Láttu þér líða vel - á safni Inga Þórunn Waage skrifar 16. maí 2023 12:01 Yfirskrift alþjóðlega safnadagsins er söfn, sjálfbærni og vellíðan. Hugtakið sjálfbærni skýtur iðulega upp kollinum á helstu miðlum landsins og er vissulega gildishlaðið hugtak. Sjálfbærni er hugtak með skírskotun í afleiðingar gjörða okkar sem erum á jarðarkringlunni og hvernig við viljum vera í jafnvægi við náttúru, samfélög og menningu. Sjálfbærni vísar líka í stjórnarhætti sem huga að velferð næstu kynslóða; að ganga úr skugga um að ekki sé gengið á réttindi umhverfisins eða félagsleg réttindi fólks. Við stöndum frammi fyrir miklum breytingum í nútímasamfélögum þar sem tækninni fleygir fram á ógnarhraða, með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Tækninni er ætlað að auðvelda okkur lífið á vinnumarkaði og halda í félagslegar tengingar. En tæknin getur líka skapað fjarlægð og einangrun og því augljóst að tækninni er ekki ætlað að leysa öll vandamál samtímans. Á sama tíma er nú sem aldrei meira lagt upp úr að rækta mannsandann og hlúa að því sem býr innra með okkur. Í hröðu samfélagi nútímans er nauðsynlegt fyrir alla að eiga sér griðarstað - stað til að stunda íhugun um stöðu okkar á fyrri tímum og í dag. Rannsóknir sýna að söfn eru talin á meðal þeirra opinbera stofnanna sem almenningur, um gjörvallan heim, ber hvað mest traust til.[1] Því er óhætt að halda því fram að söfn hafi gríðarlega mikilvægt hlutverk í að viðhalda heilbrigðum, réttlátum og umhverfismiðuðum samfélögum. Tengsl á milli samfélaga og safna er órjúfanleg og þurfa báðir aðilar að hlúa að velferð hvors annars. Söfn standa vörð um söguna, fortíðina og samtíðina, og eru nauðsynlegur spegill fyrir samfélagið að líta í. Þekking um fyrri tíma gefur samtímanum nauðsynleg viðmið og er liður í að leita svara við spurningum líðandi stundar. Söfn eru ákveðinn griðarstaður samfélagsins sem íbúar geta leitað til, aflað sér þekkingar, beitt gagrýnni hugsun og íhugað. Stofnanir sem eru sjálfbærar og eru leiddar áfram með réttsýni gagnvart fólki og umhverfi stuðla að vellíðan. Vellíðan er eðlileg tilfinning í kjölfar þess að vita að rétt sé farið að hlutunum. Að eyða stund á safni með það hugarfar að geta treyst því sem fyrir augu ber og vita að stofnunin vinni að réttlátum heimsmarkmiðum, vekur óneitanlega góða tilfinningu. Það er hollt að hafa þetta í huga á alþjóðlegum degi safna 18. maí. Höfundur er sérfræðingur við varðveislu og miðlun á Síldarminjasafni Íslands. Heimildir: [1] Aksoy, S. 2019, neðanmálsgrein, ritstj. K., Cummins, A., and Weil, K. Report on a Policy Round Table by EU-LAC-MUSEUMS held at the European Commission offices. Brussel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Yfirskrift alþjóðlega safnadagsins er söfn, sjálfbærni og vellíðan. Hugtakið sjálfbærni skýtur iðulega upp kollinum á helstu miðlum landsins og er vissulega gildishlaðið hugtak. Sjálfbærni er hugtak með skírskotun í afleiðingar gjörða okkar sem erum á jarðarkringlunni og hvernig við viljum vera í jafnvægi við náttúru, samfélög og menningu. Sjálfbærni vísar líka í stjórnarhætti sem huga að velferð næstu kynslóða; að ganga úr skugga um að ekki sé gengið á réttindi umhverfisins eða félagsleg réttindi fólks. Við stöndum frammi fyrir miklum breytingum í nútímasamfélögum þar sem tækninni fleygir fram á ógnarhraða, með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Tækninni er ætlað að auðvelda okkur lífið á vinnumarkaði og halda í félagslegar tengingar. En tæknin getur líka skapað fjarlægð og einangrun og því augljóst að tækninni er ekki ætlað að leysa öll vandamál samtímans. Á sama tíma er nú sem aldrei meira lagt upp úr að rækta mannsandann og hlúa að því sem býr innra með okkur. Í hröðu samfélagi nútímans er nauðsynlegt fyrir alla að eiga sér griðarstað - stað til að stunda íhugun um stöðu okkar á fyrri tímum og í dag. Rannsóknir sýna að söfn eru talin á meðal þeirra opinbera stofnanna sem almenningur, um gjörvallan heim, ber hvað mest traust til.[1] Því er óhætt að halda því fram að söfn hafi gríðarlega mikilvægt hlutverk í að viðhalda heilbrigðum, réttlátum og umhverfismiðuðum samfélögum. Tengsl á milli samfélaga og safna er órjúfanleg og þurfa báðir aðilar að hlúa að velferð hvors annars. Söfn standa vörð um söguna, fortíðina og samtíðina, og eru nauðsynlegur spegill fyrir samfélagið að líta í. Þekking um fyrri tíma gefur samtímanum nauðsynleg viðmið og er liður í að leita svara við spurningum líðandi stundar. Söfn eru ákveðinn griðarstaður samfélagsins sem íbúar geta leitað til, aflað sér þekkingar, beitt gagrýnni hugsun og íhugað. Stofnanir sem eru sjálfbærar og eru leiddar áfram með réttsýni gagnvart fólki og umhverfi stuðla að vellíðan. Vellíðan er eðlileg tilfinning í kjölfar þess að vita að rétt sé farið að hlutunum. Að eyða stund á safni með það hugarfar að geta treyst því sem fyrir augu ber og vita að stofnunin vinni að réttlátum heimsmarkmiðum, vekur óneitanlega góða tilfinningu. Það er hollt að hafa þetta í huga á alþjóðlegum degi safna 18. maí. Höfundur er sérfræðingur við varðveislu og miðlun á Síldarminjasafni Íslands. Heimildir: [1] Aksoy, S. 2019, neðanmálsgrein, ritstj. K., Cummins, A., and Weil, K. Report on a Policy Round Table by EU-LAC-MUSEUMS held at the European Commission offices. Brussel.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun