftir degi í vaktinni hér á Vísi. 17. maí 2023 07:33 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þetta sagði Katrín í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann eftir að yfirlýsing um stofnun tjónaskrárinnar var undirrituð í morgun. Katrín segir að sér þyki gærdagurinn hafa gengið ótrúlega vel. „Bæði fannst mér fundurinn sjálfur, það gekk allt upp, þetta formlega. En það voru líka góðar umræður á hringborðunum og síðan í kvöldverði leiðtoga sem var hérna í gærkvöldi. Það var í raun og veru hinn óformlegi hluti fundarins og þar eru oft mjög opnar umræður. Í dag tekur svo við hin formlega umræða þar sem ríkin fara með sína afstöðu til lokaniðurstöðu þessa fundar.“ Sýnist þér að sé samstaða um öll meginatriði lokayfirlýsingarinnar? „Já, það er auðvitað búið að leggja mikla vinnu í það og eins og hefur komið áður fram þá er það flókið mál að koma 46 ríkjum saman. Maður fann það í hinum óformlegu umræðum í gær. Þetta eru ólík ríki. Það er ólík pólitík sem ræður för í ólíkum ríkjum. Já, við erum komin með lendingu eins hvað varðar þessa tjónaskrá sem við vorum að undirrita hér áðan. Þetta er auðvitað stórt skref að halda utan um þann skaða sem Rússar hafa valdið í Úkraínu. Nú tekur við útfærslan. En bara það að stíga þetta skref, og það er þegar búið að undirbúa málið mjög vel hvernig við getum haldið utan um skráningu þannig að það ætti ekki að koma upp nein snurða á þeim þræði.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á fundinum í morgun. Vísir/Vilhelm En verður lokayfirlýsingin mikið breytt frá því sem lagt var upp með í uppkasti? „Hún er náttúrulega búin að taka breytingum fram á síðasta dag. Eins og venjan er með svona yfirlýsingar. Það sem ég er ánægð með er að mér finnst þetta vera skýrt. Mér finnst þetta ekki vera langt plagg með mjög mörgum orðum heldur er verið að draga fram ákveðin grundvallaratriði. Bæði hvað varðar ábyrgðarskylduna gagnvart Úkraínu, það er verið að leggja mikla áherslu á lýðræðið og það er verið að leggja áherslu á þessi atriði sem við höfum verið að berjast fyrir að komist hér inn á borð, eins og umhverfismálin, réttinn til umhverfis og gervigreindina sem var mikið rædd á mínu hringborði. Þannig að það er verið að taka vel utan um þessi mál. Það er náttúrulega verið að fjalla um mannréttindamáli, jafnréttismálin og réttindi barna sem hafa mikið verið rædd á fundinum. Þar er ekki síst verið að fjalla um úkraínsk börn sem hafa verið brottflutt. Þannig að ég held að við séum með yfirlýsingu sem sé ekki of löng en er samt að taka utan um aðalatriðin.“ Það átti að tilkynna á þessum fundi um aukin framlög Íslands til Úkraínu. Það er búið að segja frá færanlega neyðarsjúkrahúsinu. Er einhver meiri aukning að öðru leyti? „Nei, spítalinn er í raun og vera okkar viðbót að þessu sinni og okkur fannst mikilvægt, öllum flokkum á Alþingi, að sýna að við stöndum saman um þennan viðbótarstuðning. Þetta er ekki bara ákvörðun stjórnvalda heldur er þetta Alþingi allt sem stendur á bakvið þennan stuðning. Sú ákvörðun að færa Úkraínumönnum þennan neyðarspítala byggir á þeirra óskum, þeirra beiðnum. Við munum nú vonandi að þessum fundi loknum, mæla fyrir því máli og ljúka því hratt og örugglega,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vaktin: Leiðtogar gefa kost á viðtölum í morgunsárið Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar verður í beinni útsendingu frá Hörpu nú í morgunsárið og fylgist með þróun mála fram eftir degi í vaktinni hér á Vísi. 17. maí 2023 07:33 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Vaktin: Leiðtogar gefa kost á viðtölum í morgunsárið Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar verður í beinni útsendingu frá Hörpu nú í morgunsárið og fylgist með þróun mála fram eftir degi í vaktinni hér á Vísi. 17. maí 2023 07:33