Skrunað undir stýri Stefán Halldórsson skrifar 16. maí 2023 10:30 Á sólríkum sunnudegi ákváðum við hjónin að henda nokkrum pylsum á grillið í síðbúinn hádegismat. Þegar lagerstaðan var tekin í eldhússkápum kom hinsvegar í ljós að steikta laukinn vantaði og því stökk ég upp í fjölskyldubílinn og brenndi (á löglegum hraða vitaskuld) í Krambúðina á Eggertsgötu. Við fjölskyldan búum í Skerjafirðinum og því var bíltúrinn ekki langur og innan skamms var ég kominn með nauðsynjarnar og sjálfvirka kassakerfið heilsaði mér með virktum. Í miðri afgreiðslunni titraði síminn og ný skilaboð birtust á Sportabler, sem er ansi hentugt smáforrit sem heldur utan um tómstundir barnana minna. Strákurinn er í sundi, stelpan æfir skauta, bæði eru þau í skátunum og Sportabler heldur utanum allar greiðslur, tímasetningar á æfingum og skipulagningu móta. Ef ekki væri fyrir þetta app værum við hjónin í standandi rugli við að halda utanum allt heila klabbið. Í þetta skiptið var um breyttan æfingartíma að ræða, miðað við það sem birtist snögglega á heimaskjá símans, en til að fræðast nánar um breytinguna þyrfti ég að fara inn í forritið og skoða betur. Og þar tók firringin við. Ég steig inn í bílinn, henti 2 x fernum af kókómjólk ásamt plastboxi af steiktum lauk í baksætið, fór í belti og ók af stað og ÆTLAÐI AÐ SKOÐA SÍMANN Á LEIÐINNI HEIM! Ég var ekki farþegi, ég var bílstjóri. ÉG ÆTLAÐI BARA AÐ SKOÐA AÐEINS Á MEÐAN ÉG KEYRÐI HEIM! Bíllinn minn er ekki sjálfkeyrandi. ÉG ÆTLAÐI AÐ TÉKKA Á SÍMANUM MÍNUM Á LEIÐINNI HEIM! Það er hreint og beint óhugnarlegt hversu auðveldlega þessi brenglaða hugsun smeygði sér að, eins og ekkert væri eðlilegra en að einbeita sér að litlum símaskjá og keyra tæplega tveggja tonna bifreið á sama tíma. Bara á meðan ég skrifa þessa grein hefur Sportabler appið pípt tvisvar, þessi vorsýning Skautafélags Reykjavíkur græjar sig ekki sjálf. Að auki hefur Facebook Messenger blikkað, WorkPlace hefur látið vita af sér og gott ef Mentor, Arion Banki og Netflix hafa ekki heimtað athygli mína líka. Allt er þetta vissulega sjálfskaparvíti, við ráðum sjálf hversu mikið við viljum leyfa snjalltækjunum að angra okkur með tilkynningum, uppfærslum og almennu tuði. Þennan umrædda dag greip ég ekki í símann undir stýri og þegar ég keyri fær hann að vera í friði. Ef ég bara verð að heyra nýjasta lagið með Daða og Gagnamagninu verður gervigreindin Siri bara gessovel að skilja mig þegar ég kalla upp óskalagið, hátt og snjallt. Ykkur að segja hefur Siri ekki skilið mig hingað til og heldur að ég sé að biðja um lag með sveitinni “Daddy and Gagged by Magnet”. Við ættum öll að reyna að vera snjallari en símarnir okkar og einbeita okkur að akstrinum, bara andartaks athugun á skilaboðum getur breytt bílferðinni í spennandi heimsókn í endurhæfingu eða þaðan af verra. Höfundur vinnur í fjarskiptageiranum og á í ástar/hatursambandi við símann sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Á sólríkum sunnudegi ákváðum við hjónin að henda nokkrum pylsum á grillið í síðbúinn hádegismat. Þegar lagerstaðan var tekin í eldhússkápum kom hinsvegar í ljós að steikta laukinn vantaði og því stökk ég upp í fjölskyldubílinn og brenndi (á löglegum hraða vitaskuld) í Krambúðina á Eggertsgötu. Við fjölskyldan búum í Skerjafirðinum og því var bíltúrinn ekki langur og innan skamms var ég kominn með nauðsynjarnar og sjálfvirka kassakerfið heilsaði mér með virktum. Í miðri afgreiðslunni titraði síminn og ný skilaboð birtust á Sportabler, sem er ansi hentugt smáforrit sem heldur utan um tómstundir barnana minna. Strákurinn er í sundi, stelpan æfir skauta, bæði eru þau í skátunum og Sportabler heldur utanum allar greiðslur, tímasetningar á æfingum og skipulagningu móta. Ef ekki væri fyrir þetta app værum við hjónin í standandi rugli við að halda utanum allt heila klabbið. Í þetta skiptið var um breyttan æfingartíma að ræða, miðað við það sem birtist snögglega á heimaskjá símans, en til að fræðast nánar um breytinguna þyrfti ég að fara inn í forritið og skoða betur. Og þar tók firringin við. Ég steig inn í bílinn, henti 2 x fernum af kókómjólk ásamt plastboxi af steiktum lauk í baksætið, fór í belti og ók af stað og ÆTLAÐI AÐ SKOÐA SÍMANN Á LEIÐINNI HEIM! Ég var ekki farþegi, ég var bílstjóri. ÉG ÆTLAÐI BARA AÐ SKOÐA AÐEINS Á MEÐAN ÉG KEYRÐI HEIM! Bíllinn minn er ekki sjálfkeyrandi. ÉG ÆTLAÐI AÐ TÉKKA Á SÍMANUM MÍNUM Á LEIÐINNI HEIM! Það er hreint og beint óhugnarlegt hversu auðveldlega þessi brenglaða hugsun smeygði sér að, eins og ekkert væri eðlilegra en að einbeita sér að litlum símaskjá og keyra tæplega tveggja tonna bifreið á sama tíma. Bara á meðan ég skrifa þessa grein hefur Sportabler appið pípt tvisvar, þessi vorsýning Skautafélags Reykjavíkur græjar sig ekki sjálf. Að auki hefur Facebook Messenger blikkað, WorkPlace hefur látið vita af sér og gott ef Mentor, Arion Banki og Netflix hafa ekki heimtað athygli mína líka. Allt er þetta vissulega sjálfskaparvíti, við ráðum sjálf hversu mikið við viljum leyfa snjalltækjunum að angra okkur með tilkynningum, uppfærslum og almennu tuði. Þennan umrædda dag greip ég ekki í símann undir stýri og þegar ég keyri fær hann að vera í friði. Ef ég bara verð að heyra nýjasta lagið með Daða og Gagnamagninu verður gervigreindin Siri bara gessovel að skilja mig þegar ég kalla upp óskalagið, hátt og snjallt. Ykkur að segja hefur Siri ekki skilið mig hingað til og heldur að ég sé að biðja um lag með sveitinni “Daddy and Gagged by Magnet”. Við ættum öll að reyna að vera snjallari en símarnir okkar og einbeita okkur að akstrinum, bara andartaks athugun á skilaboðum getur breytt bílferðinni í spennandi heimsókn í endurhæfingu eða þaðan af verra. Höfundur vinnur í fjarskiptageiranum og á í ástar/hatursambandi við símann sinn.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun