Hlaut árs skilorðsbundinn fangelsisdóm í Procar máli Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. maí 2023 15:36 Alls var kílómetrastaðan lækkuð í 134 seldum bílum. Procar Haraldur Sveinn Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, var í dag dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals. Haraldur játaði að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum fyrir sölu. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Var horft til þess að Haraldur hefði játað skýlaust brot sín fyrir dómi og að játningin væri studd sakargögnum. Hafði hann greitt kaupendunum bætur vegna einkaréttarkröfu og var því fallið frá bótakröfum í málinu. „Þá baðst ákærði innilega afsökunar á brotum sínum fyrir dómi,“ segir í dómnum. Litið er til þess að langt sé frá því að málið kom upp og að dráttur hafi verið á lögreglurannsókn. Hins vegar var litið til þess að brotin hafi staðið yfir um nokkurt árabil og fólu í sér brotasamsteypu þar sem brotið var gegn umtalsverðum fjölda fólks með blekkingum. Var markmiðið með blekkingunum að gera það auðveldara og arðbærara að selja bifreiðar Procar grandlausum kaupendum. Rýrir tiltrú almennings „Sú aðferð sem beitt var, að falsa kílómetrastöðu ökumæla á annað hundrað bifreiða, er einnig til þess fallin að rýra almennt traust og tiltrú almennings í bifreiðaviðskiptum enda títt litið til stöðu ökumælis þegar lagt er mat á hversu góður kostur í kaupum notuð bifreið er með tilliti til aldurs,“ segir í dómnum. Í ársbyrjun árið 2019 komst upp að átt hefði verið við kílómetrastöðuna í bílum seldum frá Procar. Málið var hins vegar ekki þingfest fyrr en í apríl á þessu ári. Fram kom að mælarnir höfðu verið lækkaðir um tugi þúsunda kílómetra, mest rúmlega 50 þúsund. Procar Dómsmál Bílaleigur Tengdar fréttir Játar að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum í Procar-máli Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, Haraldur Sveinn Gunnarsson, hefur játað að hafa falsað kílómetrastöðuna í 134 bílum bílaleigunnar sem seldir voru á bílasölum á árunum 2014 til 2018. 14. apríl 2023 11:16 Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01 Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Var horft til þess að Haraldur hefði játað skýlaust brot sín fyrir dómi og að játningin væri studd sakargögnum. Hafði hann greitt kaupendunum bætur vegna einkaréttarkröfu og var því fallið frá bótakröfum í málinu. „Þá baðst ákærði innilega afsökunar á brotum sínum fyrir dómi,“ segir í dómnum. Litið er til þess að langt sé frá því að málið kom upp og að dráttur hafi verið á lögreglurannsókn. Hins vegar var litið til þess að brotin hafi staðið yfir um nokkurt árabil og fólu í sér brotasamsteypu þar sem brotið var gegn umtalsverðum fjölda fólks með blekkingum. Var markmiðið með blekkingunum að gera það auðveldara og arðbærara að selja bifreiðar Procar grandlausum kaupendum. Rýrir tiltrú almennings „Sú aðferð sem beitt var, að falsa kílómetrastöðu ökumæla á annað hundrað bifreiða, er einnig til þess fallin að rýra almennt traust og tiltrú almennings í bifreiðaviðskiptum enda títt litið til stöðu ökumælis þegar lagt er mat á hversu góður kostur í kaupum notuð bifreið er með tilliti til aldurs,“ segir í dómnum. Í ársbyrjun árið 2019 komst upp að átt hefði verið við kílómetrastöðuna í bílum seldum frá Procar. Málið var hins vegar ekki þingfest fyrr en í apríl á þessu ári. Fram kom að mælarnir höfðu verið lækkaðir um tugi þúsunda kílómetra, mest rúmlega 50 þúsund.
Procar Dómsmál Bílaleigur Tengdar fréttir Játar að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum í Procar-máli Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, Haraldur Sveinn Gunnarsson, hefur játað að hafa falsað kílómetrastöðuna í 134 bílum bílaleigunnar sem seldir voru á bílasölum á árunum 2014 til 2018. 14. apríl 2023 11:16 Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01 Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Sjá meira
Játar að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum í Procar-máli Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, Haraldur Sveinn Gunnarsson, hefur játað að hafa falsað kílómetrastöðuna í 134 bílum bílaleigunnar sem seldir voru á bílasölum á árunum 2014 til 2018. 14. apríl 2023 11:16
Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01
Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38