Ein af þeim bestu hætti skyndilega við að keppa á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2023 08:31 Mal O’Brien með Katrínu Tönju Davíðsdóttur á góðri stundu en þær kepptu saman í liði í janúar. Instagram/@malobrien_ Bandaríska undrabarnið Mallory O'Brien verður ekki með á heimsleikunum í ár. Þar með hafa tvær bestu CrossFit konur síðustu heimsleika hætt við keppni. Fréttirnar eru mjög óvæntar því O'Brien átti að keppa á sínu undanúrslitamóti um helgina. O'Brien tilkynnti hins vegar á samfélagsmiðlum að hún myndi ekki keppa á mótinu og þar með á hún ekki lengur möguleika á að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) O'Brien sagði ástæðuna vera persónulegar en að liðsfélagar hennar hjá HWPO hafi verið skilningsríkir og stutt vel við bakið á henni við að taka þessa erfiðu ákvörðun. „Stundum glímum við öll við andlegar áskoranir sem krefjast athygli og aðgátar. Það er mikilvægt að forgangsraða okkar vellíðan og taka á móti stuðningi ástvinanna,“ skrifaði Mal O'Brien. „Munið það að lífið snýst ekki bara um að vinna titla og ná markmiðum. Það á að snúast um að ná jafnvægi, hugsa vel um okkur sjálf og bera umhyggju fyrir stundunum sem skipta virkilegu máli,“ skrifaði O'Brien. „Ég mun taka mér þetta frí til að einbeita mér að því sem skiptir mestu máli fyrir mig. Ég kann að meta þann stuðning sem ég fæ á þessum tíma. Ég óska öllum liðsfélögum mínum og keppinautum góðs gengis,“ skrifaði O'Brien. At 18 years old, Mallory O Brien is the youngest athlete to win the CrossFit Open. https://t.co/cjMdpiXglt— The CrossFit Games (@CrossFitGames) April 2, 2022 O'Brien er aðeins nítján ára gömul en náði öðru sætinu á heimsleikunum 2022 á eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey. Árið áður var hún kosin besti nýliðinn eftir að hafa náð sjöunda sæti sautján ára gömul. Mal keppti meðal annars með þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttir í liðakeppni Wodapalooza í janúar síðastliðnum. O'Brien hafði byrjað þetta tímabil frábærlega en hún náði bestum árangri allra í fjórðungsúrslitunum og var einnig efst í opna hlutanum. Það fer því ekkert á milli mála að O'Brien var ein sú sigurstranglegasta á heimsleikunum í haust. Fjarvera Tiu-Clair Toomey og Mallory O'Brien opnar dyrnar fyrir aðrar CrossFit konur og það sjá örugglega margar þeirra gullið tækifæri til að vinna langþráðan heimsmeistaratitil sem hefur verið í áskrift hjá Toomey undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by Mal O Brien (@malobrien_) CrossFit Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Fréttirnar eru mjög óvæntar því O'Brien átti að keppa á sínu undanúrslitamóti um helgina. O'Brien tilkynnti hins vegar á samfélagsmiðlum að hún myndi ekki keppa á mótinu og þar með á hún ekki lengur möguleika á að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) O'Brien sagði ástæðuna vera persónulegar en að liðsfélagar hennar hjá HWPO hafi verið skilningsríkir og stutt vel við bakið á henni við að taka þessa erfiðu ákvörðun. „Stundum glímum við öll við andlegar áskoranir sem krefjast athygli og aðgátar. Það er mikilvægt að forgangsraða okkar vellíðan og taka á móti stuðningi ástvinanna,“ skrifaði Mal O'Brien. „Munið það að lífið snýst ekki bara um að vinna titla og ná markmiðum. Það á að snúast um að ná jafnvægi, hugsa vel um okkur sjálf og bera umhyggju fyrir stundunum sem skipta virkilegu máli,“ skrifaði O'Brien. „Ég mun taka mér þetta frí til að einbeita mér að því sem skiptir mestu máli fyrir mig. Ég kann að meta þann stuðning sem ég fæ á þessum tíma. Ég óska öllum liðsfélögum mínum og keppinautum góðs gengis,“ skrifaði O'Brien. At 18 years old, Mallory O Brien is the youngest athlete to win the CrossFit Open. https://t.co/cjMdpiXglt— The CrossFit Games (@CrossFitGames) April 2, 2022 O'Brien er aðeins nítján ára gömul en náði öðru sætinu á heimsleikunum 2022 á eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey. Árið áður var hún kosin besti nýliðinn eftir að hafa náð sjöunda sæti sautján ára gömul. Mal keppti meðal annars með þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttir í liðakeppni Wodapalooza í janúar síðastliðnum. O'Brien hafði byrjað þetta tímabil frábærlega en hún náði bestum árangri allra í fjórðungsúrslitunum og var einnig efst í opna hlutanum. Það fer því ekkert á milli mála að O'Brien var ein sú sigurstranglegasta á heimsleikunum í haust. Fjarvera Tiu-Clair Toomey og Mallory O'Brien opnar dyrnar fyrir aðrar CrossFit konur og það sjá örugglega margar þeirra gullið tækifæri til að vinna langþráðan heimsmeistaratitil sem hefur verið í áskrift hjá Toomey undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by Mal O Brien (@malobrien_)
CrossFit Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira