Mikið um meiðsli í Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 19:00 Sigurður Ragnar nær ekki að stilla upp sínu sterkasta liði vegna meiðsla. Vísir/Diego Ekki nóg með að Keflavík hafi tapað 0-2 gegn HK á „heimavelli“ heldur yfirgaf spænski varnarmaðurinn Nacho Heras völlinn í skjúkrabíl ásamt því að fyrirliði liðsins, Magnús Þór Magnússon, og Dagur Ingi Valsson gátu ekki klárað leikinn vegna meiðsla og eymsla. Keflavík hefur ekki byrjað vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Liðið hefur ekki enn leikið á aðalvelli sínum þar sem hann, líkt og aðrir grasvellir landsins, er einfaldlega ekki tilbúinn. Í 7. umferð tapaði liðið heima gegn nýliðum HK ásamt því að missa lykilmanninn Nacho í meiðsli. „Ég hef bara áhyggjur af honum að þetta sé mjög slæmt. Hann fann eins og eitthvað hafi farið í hnénu og fór í sjúkrabíl. Þannig við vonum bara það besta fyrir hans hönd. Ég held að þetta sé alvarlegt,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leik. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Ragnar í dag um standið á leikmannahópi Keflavíkur. Þar kom fram að Magnús Þór fyrirliði hafi verið tekinn af velli þegar klukkustund var liðin af leiknum gegn HK vegna meiðsla. „Hann var farinn að haltra og spilaði hálf meiddur af því það eru mikil meiðsli á varnarmönnum okkar. Vitum ekki hvað hann verður lengi frá,“ sagði Sigurður Ragnar við Fótbolti.net. Einnig sagði Sigurður Ragnar að Dagur Ingi hefði komið af velli vegna meiðsla. Ásgeir Páll Magnússon hefur einnig verið að glíma við meiðsli en það styttist í hann. Þá hafa Ásgeir Orri Magnússon og Guðjón Pétur Stefánsson einnig verið að glíma við meiðsli ofan á að Gunnlaugur Fannar Guðmundsson var í leikbanni gegn HK. Til að toppa þetta er Sami Kamel einnig að glíma við meiðsli en hann er einn af þeim fjölmörgu leikmönnum sem Keflavík sótti í vetur. Það er ljóst að Keflavík má ekki við því að vera án allra þessa leikmanna og það verður erfitt fyrir liðið að fylla skarð Nacho Heras verði hann frá keppni út tímabilið. Þá verða leikirnir ekkert auðveldari en næstu tveir leikir eru gegn Val og Íslandsmeisturum Breiðabliks. Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Keflavík hefur ekki byrjað vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Liðið hefur ekki enn leikið á aðalvelli sínum þar sem hann, líkt og aðrir grasvellir landsins, er einfaldlega ekki tilbúinn. Í 7. umferð tapaði liðið heima gegn nýliðum HK ásamt því að missa lykilmanninn Nacho í meiðsli. „Ég hef bara áhyggjur af honum að þetta sé mjög slæmt. Hann fann eins og eitthvað hafi farið í hnénu og fór í sjúkrabíl. Þannig við vonum bara það besta fyrir hans hönd. Ég held að þetta sé alvarlegt,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leik. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Ragnar í dag um standið á leikmannahópi Keflavíkur. Þar kom fram að Magnús Þór fyrirliði hafi verið tekinn af velli þegar klukkustund var liðin af leiknum gegn HK vegna meiðsla. „Hann var farinn að haltra og spilaði hálf meiddur af því það eru mikil meiðsli á varnarmönnum okkar. Vitum ekki hvað hann verður lengi frá,“ sagði Sigurður Ragnar við Fótbolti.net. Einnig sagði Sigurður Ragnar að Dagur Ingi hefði komið af velli vegna meiðsla. Ásgeir Páll Magnússon hefur einnig verið að glíma við meiðsli en það styttist í hann. Þá hafa Ásgeir Orri Magnússon og Guðjón Pétur Stefánsson einnig verið að glíma við meiðsli ofan á að Gunnlaugur Fannar Guðmundsson var í leikbanni gegn HK. Til að toppa þetta er Sami Kamel einnig að glíma við meiðsli en hann er einn af þeim fjölmörgu leikmönnum sem Keflavík sótti í vetur. Það er ljóst að Keflavík má ekki við því að vera án allra þessa leikmanna og það verður erfitt fyrir liðið að fylla skarð Nacho Heras verði hann frá keppni út tímabilið. Þá verða leikirnir ekkert auðveldari en næstu tveir leikir eru gegn Val og Íslandsmeisturum Breiðabliks.
Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira